Fréttablaðið - 11.05.2007, Page 52
hús&heimili
1. Vorboðinn eftir Guðnýju Benediktsdóttur. Þröstur á grein
vekur söknuð og heimþrá en þrastarútlínurnar eiga að ramma
inn söknuðinn eftir stúlkunni.
2. Dagdraumur eftir Sigrúnu Kelleher. Verkið er úr silki og
sýnir Jónas á strönd þar sem hann horfir á öldurnar og biður
þær fyrir kveðju heim, sérstaklega til stúlkunnar sinnar.
3. Hugsað heim eftir Svövu K. Egilsson. Svava var undir
áhrifum frá ljóðinu og lestri á ævisögu Jónasar. Frá Kaup-
mannahöfn hugsaði Jónas alltaf mikið heim til Íslands.
Hann rannsakaði náttúru landsins, rúnaletur o.fl. og
gerði margar skissur sem unnið er með í verkinu.
4. Vorboðinn eftir Petru Gísladóttur. Petra fékk hug-
myndina að verkinu úr ljóði Jónasar, Ég bið að heilsa.
Henni þykir ljóðið hugljúft og fallegt og minnir hana
ávallt á vorið.
5. Í sumardal eftir Lilju Huld Sævars. Við lestur ljóðsins fór
Lilja í hugarferð um fornar slóðir og fallega náttúru Öxna-
dalsins.
6. Með rauðan skúf heitir þetta verk eftir þau Dagbjörtu
Guðmundsdóttur og Ebenezer Bárðar-
son. Þau vísa til fæðingarstaðar
skáldsins með ljóðrænni myndbygg-
ingu út frá ljóðinu um fegurð lands-
ins. Hann er fjarri stúlkunni sem
hann unnir en sendir kveðju með
fuglinum um loftin blá í þeirri
von að hún skynji hug hans.
7. Ég bið að heilsa. Þetta teppi
er saumað úr frímerkjum en
saumakonurnar eru þær Jón-
borg Sigurðardóttir og Her-
borg Árnadóttir. Hugmynd-
in er fengin frá bréfaskrif-
um Jónasar.
Bútunum raðað saman
Í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Jónasar Hallgrímssonar verður opnuð sýning á búta-
saumsverkum á morgun, laugardag, kl. 15.00. Verkin eru tólf og taka þátt í keppni um
besta verkið. Sýningin er haldin í samstarfi við Íslenska bútasaumsfélagið. Hér er sýnis-
horn af þeim fjölbreyttu verkum sem verða til sýnis í Gerðubergi til 9. september.
21
3
6
4
7
5
TOPLINE
gluggar og hurðir
DANLINE gluggar
Hafðu samband og við ráðleggjum þér
Gluggar Sólhýsi
Hurðir Svalalokanir
Einangrunargler - Öryggisgler - Speglar
Frábær lausn í bæði
gamalt og nýtt:
Einbýlið, fjölbýlið, sumarhúsið
eða hvar þar sem fegurð
og gæði njóta sín
Ægisbraut 30 300 Akranes Sími: 431 2028 Fax: 431 3828
Netfang: glerhollin@glerhollin.is Heimasíða: www.glerhollin.is
11. MAÍ 2007 FÖSTUDAGUR8