Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.02.2007, Qupperneq 16

Fréttablaðið - 25.02.2007, Qupperneq 16
K lisjur eru svo sannar- lega til um allar þjóð- ir og væntanlega er alltaf til í þeim meira en eitt sannleikskorn. Frakkar virðast hafa orðið meira fyrir barðinu á klisjum en aðrar Evrópuþjóðir og má þar til dæmis nefna frönsku stereótýpuna í ýmsum amerískum og breskum bíómyndum þar sem Frakkinn birtist sem sérvitur, síblótandi og síreykjandi með skelfilega sterk- an hreim. Frakkar ærðust nýlega þegar bandaríska myndin „A Good Year“ með Russell Crowe í aðal- hlutverki um líf í Provence-héraði sýndi Frakka sem skítuga, hrækj- andi og viðskotailla á espadrillu- skóm akandi um á gömlum Ren- ault-bílum. Nú á fimmtudag hófst frönsk menningarinnreið til Íslands og því vert að skoða og jafnvel umturna hinum helstu birtingarmyndum frönsku klisj- unnar. 1. Frakkar eru skítugir, anga af hvítlauk og reykja sjö pakka af Gauloises-sígarettum á dag. Skítugir? Nei. Og Frökkum finnst sterk hvítlaukslykt benda á arg- asta plebbaskap og margir Frakk- ar tala um „að þeir geti ekki melt hvítlauk“. Gauloises-sígarettur eru fyrir túrista, Frakkar eru hrifnari af Marlboro Lights, en reykingabann er sjaldan til staðar á frönskum veitingahúsum. 2. Þeir eru afar dónalegir, tala hátt og rífast mikið. Að „rífast“ er ekki það sama í Frakklandi og á Íslandi. Frakkar eiga „samræður“ og þeir gera það hærra en við Íslendingar. Að þeirra mati segjum við bara aldrei neitt og tjáum okkur um ekki neitt. Okkur virðast þeir tala hátt, en þeim finnst þeir bara vera að ræða málin. 3. Franskar konur raka hvorki fót- leggi né handarkrika og eru mjög loðnar. Algjör misskilningur. Frakkar fá mun fremur áfall yfir íslenskum konum sem raka ekki af sér ljósan hýjung á fótleggjum. Frakkar benda þá frekar á nágranna sína Þjóðverja eða Svisslendinga sem „Au naturel“ með hryllingssvip. 4. Þeir hugsa í sífellu um mat og drekka rauðvín allan liðlangan daginn. Matur skiptir miklu máli í Frakk- landi enda er franskur matarkúlt- ur heimsfrægur. Þeir borða þó ekki meira en þrjár vel samansett- ar máltíðir á dag og nota í þær fín- ustu hráefni. Vín er drukkið, í hófi, með mat. Frakkar myndu aldrei drekka léttvín til þess að finna á sér, og það þykir plebbalegt að panta sér hvítt eða rautt á bar. Frakkar eru samt með meltingar- kerfið á heilanum og tala í sífellu um hvað þeir „geta eða geta ekki melt eða borðað“. 5. Þeir eru miklir menningarvitar og hafa alið eina frægustu lista- menn, kvikmyndagerðarmenn, rithöfunda og heimspekinga sög- unnar. Að sjálfsögðu rétt. Frakkland á ofgnótt af frægum menningarvit- um í gegnum söguna. Flestir Frakkar virðast líka hafa mikinn áhuga á menningu og listum, og mikið erfjallað um þessi málefni í fjölmiðlum. Frakkar eru líka eink- ar bókelsk þjóð. 6. Franskar konur eru mjóar, smart klæddar og eiga alltaf nokkra elskhuga í einu. Konur í miðborg Parísar eru vissulega elegant og búa yfir miklum klassa og kúlheitum. Svona í heildina eru Frakkar fremur grannvaxin þjóð enda borða þeir af skynsemi og nautn í stað þess að hlaupa á næsta skyndibitastað. Vestra hafa komið út mikið af bókum um hvernig sé hægt að vera eins og franskar konur – grannar og kynþokkafull- ar. Í greinum í frönskum útgáfum Elle og Vogue er kvartað sárlega undan þessari mýtu. „Hvaðan hafa þeir þetta eiginlega? Við höfum ekki tíma til að standa í megrun eða framhjáhaldi.“ En frönskum konum tekst sannar- lega vel að sameina þrjú hlutverk í lífinu: Framann, móðurhlutverk- ið og konuna: þær eru alltaf kven- legar fram í fingurgóma. 7. Franskir karlmenn eru frægir elskhugar og eiga alltaf margar ástkonur. Þeir eru líka örgustu karlrembusvín. Mýta sem virðist vera runnin undan rifjum Ameríkana eða Breta, kannski af öfundsýki í seinni heimsstyrjöldinni. Hver veit? Frakkar sýna meiri tilfinn- ingar og rómantík en þeir íslensku. Þeir eru sjarmerandi og kunna að daðra smekklega við konur. Þeir eru ekki með aldursmafíu á konur og kynþokkafyllstu leikkonurnar eru oft yfir fimmtugu. Frakkar eru yfirleitt agndofa á tíðni fram- hjáhalds á Íslandi og finnst okkur skorta siðferði. Frakkar eru komn- ir langt í jafnréttisbaráttunni og flestar franskar konur vinna úti og eiga gæfuríkan starfsferil. Frakk- land ól nú líka kvenréttindakon- una frægu Simone de Beauvoir. 8. Frakkar tala enga ensku, og þegar þeir tala hana eru þeir með skelfilegan hreim. Þetta var að vísu að miklu leyti rétt vegna undarlegs skólakerfis þar sem enginn lærði almennilega ensku, sennilega af því að Frakk- land taldi sig ekki síður heims- veldi en Bretland. Þetta er þó ört að breytast og yngri kynslóðir Frakka tala ansi góða ensku með mismiklum hreim. 9. Þeir eru alltaf að segja „Oh lala!“ Ekki spurning. En Frökkum finnst við alltaf vera að segja „heyrðu!“ 10. Þeir eru rosalega hrokafullir og finnst allt best sem kemur frá Frakklandi (vínið, strendurnar, fjöllin, kastalarnir, myndlistin, Catherine Deneuve). Það eru eflaust Frakkar af gömlu kynslóðinni sem eru alger- lega á þessum meiði og fara varla úr landi vegna þess að allt er best í Frakklandi. En yngri kynslóðir ferðast um heim allan og eru yfir- leitt víðsýnir. Flestum finnst þó vín frá öðrum löndum en Frakk- landi „ekki vera vín, bara eitthvað annað“. 11. Þeir eru alltaf í verkfalli og allt skrifræði tekur afar langan tíma. „Franska flugfélagið týndi tösk- unni minni og þeir sannfærðu mig um það með miklum þjósti að það væri mér að kenna,“ sagði íslensk vinkona mín nýlega. Frakkar eru dálítið gefnir fyrir að flækja hlut- ina. Skrifræði er vissulega skelfi- legt. Og þeir geta farið í verkfall yfir öllu, enda er byltingin þeim í blóð borin. 12. Þeir eru upp til hópa sósíalistar og baráttumenn. Að minnsta kosti helmingur þjóð- arinnar af nýlegum tölum að dæma. Þjóðin sem færði heimin- um Byltinguna og Mannréttinda- sáttmálann lifir lengi á því, það er innprentað í þjóðarsálina. Í Frakk- landi mun alltaf einhver standa upp á móti óréttlæti eða yfirgangi af öllu tagi. Og oftast með látum. Anna Margrét Björnsson bjó í París í tvö ár og tengist Frakk- landi fjölskylduböndum. Upplýs- ingar um menningarhátíðina Franskt vor, þar sem boðið er upp á kvikmyndir, tónlist, mat, vísindi, bókmenntir og margt fleira sem tengist Frakklandi, er að finna á vefnum www.fransktvor.is Baguette, Béret og sígó Í ljósi þess að „Franskt vor“ var að hefja göngu sína í Reykjavík fer Anna Margrét Björnsson yfir helstu klisjurnar um Frakka. Hvað er misskilningur og hvað er dagsatt?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.