Fréttablaðið - 11.05.2007, Side 1
Hvað er hyggilegt að hafa á borðum þegar Júró-
visjón og kosningar ber upp á sama kvöldið?
Tónlistarmaðurinn Felix Bergsson og stjórnmála-
fræðingurinn Baldur Þórhallsson gefa hér góð
ráð.
Fyri k
„Já, þetta var lærdómsríkt og fyrst við erum spurðir
álits á hvernig kosninga- og Júróvisjónmatseðill eigi
að líta út þá mælum við með þeim franska. Smá-
réttum, ávöxtum, berjum og ískúlu. Ég sé fyrir mér
kjúkling í satay-sósu á teini með hrí jó
einn af réttunum S
Eurovision-veitingar
upp á franska vísu
Gulla á Þremur
hæðum
hús&heimili
FÖSTUDAGUR 11. MAÍ 2007
INNLIT
Uppgert hús á Bakkastíg
HÖNNUN
Gulla á Þremur hæðum
EUROVISION
Tilbúin í slaginn
Stíllinn breytist og hárið með
Ragnheiður Elín Árna-dóttir, aðstoðarkona
forsætisráð-
herra og
frambjóðandi
Sjálfstæðis-
flokksins í Suðvesturkjördæmi, hleypir Sirkus í fata-skápinn hjá sér. Hún segir stílinn hafa breyst með aldrinum og aðhárið hafi tekið enn meiri breytingum.
Bls. 6
Hárspangir í Vogue
Thelma Jónsdóttir, fatahönnuður í París,
hefur vakið
mikla athygli
fyrir hár-
spangir sem
hún hannar. Grein um hana birtist í breska Vogue en hún handsaumar allar spangirnar sjálf.
Bls. 4
SI
RK
US
M
YN
D
/H
Ö
RÐ
UR
Kasólétt Ellý Ármanns bloggar um samskipti kynjanna
KYNLÍF ER NÁTTÚRULEGURPARTUR AF TILVERUNNI
sirkus
Freyja fjölgar mannkyninu
FitnessdrottninginFreyja Sigurðardóttir og
maðurinn
hennar,
Haraldur
Guðmunds-
son, eiga voná barni í október. Þau ætla að fá að vita kynið í næsta sónar.
Bls. 2
ÞENUR RADDBÖNDIN Á WEMBLEY
Tenórinn Garðar Thor Cortes hefur verið
fenginn til að syngja á Wembley-leikvanginum
fyrir úrslitaleikinn um sæti í ensku úrvalsdeild-
inni 28. maí næstkomandi. BLS. 2
11
. m
aí
2
00
7
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
8
1
3
1
SKRÁÐU
ÞIG NÚNA
Á GLITNIR.IS
www.xf.is
FLOKKUR SEM ÞORIR!
Kosið verður á
morgun til Alþingis og kemur þá í
ljós hvernig atkvæðin falla í þess-
um þingkosningum. Samkvæmt
síðustu skoðanakönnun Frétta-
blaðsins fyrir þessar kosningar
mælist Sjálfstæðisflokkurinn með
42,2 prósent og fengi 28 þingmenn
kjörna. Fylgið dalar hjá þeim um
0,3 prósentustig frá könnun blaðs-
ins sem birt var á sunnudag. Vik-
mörk eru 2,0 prósentustig. Þann
fyrirvara verður þó að setja, þar
sem Fréttablaðið spyr ekki hvort
svarendur séu líklegri til að kjósa
Sjálfstæðisflokkinn eða annan
flokk, að reynsla af könnunum
fyrir kosningar sýnir að Sjálf-
stæðisflokkurinn reynist oft of
hátt mældur.
24,6 prósent segjast myndu
kjósa Samfylkingu, sem dygði til
að fá sextán þingmenn. Vikmörk
eru 1,8 prósentustig. Fylgi flokks-
ins eykst um 0,6 prósentustig frá
því á sunnudag.
Fylgi Vinstri grænna mælist nú
16,1 prósent, með vikmörk upp á
1,5 prósentustig. Það er nánast
sama fylgi og á sunnudag. Ef það
verða niðurstöður kosninganna
fengi flokkurinn tíu þingmenn.
Framsóknarflokkurinn mælist
nú með 9,1 prósents fylgi, 0,4 pró-
sentustigum minna en á sunnudag.
Samkvæmt því fengi flokkurinn
sex þingmenn kjörna. Þegar fylg-
ið er brotið niður á hvert kjör-
dæmi eru líkur á að Jón Sigurðs-
son geti fengið úthlutað
jöfnunarsætinu í Reykjavíkur-
kjördæmi norður.
Fylgi Frjálslynda flokksins
hefur ekki breyst frá því um helgi
og segjast enn 5,4 prósent myndu
kjósa flokkinn. Vikmörk eru 0,9
prósentustig. Samkvæmt því fengi
flokkurinn þrjá jöfnunarþing-
menn kjörna, en samkvæmt
útreikningum Fréttablaðsins á
hvert kjördæmi ná þingmennirnir
Magnús Þór Hafsteinsson, vara-
formaður flokksins, og Sigurjón
Þórðarsson ekki kjöri.
Íslandshreyfingin nær enn ekki
nægjanlega miklu fylgi til að fá
mann kjörinn. 2,6 prósent segjast
nú myndu kjósa flokkinn, hálfu
prósentustigi meira en um helg-
ina. Vikmörk eru 0,7 prósentustig.
Fylgi flokka í hverju kjördæmi
er greint á síðu 24 í blaðinu í dag.
Stjórnin með meirihlutafylgi
Sjálfstæðisflokkurinn fengi 28 þingmenn, Samfylking sextán, Vinstri græn tíu, Framsóknarflokkur sex, Frjáls-
lyndi flokkurinn þrjá og Íslandshreyfingin engan samkvæmt síðustu könnun Fréttablaðsins fyrir kosningar.
Útlit er fyrir blíðviðri sunn-
an- og suðvestanlands á kjördag á
morgun. Sólin ætti að skína og hit-
inn slaga upp undir tíu gráður um
miðjan dag. Hins vegar má gera
ráð fyrir slyddu með köflum og
tveggja til fjögurra stiga hita á
Norður- og Austurlandi, en annars
léttskýjuðu að mestu.
Ýmsar kenningar eru til um
áhrif veðurfars á kjörsókn og kosn-
ingaúrslit. Rannsóknir í Bretlandi
hafa til dæmis sýnt að gott veður
sé hagstætt fyrir sitjandi valdhafa.
Einar Sveinbjörnsson, veðurfræð-
ingur og aðstoðarmaður umhverf-
isráðherra, segir erfitt að spá fyrir
um áhrif veðurs á kosningar. „En
mér finnst þetta alls ekkert ósenni-
legt, að ef það er gott veður og allir
glaðir þá séu kjósendur síður reiðir
og tilbúnir að refsa. Á móti hafa
margir bent á að í góðu veðri sé
fólk líklegra til að fara út úr bænum
og sleppa því að kjósa. Hins vegar
held ég að almenn stemning fyrir
kosningunum skipti þegar upp er
staðið öllu meira máli en veðrið.“
Trausti Jónsson veðurfræðingur
segir veður hafa sífellt minni áhrif
eftir því sem fleiri eru á bíl. „Ég
hugsa að Evrópusöngvakeppnis-
mál komi til með að hafa meiri
áhrif á kosningarnar heldur en
veðrið ef okkur gengur vel í þeirri
keppni.“
Rokkuð frammi-
staða Eiríks Haukssonar og
félaga á sviðinu í Helsinki í
Finnlandi dugði ekki til að fleyta
framlagi Íslands í Eurovision-
söngvakeppninni í úrslitakeppn-
ina sem fer fram á laugardags-
kvöld.
Eiríki og félögum þótti takast
vel upp við flutning lagsins
Valentine lost í undankeppninni,
en lagið var ekki eitt af tíu lögum
sem komust áfram.
„Að sjálfsögðu er ég svekktur,
en ég er svo sem ekkert undr-
andi. Skoðið bara úrslitin og þá
sjáið þið hver ástæðan er,“ sagði
Eiríkur þegar úrslitin voru ljós,
og vísaði til þess að þjóðir frá
Austur-Evrópu réðu lögum og
lofum í gærkvöldi.
Alls bitust 28 þjóðir um tíu laus
sæti í úrslitunum, en ekki verður
gefið upp fyrr en eftir úrslita-
keppnina í hvaða sæti framlag
Íslands lenti. Þau lönd sem
komust áfram í úrslitin voru
Hvíta-Rússland, Makedónía,
Slóvenía, Ungverjaland, Georgía,
Lettland, Serbía, Búlgaría,
Tyrkland og Moldóva.
Ísland úr leik
í Eurovision