Fréttablaðið - 11.05.2007, Síða 34
Á Heilsustofnun NLFÍ er ein-
göngu boðið upp á hollan mat.
Heilsustofnun NLFÍ hefur verið
starfrækt frá árinu 1955 og hefur
frá upphafi verið heilsuvernd-
ar-, endurhæfingar- og kennslu-
stofnun. Áhersla er lögð á fræðslu,
líkamsþjálfun, slökun, hvíld og
neyslu holls fæðis, til að stuðla að
heilsusamlegu líferni, og er áætlað
að um 2.000 manns dvelji á Heilsu-
stofnuninni ár hvert.
Dvalargestum stendur fjöl-
breytt þjónusta til boða og hvort
sem þeir dvelja í skemmri eða
lengri tíma fá þeir fullt fæði.
Áhersla er lögð á grænmæti, fisk-
rétti og boðið upp á heilsute með
matnum, gert úr íslenskum lækn-
ingajurtum.
Jónas Björgvin Ólafsson, yfir-
kokkur staðarins, var svo vænn að
elda pitsu fyrir lesendur Frétta-
blaðsins og eftirláta þeim upp-
skriftina, til að gefa sýnishorn af
þeim réttum sem þar eru á boð-
stólum.
„Mér fannst alveg kjörið að búa
til grænmetispitsu fyrir lesendur,
þar sem stefnan er að bjóða upp á
grænmetis- og fiskrétti,“ útskýrir
Jónas. „Grænmetispitsan er mjög
bragðgóð og að sama skapi vin-
sæl, ekki síður en holl, enda er
hráefnið valið af mikilli kostgæfni
og sósan sérlöguð á staðnum. Til
marks um hollustuna er heil-
hveiti notað í deigið. Heilsustofn-
unin hefur það fyrir reglu að nota
aldrei hvítt hveiti í matargerð-
ina. Hér er nefnilega litið á elda-
mennskuna sem hluta af meðferð-
inni.“
Maturinn er hluti meðferðar
uppskrift
- leggur heiminn
að vörum þér
Kaffið frá Ricardo Rosales er aftur komið til
okkar. Eins og í fyrra er þetta kaffi ljúft og
hunangsmjúkt með ávæning af kakói og kryddi.
Fæst í öllum helstu matvöruverslunum og á
kaffihúsum Kaffitárs:
H
2
hö
nn
un
NY UPPSKERA!
-Kringlunni
-Bankastræti
-Þjóðminjasafni
-Listasafni Íslands
-Reykjanesbæ
-Flugstöð Leifs Eiríkssonar