Fréttablaðið - 03.03.2007, Side 36

Fréttablaðið - 03.03.2007, Side 36
Vafalaust hafa aðdáendur Hondunnar beðið spenntir eftir því að fá að berja hinn nýja CR-V augum, en fáir bílar hafa notið jafn mikilla vinsælda í jepplingaflokknum og fyrir- rennarinn. Nú er Honda CR-V búinn að fara í það sem við getum kallað „Extreme Makeover“ eða algera umbreyt- ingu. Það er búið að gerbreyta útliti bílsins, skipta um vél og hlaða hann svo mörgum fídusum að varla er hægt að kalla þetta sama bílinn lengur. Þó er ekki hægt að segja að umbreytingin hafi verið eitthvað litla ljóta andar- ungaævintýri því gamla útlitið hafði einnig sinn sjarma. Með nýju útliti eru framleið- endur Honda meðal annars að keppa við fleiri framleiðendur. Toyota RAV4 og Nissan X-Trail voru fram að þessu samkeppnis- aðilar en framleiðendur Hondunn- ar tóku stefnu á stórt og stilla sér núna nær BMW X3 sem og Audi Q5 og VW Tiguan sem eru væntan- legir á markað. Til þess að höfða til aðdáenda þýska stálsins hafa hönnuðir hins nýja CR-V meðal annars stolið skemmtilegum hönn- unaratriðum og smellt á Honduna. Eitt af því sem er mest áberandi í þessu samhengi er krómröndin fína sem liggur í kringum allar hliðarrúður og býr þannig til eina stóra, straumlínulagaða og þýsk- ættaða rúðu. Frampartur bílsins er einskon- ar kokteill af franskri og japanskri hönnun og sker sig þannig frá sambærilegum bílum. Í raun er þetta nýstárlega útlit fremur skemmtilegt og gefur bílnum ákveðinn léttleika en um leið hefur hann einkenni stöðugleika. Straumlínulögun bílsins og mýkri línur sjá fyrir minni loft- mótstöðu og vindhljóðum. Það gerir farþegarýmið hljóðlátara en það er einn af kostum þessa bíls að hann er sérlega hljóðlátur. Að innan er bíllinn einstaklega skyn- samlega hannaður þegar kemur að þörfum fjölskyldufólks. Undir speglinum er víðsjárspegill sem gerir ökumanni kleift að fylgjast með því hvað gengur á í aftursæt- inu sem kemur sér eflaust vel. Þegar það kemur að því að lýsa því hvernig það er að aka þessum bíl verð ég að viðurkenna að ég bjóst við meiri lipurð og léttleika. Útlit hans og einkenni gefa í skyn að þarna sé á ferðinni lipur skepna sem stekkur léttilega um og er ekki lengi að spretta úr spori, en Honda CR-V býður þó ekki upp á þetta. Bíllinn er sannarlega hlýð- inn og samviskusamur, en það er lítið um fimleika í aksturseigin- leikum hans ... sem mörgum finnst kannski bara ágætt? Ég myndi ætla að nýja Honda CR-V eigi ekki eftir að bregðast þeim sem einu sinni hafa kynnst þessum ágæta bíl. Hann býður markhópnum það sem markhópur- inn þarfnast, þægindi, stöðugleika og fleira sem fjölskyldufólk kann vel að meta og það gerir hann vel. Hann sameinar í raun marga þætti sem eru almennt á víð og dreif í öðrum bílum, hvort sem um er að ræða hönnunaratriði eða aðra eig- inleika og þannig ættu margir að kunna Honduna vel meta. Extreme Makeover – Hondu-útgáfan SMUR- BÓN OG DEKKJAÞJÓNUSTAN SÆTÚNI 4 • SÍMI 562 6066 SUMARDEKK HEILSÁRSDEKK OLÍS SMURSTÖÐ BÓN OG ÞVOTTUR HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA RAGEYMAÞJÓNUSTA BREMSUKLOSSAR PÚSTÞJÓNUSTA Ökunám í fjarnámi !!!! Ekill ökuskóli er eini ökuskólinn á landinu sem býður upp á ökunám í fjarnámi. Þú getur unnið námskeiðin í tölvunni heima þegar þér hentar. Skoðaðu þennan frábæra kost á ekill.is Námskeið sem hægt er að taka nú þegar eru fyrra námskeið til almennra ökuréttinda (Ö1) og bifhjólanámskeið. Fleiri námskeið eru væntanleg á næstu mánuðum Ö2 námskeið / Aukin ökuréttindi / Fyrir lesblinda ofl. Ekill ökuskóli. Sími 461-7800 www.ekill.is ekill@ekill.is Rafmagnsdrif til að aka hjólhýsum. Einnig mögulegt fyrir hestakerrur, eira. i sem leggst við dekkið og knýr það áfram, Stjórnað með fjarstýringu, allt að 6 m. frá. Tilvalið til að aka á dráttarkúlu, inn á . Truma fékk hönnunarverðlaun verkfræðinga 2006 fyrir Euro Mover. Ekkert streð, láttu Euro Mover færa til vagninn HJÓLHÝSA EIGENDUR! Umboðið, Bílaraf, Auðbrekku 20, s.564 0400 Euro Mover Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 FJAÐRIR OG GORMAR Í FLESTAR GERÐIR JEPPA Japan/U.S.A.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.