Fréttablaðið - 25.02.2007, Síða 25

Fréttablaðið - 25.02.2007, Síða 25
Við óskum eftir rösku og áhugasömu fólki til afleysinga hjá Norðuráli í sumar. Störfin eru fjölbreytt, tækifæri gefast til að öðlast mikilvæga starfsþekkingu og góð laun eru í boði. Um er að ræða vaktavinnu í: Kerskála Steypuskála Skautsmiðju Vöruhúsi Einnig vantar afleysingafólk til vinnu við ræstingar (dagvinna og helgarvinna) Grundartanga • 301 Akranesi • Sími 430 1000 • Fax 430 1001 • nordural@nordural.is • www.nordural.is Norðurál Hjá okkur starfa nú um 400 manns að margvíslegum verkefnum. Norðurál framleiðir árlega 220.000 tonn af áli til útflutnings og unnið er að stækkun álversins sem felur í sér að framleiðslugetan verður aukin í 260.000 tonn á þessu ári. Sumarstörf hjá Norðuráli ! Hvernig sækir þú um? Tekið er við umsóknum og fyrirspurnum í síma 430 1000. Þú getur líka sótt um á vef fyrirtækisins: www.nordural.is, sent umsókn þína á netfangið umsokn@nordural.is eða póstlagt umsóknina, merkta: Sumarstörf. Umsækjendur þurfa að vera: 18 ára eða eldri samviskusamir og duglegir jákvæðir og hressir í samskiptum tilbúnir að takast á við krefjandi verkefni Jafnrétti Við leggjum áherslu á jafna möguleika karla og kvenna til starfa hjá Norðuráli. Starfsandi Við leggjum mikið upp úr góðum starfsanda og tökum vel á móti þér. Umsóknarfre stur er til 15. ma rs. Framleiðslusvið Orkuveitu Reykjavíkur óskar eftir að ráða: Orkuveita Reykjavíkur er framsækið þjónustufyrirtæki sem aflar og dreifir vistvænni orku á sem hagkvæmastan hátt og í sátt við umhverfið. Á þjónustusvæði fyrirtækisins býr meira en helmingur íslensku þjóðarinnar. Stefna Orkuveitunnar er að veita viðskiptavinum sínum bestu mögulegu þjónustu og sjá þeim fyrir ódýrri orku sem framleidd er úr endurnýjanlegum íslenskum orkulindum. Þannig stuðlar fyrirtækið að aukinni notkun hreinnar innlendrar orku og leggur um leið sitt af mörkum til nýsköpunar og framfara í landinu. Orkuveitan er fjölbreyttur og lifandi vinnustaður fólks með mikla þekkingu. Fyrirtækið leitast við að vera í fremstu röð hvað snertir öryggi og vinnu- umhverfi og möguleika starfsfólks við að samræma vinnu og fjölskylduábyrgð eins og kostur er. Það er stefna Orkuveitu Reykjavíkur að auka hlut kvenna í stjórnunar- og ábyrgðarstöðum innan fyrirtækisins. Fyrirtækið er: Sveigjanlegt, það lagar sig að breyttum aðstæðum Sýnir frumkvæði og er opið fyrir nýjungum Sækir fram af eldmóði Traust og starfar í sátt við umhverfið ÍS LE N SK A /S IA .I S /O R V 3 61 59 0 2/ 07 Vélaverkfræðingur/vélatæknifræðingur Í deildinni starfa verk- og tæknifræðingar, sem hafa sérþekkingu á búnaði og tækjum Framleiðslusviðs. Þeir annast fjárhagsáætlanagerð, skipuleggja viðhalds- og framkvæmdaverkefni og stýra þeim. Starfs- og ábyrgðarsvið: • Umsjón með uppbyggingu og þróun dælustöðva hitaveitu • Umsjón með virkjun lághitasvæða • Gerð kostnaðar- og framkvæmdaáætlana fyrir hitaveitukerfi • Hagkvæmnirannsóknir og bestun kerfa • Forsendugerð og gangsetning verkefna • Eigendahlutverk á verkefnum Framleiðslusviðs tengdum búnaði dælustöðva og flutningsæða Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólapróf í vélaverk- eða vélatæknifræði • Starfsreynsla og þekking á hitaveitu • Góð tölvukunnátta • Færni í mannlegum samskiptum • Metnaður, áhugi og sjálfstæði í vinnubrögðum • Skipulagshæfileikar og þekking á verkefnastýringu Umsjón með starfinu hafa Helga Jónsdóttir (helga.jonsdottir@capacent.is) og Guðlaugur Arnarsson (gudlaugur.arnarsson@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum. Umsóknarfrestur er til og með 4. mars nk. Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.