Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.05.2007, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 11.05.2007, Qupperneq 6
Ætti að auglýsa aftur eftir umsækjendum í stöðu aðstoðar- ríkislögreglustjóra? Horfðir þú á undankeppni Eurovision í gærkvöldi? Fullkomnasti farsími í heimi Nokia N95 5 megapixla myndavél mp3 spilari 3 Kynslóð WLAN GPS 100 fríar stafrænar framkallanir frá Hans Petersen fylgja ÍS L E N S K A /S IA .I S /H S K 3 75 91 0 5/ 07 INNRITUN www.hi.is Umsóknarfrestur í grunnnám er til 5. júní Allt sem þú vilt vita og rafrænar umsóknir á www.hi.is Tjón á bílum og gríðarleg rykmengun er daglegt brauð á þeim hluta Djúpvegar sem liggur um Bæjarhrepp á Ströndum. Um veginn fer öll umferð til Ísafjarðar, en hann er afar illa farinn á um 16 kíló- metra kafla þar sem skiptast á grjót og holur. „Þetta er skelfingarástand á veginum,“ segir Hann- es Hilmarsson, bóndi á Kolbeinsá, en bær hans stend- ur við Djúpveginn. Hann þekkir veginn vel, enda sér hann um vetrarþjónustu á honum. „Bílarnir hjá okkur liggja undir skemmdum vegna þess að vegurinn er allur út í holum annars vegar, og vegna þess hvað hann er grýttur hins vegar. Yfirlagið er allt farið og það er verið að keyra á undirlaginu,“ segir Hannes, sem segir þolinmæðina á þrotum. Á þurrum dögum er rykmengun af veginum gríðar- leg þegar flutningabílar með tengivagna keyra þar um hver á eftir öðrum, og segir Hannes að ekki sé hægt að hafa opna glugga á bænum þegar þurrt sé í veðri. Hann bendir á frétt Sjónvarpsins á dögunum þess efnis að vinna hafi verið stöðvuð við niðurrif húsa í Reykjavík eftir að rykmökkur gaus upp. Mengunin sem þar gaus upp sé þó eins og hreinn barnaleikur samanborið við rykmengunina við Djúpveg, og þó taki enginn í taumana. Hannes segir að málið sé allt sorglegra en ella sökum þess að vegurinn sé að heita má tilbúinn undir bundið slitlag. Búið sé að styrkja veginn og hann sé nægilega breiður. Allt sé til staðar annað en fjármagn og framkvæmdavilji. Tekin hefur verið ákvörðun um að leggja veg um Arnkötludal, og þegar hann verður tilbúinn mun umferð til Ísafjarðar fara um hann en ekki þennan slæma kafla Djúpvegs. Hannes segir það þó ekki leysa vandann, blómleg byggð sé á svæðinu sem þurfi að nýta veginn áfram, auk þess sem líklegt sé að hann verði notaður sem varavegur fyrir nýja veginn þar sem líklega verði hann snjóléttari. Sveinn Karlsson, bifvélavirki á Borðeyri, þekkir áhrif aksturs um Djúpveg á bíla heimamanna betur en flestir, enda margir sem hafa komið beint á verk- stæðið hans eftir að hafa farið um veginn. Sveinn segir að mjög reglulega verði skemmdir á bílum. Sprungin dekk séu algeng, og dæmi séu um ónýtar felgur þegar bílar hafi keyrt á grjót eða í djúpa holu. Einnig sé endingin á fjöðrunarbúnaði bíla afar slök, dæmi sé um bíl sem ekið var tvisvar á dag eftir veginum og fjöðrunarbúnaður entist í minna en ár. Þolinmæði á þrotum vegna Djúpvegarins Skelfingarástand ríkir á hluta Djúpvegar á Ströndum að sögn kunnugra. Gríð- arleg rykmengun er frá veginum. Skemmdir bílar eru daglegt brauð, enda yfir- lagið af veginum horfið og holur og grjót hrista bíla sundur og saman. Kínverskur dómstóll dæmdi mann í lífstíðarfangelsi á miðvikudag fyrir að hafa tekið við sem svarar um 32 milljónum króna í mútur þegar hann þóttist vera blaðamaður eða ritstjóri opinbers dagblaðs Kommúnista- flokksins í Kína. Lágt settir embættismenn í útjaðri höfuðborgarinnar Peking borguðu Liu Yonghong sem sagðist myndu hjálpa þeim til metorða innan flokksins. Starfsmaður dagblaðsins sagði Liu aldrei hafa starfað hjá því. Hann fagnaði dómnum sem hann sagði sanngjarnan og nauðsynlegt væri að læra af. Þáði mútur sem blaðamaður „Ljósmæður á Landspítalanum segjast kvíða sumrinu,“ segir Guðlaug Einars- dóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá Landspítalanum er búist við um fimmtungi fleiri fæðingum í sumar en spáð var fyrir sumarið 2006. Fram hefur komið að nýútskrifað- ar ljósmæður neita að ráða sig til starfa vegna óánægju með launa- kjör. Hjúkrunarforstjóri spítalans og sviðsstjóri kvennadeildar sögðu í Fréttablaðinu í gær að brugðist yrði við fyrirsjáanlegri aukningu í fæðingum og að ekkert væri að ótt- ast, meðal annars myndu yfirmenn ganga í störf. Guðlaug er ekki eins bjartsýn. „Mönnunin er svo knöpp að ljós- mæðrum á Landspítalanum er gert að skerða sumarfrí sitt og yfir- mennirnir eru ekki svo margir að það skipti sköpum. Þess utan er rætt um að fæðingardeildinni í Keflavík verði lokað í fjórar vikur í júlí þannig að fæðingar þaðan færast til Reykjavíkur,“ segir Guð- laug. Að sögn Guðlaugar er hún nýkomin af Norrænu þingi ljós- mæðra í Helsinki: „Niðurstaða þingsins af rann- sóknum á öllum Norðurlöndunum og Bretlandi er að það skipti öllu máli að ljósmæður hafi næði og tíma til að sitja yfir konum í fæð- ingu. Ég sé ekki fram á að það verði hægt að sinna yfirsetu sem skyldi ef ljósmæður þurfa að hlaupa á milli kvenna í fæðingu.“ Ljósmæður kvíða sumrinu Fólki úr tannlækna- stétt og fjölmiðlum var boðið að fylgjast með tannlæknisaðgerð í Salnum í Kópavogi í gærkvöldi. Þetta er í fyrsta sinn sem slík aðgerð er gerð á Íslandi en tann- þeginn var tannlaus í efri gómi og settir voru sex tannplantar í hann og tennur festar strax á. Elín Sigurgeirsdóttir tannlæknir er í forsvari fyrir aðgerðina en Kaspar Hermansen tannlæknir gerði hana. „Myndatökumaður tók nærmynd af aðgerðinni og henni var varpað á stóran skjá uppi á sviði. Hingað til hafa tannplantar þurft að gróa í þrjá til sex mánuði áður en hægt hefur verið að festa tennurnar á,“ segir Elín. Hún telur sýningu aðgerðarinn- ar ekki brjóta í bága við reglur um auglýsingar heilbrigðisstétta. „Landlæknir og heilbrigðisráðu- neytið staðfestu við mig að okkur bæri skylda að fræða almenning um nýjungar í faginu,“ segir Elín. Sigurjón Bene- diktsson, formað- ur Tannlæknafé- lags Íslands, segir uppákomur sem þessar á mjög gráu svæði hvað varðar lof- orð um bata og lög um auglýsing- ar innan heil- brigðisstéttarinnar. „Mér finnst þetta jaðra við skrum. Í bæklingi sem fylgir þessu er sagt að aðgerðin sé endanleg lausn fyrir fólk en endanleg lausn er ekki til í lækningum. Enginn veit hvað gerist eftir tvo eða þrjá daga hjá sjúklingnum. Ég tel að kynningar sem þessar eigi að vera lokaðar öðrum en tannlæknastétt- inni,“ segir Sigurjón. Hann segir hæfni tannlæknisins ekki til umræðu heldur framsetn- inguna. Einnig gildi viss lög um auglýsingar heilbrigðisstétta og þar sé uppákoman á mjög gráu svæði. Uppákoman jaðrar við skrum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.