Fréttablaðið - 11.05.2007, Page 46
hús&heimili
Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar, Skaftahlíð 25, 105 Reykjavík, sími: 550-5000 Ritstjórar: Kristín
Eva Þórhallsdóttir kristineva@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is. Auglýs-
ingar: Anna Elínborg Gunnarsdóttir, 550-5806, aeg@365.is Útlitshönnuður: Kristín Agnarsdóttir
kristina@frettabladid.is. Forsíðumynd: Gunnar V. Andrésson tók þessa mynd af Guðlaugu Hall-
dórsdóttur í versluninni Þremur hæðum.
PÚÐAR MEÐ HANDFANGI nýtast vel við ýmis tækifæri.
Nú þegar sólin hækkar á lofti fjölgar tækifærunum til að sitja úti
hvort sem er í garðinum eða í náttúrunni. Gott er að geta kippt
með sér púða í útilegu eða nestisferð. Við sömu tækifæri er gott
að hafa með sér teppi og ekki er verra ef þetta er allt saman fal-
legt. Púðarnir henta einnig fyrir börnin sem oft vilja heldur sitja
á gólfinu fyrir framan sjónvarpið. Þá getur verið fínt að tilla boss-
anum á fallegan kodda. Púðinn og teppið hér á myndinni fást í
Tekk Company. Púðinn kostar 1.150 og teppið 2.700 krónur.
sumar í sinni
„Fyrsta íbúðin mín var á efstu hæð
á horni Njálsgötu og Barónsstígs,
með frábært útsýni yfir Esjuna og
sundin blá,“ rifjar markmaðurinn
Kjartan Sturluson upp. „Ætli hún
hafi ekki verið á bilinu 50 til 60 fer-
metra stór. Ég hafði áður búið í Ár-
bæjarhverfi hjá foreldrum mínum,
þar sem ég ólst upp, og man hvað
því fylgdi frábær tilfinning að flytja
í miðbæinn. Það var svo mikið frelsi
að sleppa úr sveitinni.“
Ekki dró úr frelsistilfinningunni
þegar Kjartan fór í framhaldsnám
í viðskiptafræði til Mílanó á Ítalíu.
„Þar fyrst hófust ævintýrin þegar
ég flutti í íbúð á efstu hæð í þröngri
götu í borginni. Vegna þrengsla var
stutt yfir í húsið á móti og þar af
leiðandi komst maður ekki hjá því
að sjá hvað nágrannarnir voru að
bralla. Þetta var alveg eins og að
vera í bíói. Í einni íbúðinni lærði
strákur alla daga. Í annarri átti
kona heima sem fór aldrei úr nátt-
sloppnum og átti rosalega undir-
okaðan mann, sem þorði ekki að
reykja öðruvísi en út um gluggann.
Þarna bjó líka ungt par sem átti von
á barni og eignaðist það á meðan ég
var úti. Svo var maður sem klædd-
ist gullkeðjum og var alltaf á nær-
buxunum. Hann fékk stöðugt nýja
gesti í heimsókn og ég hafði á til-
finningunni að hann hlyti að vera
mafíósi. Síðan var kona sem fékk
engan í heimsókn og gerði ekki
annað en að skrifa.“
Eftir dvölina úti fór Kjartan heim
til Íslands. Hann sneri aftur til Míl-
anó einu og hálfu ári síðar og lenti
þá í sömu íbúð, sem bróðir hans
hafði tekið á leigu. „Það var ótrú-
lega skrýtið að snúa aftur. Það var
engu líkara en tíminn hefði staðið í
stað. Einu sjáanlegu breytingarnar
voru að barn parsins hafði stækkað
og konan skipt um náttslopp. End-
urkoman minnti mig á sjónvarps-
þættina Glæstar vonir. Maður getur
sleppt að horfa á þá í lengri tíma án
þess að missa af einhverju merki-
legu. Kannski er líf fólks þannig í
hnotskurn.“ roald@frettabladid.is
Eins og í Glæstum vonum
Kjartan Sturluson, markmaður Vals í fótbolta, hefur átt miklu láni að fagna með íbúðaval.
Til marks um það hefur hann tvisvar búið í húsnæði með besta útsýni í bænum.
Kjartan Sturluson bendir hér á fyrstu íbúðina sína á horni Njálsgötu og Barónstígs,
þar sem frábært útsýni er yfir Esjuna. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
BLÓM Á VASA Blómavasi
úr vorlínu Lene Bjerre. Fallega
mótuð dalía úr postulíni prýð-
ir vasann úr Messina línunni. Í
sömu línu má fá skálar í mörg-
um stærðum ásamt bökkum.
Vasinn fæst hjá Lene Bjerre á
2.100 krónur.
VALDÍS HARRYSDÓTTIR listakona hannaði þetta
fallega tannstönglahús í japönskum stíl. Ofan á því trónir
fugl mótaður eftir hinni japönsku origami-list. Tann-
stönglahúsið fæst í Kirsuberjatrénu á 2.500 krónur. Hér
sannast það að list getur einnig verið nytsamleg.
11. MAÍ 2007 FÖSTUDAGUR2