Fréttablaðið - 25.02.2007, Page 31

Fréttablaðið - 25.02.2007, Page 31
Við leitum að dugmiklum og samviskusömum starfs- mönnum til starfa á tímabilinu 15. maí til 31. ágúst. Um er að ræða ýmis störf í vörumiðstöð, á gámavelli og í akstursdeild. Umsækjendur Skulu vera orðnir 17 ára. Gerð er krafa um stundvísi, samviskusemi og sjálfstæð vinnubrögð. Umsækjendur skulu hafa fágaða framkomu og hreint sakavottorð og engan fíkniefnaferil. Þar sem um sumarafleysingar er að ræða, er ætlast til að umsækjendur taki sér ekki sumarfrí á ráðningartímabilinu. Kostur er að umsækjendur hafi lyftarapróf og reynslu af vöruhúsavinnu. Vegna starfa í akstursdeild er gerð krafa um meirapróf. Áhugasamir Vinsamlegast fyllið út umsókn á vef Samskipa, www.samskip.is (veljið „Sumarstarfsmenn – almenn umsókn“) fyrir 15. mars 2007. > Fyrirtækið Samskip hf. eru ört vaxandi flutninga- fyrirtæki sem býður viðskiptavinum sínum upp á alhliða flutninga og tengda þjónustu hvert sem er og hvaðan sem er í heiminum. Samskip starfrækja skrifstofur og dóttur- félög beggja vegna Atlantshafsins og vinna þannig á alþjóðlegum flutningamarkaði. Hjá fyrirtækinu starfa nú um 1400 manns á 56 skrifstofum í 23 löndum. > SUMARSTARFSMENN ÓSKAST Saman náum við árangri

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.