Fréttablaðið - 11.05.2007, Page 35
Ellert B. Schram, frambjóð-
andi Samfylkingarinnar, keypti
heimahaga sína fyrir tíu árum.
Hann komst ungur að því að
fimm punda föt eru ekki fimm
punda virði.
Ellert er fæddur í Vesturbænum
og sleit barnsskónum í Sörla-
skjólinu. Þegar hann flutti að
heiman og hóf eigin búskap bjó
hann á ýmsum stöðum þangað til
tækifærið bauðst að kaupa gömlu
heimahagana. „Það var fyrir tíu
árum að ég gerði mín bestu kaup,“
segir Ellert. „Þá bauðst mér að
kaupa gömlu átthagana og auð-
vitað sló ég til. Þar bý ég nú með
fjölskyldu minni og líkar vel.“
Verstu kaup Ellerts eru öllu
minni í sniðum en íbúðarkaup.
Þau áttu sér stað á Írlandi er Egg-
ert var ungur og óreyndur knatt-
spyrnumaður. „Ég var rétt rúm-
lega tvítugur í keppnisferðalagi
í Dublin. Við strákarnir vorum
að spígspora á aðalgötu borg-
arinnar og þar sá ég stillt upp í
búðarglugga þessum forláta fínu
fötum,“ segir Ellert. „Þau kost-
uðu ekki nema fimm pund. Ég sá
að þetta voru reyfarakaup svo ég
keypti mér þau og hugsaði mér
gott til glóðarinnar.“
Ekki er allt gull sem glóir og
því fékk Ellert að kynnast er
hann fór út um kvöldið. Strák-
arnir fóru á veitingahús og þegar
Ellert settist niður fann hann og
heyrði hvernig rasssaumurinn
sprettist upp. „Það rifnaði allt frá
og ég þurfti að labba afturábak út
úr veitingastaðnum. Það var hálf
hallærisleg útganga,“ segir Ell-
ert og hlær. „Ég held örugglega
að einhver hafi séð þetta og hleg-
ið í laumi og þó svo ég geti hleg-
ið að þessu núna fannst mér þetta
mjög neyðarlegt þá.“
Kominn heim
í foreldrahúsin
REYKJAVÍK:
Smáralind
Kringlan
Bankastræti 5
Faxafen 12
GARÐABÆR:
Miðhraun 11
AKUREYRI:
Glerárgata 32
Þetta e
barnaf
vatnsh
Þetta b
sem v
Verð:
Jakki
Buxur
Hin sívinsæla Rán
er komin í sumarútgáfu
Við kynnum Rán Light, léttan barnafatnað sem
er vatnsheldur, ófóðraður og andar vel.
Rán light byggir á Rán fatnaðinum sem
var metsöluvara hjá okkur í vetur.
Verð:
Jakki 5.500
Buxur 3.700
Fæst í gráu,
appelsínugulu
og svörtu.