Fréttablaðið - 10.05.2007, Page 37
Tískulögga til
Scotland Yard
Scotland Yard leitar aðstoðar
hjá nemum í tískuskóla í
London.
Scotland Yard hefur fengið stuðn-
ing úr heldur óvæntri átt. Lögregl-
an hefur kallað nema úr Tískuskól-
anum í London til starfa, í þeim
tilgangi að endurhanna lögreglu-
búninginn þar sem hann hefur um
langt skeið þótt hallærislegur og
óþægilegur.
Lögreglumenn hafa um nokkurt
skeið kvartað undan búningnum
og helst yfir því hversu erfitt sé
að athafna sig í honum, til dæmis
við að veita glæpamönnum eftir-
för. Hjálmur lögreglumanna, sem
var hannaður í Skotlandi á sjötta
áratugnum, þykir ekki auðvelda
þeim starfið, sökum þess hversu
hár og klunnalegur hann er.
Verkefni tískunemanna verður
að endurhanna lögreglubúninginn
svo hann standist nútímakröfur,
en vísi engu að síður í þann gamla.
Að svo búnu verður álits leitað hjá
sérstakri nefnd innan lögreglunn-
ar og fimmtíu lögreglumönnum af
báðum kynjum, sem verður boðið
að klæðast honum til reynslu.
®
Bæjarlind 6 - s. 554-7030
Eddufelli 2 - s. 557-1730
Flottir
sumarkjólar
Sandalar í
úrvali
Stærðir 28 - 35
3.995 kr.
Stærðir 41 - 48
12.950 kr.
Stærðir 37 - 42
10.640 kr.
Stærðir 36 - 47
3.995 kr.
Stærðir 28 - 35
1.995 kr.