Fréttablaðið - 11.05.2007, Page 46

Fréttablaðið - 11.05.2007, Page 46
hús&heimili Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar, Skaftahlíð 25, 105 Reykjavík, sími: 550-5000 Ritstjórar: Kristín Eva Þórhallsdóttir kristineva@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is. Auglýs- ingar: Anna Elínborg Gunnarsdóttir, 550-5806, aeg@365.is Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is. Forsíðumynd: Gunnar V. Andrésson tók þessa mynd af Guðlaugu Hall- dórsdóttur í versluninni Þremur hæðum. PÚÐAR MEÐ HANDFANGI nýtast vel við ýmis tækifæri. Nú þegar sólin hækkar á lofti fjölgar tækifærunum til að sitja úti hvort sem er í garðinum eða í náttúrunni. Gott er að geta kippt með sér púða í útilegu eða nestisferð. Við sömu tækifæri er gott að hafa með sér teppi og ekki er verra ef þetta er allt saman fal- legt. Púðarnir henta einnig fyrir börnin sem oft vilja heldur sitja á gólfinu fyrir framan sjónvarpið. Þá getur verið fínt að tilla boss- anum á fallegan kodda. Púðinn og teppið hér á myndinni fást í Tekk Company. Púðinn kostar 1.150 og teppið 2.700 krónur. sumar í sinni „Fyrsta íbúðin mín var á efstu hæð á horni Njálsgötu og Barónsstígs, með frábært útsýni yfir Esjuna og sundin blá,“ rifjar markmaðurinn Kjartan Sturluson upp. „Ætli hún hafi ekki verið á bilinu 50 til 60 fer- metra stór. Ég hafði áður búið í Ár- bæjarhverfi hjá foreldrum mínum, þar sem ég ólst upp, og man hvað því fylgdi frábær tilfinning að flytja í miðbæinn. Það var svo mikið frelsi að sleppa úr sveitinni.“ Ekki dró úr frelsistilfinningunni þegar Kjartan fór í framhaldsnám í viðskiptafræði til Mílanó á Ítalíu. „Þar fyrst hófust ævintýrin þegar ég flutti í íbúð á efstu hæð í þröngri götu í borginni. Vegna þrengsla var stutt yfir í húsið á móti og þar af leiðandi komst maður ekki hjá því að sjá hvað nágrannarnir voru að bralla. Þetta var alveg eins og að vera í bíói. Í einni íbúðinni lærði strákur alla daga. Í annarri átti kona heima sem fór aldrei úr nátt- sloppnum og átti rosalega undir- okaðan mann, sem þorði ekki að reykja öðruvísi en út um gluggann. Þarna bjó líka ungt par sem átti von á barni og eignaðist það á meðan ég var úti. Svo var maður sem klædd- ist gullkeðjum og var alltaf á nær- buxunum. Hann fékk stöðugt nýja gesti í heimsókn og ég hafði á til- finningunni að hann hlyti að vera mafíósi. Síðan var kona sem fékk engan í heimsókn og gerði ekki annað en að skrifa.“ Eftir dvölina úti fór Kjartan heim til Íslands. Hann sneri aftur til Míl- anó einu og hálfu ári síðar og lenti þá í sömu íbúð, sem bróðir hans hafði tekið á leigu. „Það var ótrú- lega skrýtið að snúa aftur. Það var engu líkara en tíminn hefði staðið í stað. Einu sjáanlegu breytingarnar voru að barn parsins hafði stækkað og konan skipt um náttslopp. End- urkoman minnti mig á sjónvarps- þættina Glæstar vonir. Maður getur sleppt að horfa á þá í lengri tíma án þess að missa af einhverju merki- legu. Kannski er líf fólks þannig í hnotskurn.“ roald@frettabladid.is Eins og í Glæstum vonum Kjartan Sturluson, markmaður Vals í fótbolta, hefur átt miklu láni að fagna með íbúðaval. Til marks um það hefur hann tvisvar búið í húsnæði með besta útsýni í bænum. Kjartan Sturluson bendir hér á fyrstu íbúðina sína á horni Njálsgötu og Barónstígs, þar sem frábært útsýni er yfir Esjuna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM BLÓM Á VASA Blómavasi úr vorlínu Lene Bjerre. Fallega mótuð dalía úr postulíni prýð- ir vasann úr Messina línunni. Í sömu línu má fá skálar í mörg- um stærðum ásamt bökkum. Vasinn fæst hjá Lene Bjerre á 2.100 krónur. VALDÍS HARRYSDÓTTIR listakona hannaði þetta fallega tannstönglahús í japönskum stíl. Ofan á því trónir fugl mótaður eftir hinni japönsku origami-list. Tann- stönglahúsið fæst í Kirsuberjatrénu á 2.500 krónur. Hér sannast það að list getur einnig verið nytsamleg. 11. MAÍ 2007 FÖSTUDAGUR2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.