Fréttablaðið - 11.05.2007, Síða 8

Fréttablaðið - 11.05.2007, Síða 8
Í þessum kosningum getur fram- tíð Íslands verið undir í fleiri en einum skilningi. Í ráði er að reisa sex álver en ef þau verða í lág- marksstærð vegna krafna um hagkvæmni þyrfti til þess alla virkjanlega orku landsins, vænt- anlega á útsöluverði, með stór- felldum spjöllum á mesta verð- mæti landsins, náttúrunni. Hitt vekur líka ugg að nú sést hvernig öll álver landsins gætu komist í eigu eins fyrirtækis. Reynslan af hótunum Alcans við Hafnfirð- inga sýnir hvílíkt tak slíkt fyrir- tæki hefði á þjóðinni. Í þriðja lagi hringja allar bjöllur þegar byrjað er að selja orkuverin og þar með orku, sem hækkar hratt í verði. Það sýnir nauðsyn þess að staldra við og tryggja ævarandi og full yfirráð þjóðarinnar yfir auðlind- inni. Til þess að mynduð verði ríkis- stjórn undir forystu Sjálfstæðisflokksins að loknum kosningum verður flokkurinn að fá góða kosningu á morgun. Það er mikil- vægt að þeir kjósendur sem vilji slíka ríkisstjórn veiti Sjálfstæð- isflokknum atkvæði sitt. Fyrir liggur sú yfirlýsing stjórnarand- stöðuflokkanna að þeir ætli að mynda ríkisstjórn eftir kosning- ar, fái þeir tækifæri til, og ljóst er að atkvæði greidd þeim flokk- um eru atkvæði greidd slíkri rík- isstjórn. Undanfarin ár höfum við náð frábærum árangri. Atkvæði til Sjálfstæðisflokksins tryggir að þar verði áframhald á. Ein afleiðing stóriðjustefnunnar og hagstjórnarmistaka ríkis- stjórnarinnar er hið himinháa vaxtastig sem gerir auglýsingar Sjálfstæðisflokksins um efnahagslegan stöðugleika að léleg- um brandara. Stöðug- leiki ríkisstjórnarinn- ar lýsir sér best í hækkun stýrivaxta úr 5,3% í 14,25% á kjörtímabilinu. Verst er að herkostnaðinn bera skuldsett heimili landsins og almennt atvinnulíf en þessa reikninga er sem betur fer hægt að jafna með kjörseðlinum á morgun. Við í Vinstri grænum viljum snúa þessari þróun við þannig að hið almenna atvinnulíf blómstri og vaxtabyrði heimilanna minnki. Nú er framundan síðasti dagur kosningabaráttunnar. Kannanir sýna miklar sveiflur í fylgi stjórn- málaflokkanna. Við getum ekki leyft okkur að láta þær hafa of mikil áhrif á okkar störf. Það er kosningin á morgun sem skiptir máli. Við framsókn- armenn þurfum á öllu okkar að halda. Ef niðurstaðan verður sú sem kannanir gefa til kynna er ljóst að Framsóknarflokkurinn víkur úr ríkisstjórn að kosning- um loknum. Jafnvel þótt ríkis- stjórnin haldi meirihluta þing- sæta fer Framsóknarflokkurinn ekki í ríkisstjórn með útkomu í námunda við það sem kannanir dagsins sýna. Við þurfum því enn að bæta í, auka fylgi okkar og leggja okkur fram, allt þar til kjörstöðum lokar á morgun. Ég trúi því að ef við leggjum okkur öll fram muni uppskeran verða góð. Ég er sannfærð um að við Íslend- ingar höfum gríðarleg sóknarfæri á næstu árum. Fréttir dagsins um áhuga upplýsinga- tæknirisans Yahoo á því að setja upp net- þjónabú á Íslandi sýna þetta svart á hvítu. Þessi áhugi Yahoo stað- festir að við þurfum ekkert að óttast þó við hægjum á ferðinni í uppbyggingu stóriðju. Hin vist- væna orka Íslands á bara eftir að hækka í verði og við höfum nú gullið tækifæri til að koma á jafn- vægi í hagkerfinu, bæta umhverfi sprotafyrirtækja og búa í haginn fyrir jafnan og öruggan hagvöxt á komandi árum. Ég, sem þessi orð rita, hef varað við afleiðingum kvótakerfisins frá fyrstu tíð. Frjálslyndi flokk- urinn hafnar, enn sem fyrr, mein- gölluðu fiskveiði- stjórnunarkerfi. Stefnufesta okkar í málefnum aldraðra og öryrkja síðastliðin 7 ár um hátt frítekjumark, án skerðinga, ætti að vera öllum ljós. Þá hefur hækk- un skattleysismarka verið bar- áttumál flokksins mörg undan- farin ár. Sú barátta heldur áfram. Samgönguáherslur Frjálslynda flokksins eru að flýta Sunda- braut, tvöfalda Vesturlands- og Suðurlandsveg, flýta jarðganga- gerð og þverunum fjarða, leysa daglega umferðarhnúta á höfuð- borgarsvæðinu og hafa Reykja- víkurflugvöll áfram í Vatnsmýr- inni. Frjálslyndi flokkurinn vill halda landinu öllu í byggð, hann er traust verður. Kjósandi ! Við treystum á þinn stuðning. Hæstiréttur staðfesti í gær sjö ára fangelsisdóm yfir tveimur Litháum á fertugsaldri, Sarunas Budvytis og Virunas Kavalciukas, fyrir innflutning á tólf kílóum af sterku amfetamíni til landsins. Mennirnir voru handteknir á Seyðisfirði í júlí í fyrra eftir að átta eins og hálfs lítra plastflöskur full- ar af hvítu dufti fundust í eldsneyt- istanki bíls sem þeir fluttu með sér til landsins með ferjunni Norrænu. Í ljós kom að í flöskunum var afar sterkt amfetamín sem hægt hefði verið drýgja og fá úr því um þrjátíu kíló af amfetamíni af tuttugu pró- senta styrkleika til söludreifingar. Báðir mennirnir neituðu sök. Sarunas kvaðst hins vegar hafa verið fenginn til að flytja til landsins ótilgreint magn af hesta- sterum, sem faldir yrðu í bílnum, vitandi að hann hlyti aldrei nema í mesta lagi tveggja mánaða skil- orðsbundinn dóm yrði hann tek- inn. Af vitnisburði mannanna þótti ljóst að báðum hefði verið fullkunnugt um amfetamínið í bílnum. Mennirnir hafa báðir hlotið refsidóma í öðrum ríkjum. Frá dómnum dregst gæslu- varðhaldsvist frá 7. júlí í fyrra. Málið dæmdu Gunnlaugur Claessen, Garðar Gíslason, Hrafn Bragason, Ingibjörg Bene- diktsdóttir og Markús Sigur- björnsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.