Fréttablaðið - 26.04.2007, Page 40

Fréttablaðið - 26.04.2007, Page 40
 26. APRÍL 2007 FIMMTUDAGUR4 fréttablaðið útivist Fiskur og kjöt á grillið Jón grillar bæði kjöt og fisk. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR SKÖTUSELUR Fyrir 4 1 kg skötuselur 3 dl olía 4-5 hvítlauksrif 3 steinseljubúnt 3 stk lime hrísgrjón ferskt salat sæt sojasósa salt og pipar Skötuselurinn er penslaður með smá olíu og settur á grillið. Olían, hvítlauksrifin og steinseljan er sett í matvinnsluvél og blandað saman til að búa til sósu. Börkurinn er rifinn af súraldininum og stráð yfir grillaðan fiskinn og safinn kreistur úr þeim út í sósuna. Borið fram með hrísgrjónum og fersku salati. Skötuselur með hvítlauks- og steinseljusósu og hrísgrjónum. LAMBALUNDIR Fyrir 4 800 g lambalundir 400 g matarolía 200 g BBQ hickory brown sósa 1 stk. hvítlaukur 2 msk. timian 1 msk. rósmarín 1 tsk. worchester sósa 4 bökunarkartöflur bearnaisesósa ferskt salat spagettí Byrjað er á að búa til marineringu úr matarol- íunni, BBQ-sósunni, hvítlauknum, timianinu, rós- maríninu og worchester-sósunni. Lambalundirnar eru látnar liggja í marineringunni í svona þrjá til sex tíma og síðan grillaðar. Borið fram með kartöfl- um, bearnaisesósu og fersku salati. Til skrauts má nota spagettí sem er fyrst soðið, síðan djúpsteikt og loks saltað. Lambalundir með bearnaisesósu og spagettí. Í sumar getur verið gaman að prófa sig áfram með grilluppskriftir. Þegar fer að hlýna í veðri og dagurinn lengist draga sí- fellt fleiri fram útigrillin sín. Á grillinu má elda nánast allt og löngu liðin tíð að ekkert sé grillað nema pylsur og hamborgarar. Jón Líndal Guðnason, yfirmatreiðslu- maður á Grillhúsinu, er vanur grillari og lumar á mörg- um góðum uppskriftum. Hann ætlar að deila tveimur þeirra með lesendum Fréttablaðsins, annars vegar upp- skrift að skötusel og hins vegar að lambalundum. frá18.400 Vika í Þýskalandi kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. VW Fox eða sambærilegur 522 44 00 • www.hertz.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /H E R 3 69 19 0 4/ 07 Bókaðu bílinn heima fyrir 1. maí - og fáðu 1.000 Vildarpunkta Fljótasiglingar - Klettaklifur Hestasýningar - Gönguferðir - Gisting Veitingar - Ratleikir - Hestaleiga Hafið samband og við gerum tilboð Verið velkomin! bakkaflot@islandia.is Sími 453-8245 & 899-8245 Ferðaþjónustan Bakkaflöt 560 Varmahlíð, Skagafirði www.bakkaflot.is Skólahópar!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.