Fréttablaðið - 11.05.2007, Side 74

Fréttablaðið - 11.05.2007, Side 74
Ég er eindregið þeirrar skoðunar, að æskilegt sé að fá félagshyggju- stjórn eftir langvarandi stjórnar- tímabil íhalds og framsóknar. Falli stjórnin mun stjórnarandstaðan, Kaffibandalagið, ræða saman um stjórnarmyndun. Ég tel að það verði ekki vandamál fyrir stjórn- arandstöðuna að ná samkomu- lagi um málefni. Meira vandamál verður að meta hvað telst hæfileg- ur meirihluti fyrir félagshyggju- stjórn. Ég hygg þó, að menn muni tefla á tæpt vað í því efni. Skoðanakannanir hafa sýnt Sjálfstæðisflokkinn með fylgi á bilinu 37-42%. Reynslan hefur hins vegar leitt í ljós, að Sjálfstæð- isflokkurinn hefur yfirleitt fengið minna fylgi í kosningum en í skoð- anakönnunum. Ég hygg, að það verði eins nú. Ég spái Sjálfstæð- isflokknum 37% fylgi. Framsókn fékk í síðustu kosningum meira fylgi en í skoðanakönnunum fyrir þær kosningar. Ég er ekki viss um, að það gerist nú. Ég spái því, að Framsókn fái 10-12% fylgi.Ef þessi spá geng- ur eftir að því er varðar stjórnar- flokkana held- ur stjórnin ekki velli , ekki nema mörg atkvæði detti dauð niður. Skoðanakannan- ir hafa sýnt Samfylkinguna með mjög breytilegt fylgi en hún hefur verið að sækja í sig veðrið eftir því sem nær hefur dregið kosn- ingum. Þegar vika var til kosninga sýndi Fréttablaðið Samfylkinguna með 24% atkvæða. En atkvæða- magn Samfylkingarinnar í ein- stökum kjördæmum hefur reynst mun meira samkvæmt könnunum, t.d. tæp 30% í Kraganum og 28% í Suðurkjördæmi. Ég spái því, að Samfylkingin fái 26-28%. Fylgi VG hefur einnig rokkað mikið í skoðanakönnunum. Í síðustu könn- unum hefur VG verið með fylgi undir 20% . Ég spái því, að VG fái 20%. Frjálslyndir hafa átt á bratt- ann að sækja. Ég spái þeim 7-8%. Þeir fá þingmenn en ekki Íslands- hreyfingin. Þegar kosningabaráttan hófst töldu margir að kosningarnar mundu snúast um umhverfismál- in. En svo er ekki. Kosningarn- ar snúast fyrst og fremst um vel- ferðarmálin, málefni aldraðra og öryrkja, málefni barna og geðfatl- aðra og heilbrigðismálin. Nátengd þessum málum eru kjaramál og skattamál. Misskipting og ójöfn- uður hefur aukist mikið á stjórn- arferli íhalds og framsóknar. Sam- fylkingin vill snúa þróuninni við og auka á ný jöfnuð í þjóðfélaginu. Samfylkingin vill bæta kjör aldr- aðra og öryrkja verulega. Hún vill endurreisa velferðarkerfið, sem hefur drabbast niður í tíð íhalds og framsóknar. Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að ráða alltof lengi í íslensku þjóð- félagi. Flokkurinn hefur ekki að- eins viljað ráða í pólitíkinni heldur einnig í viðskiptalífinu. Flokkur- inn hefur vilja skipta viðskipta- aðilum í lið, þá sem eru þóknan- legir og þá sem ekki hljóta náð fyrir augliti Flokksins. Slíkt geng- ur ekki í nútíma þjóðfélagi. Það er kominn tími til að Bláa höndin fái hvíld. Höfundur er frambjóðandi Sam- fylkingarinnar. Þurfum að fá félagshyggjustjórn Hingað til er það aðeins nafn-ið sem þeir skreyta sig með, af því að það er það vinsælasta í dag. Það hefur blekkt margt um- hverfissinnað fólk sem hefur hald- ið að flokkurinn vilji vinna að því að gera gráu eyðimörkina, landið okkar, grænt á ný. Ekki hefur heyrst orð frá þeim um uppblásturinn sem er að fara með leifarnar af náttúrulegu gróð- urþekjunni sem einu sinni þakti landið skógi og blómjurtum. Rán- yrkjuna þarf að stöðva, það er á elleftu stundu. Þeir sjá bara, eins og hinir, stöðvun framkvæmda við álver og virkjanir og skáka í því skjóli að kjósendur haldi að með því séu þeir að bjarga vistkerfi landsins. Sannleikurinn er sá að álver með nútíma tækni menga stöðugt minna, og skapa störf og tekjur í ríkissjóð, á meðan meng- un úr niðurníddu gróðurlendinu okkar skilar meiri mengun út í andrúmsloftið en allur skipaflot- inn. Enginn af stjórnmálaflokkunum hefur enn þá haft kjark til að taka á þessu stærsta vandamáli þjóðar- innar, rányrkjubúskapnum á land- inu, af ótta við að missa atkvæði þeirra bænda sem vildu ekki breyta sínum miðalda búskap- arháttum í nútíma horf á meðan einhverjar gróðurtutlur finnast á stórskemmdum upprekstrarlönd- um. Þó væru mörg hver algerlega örfoka ef landgræðslan, á kostn- að skattborgaranna, væri ekki stöðugt að reyna að verja þau. Ég minni hér helst á Vinstri „græna“ af því að þeir eru að blekkja fólk með þessu græna nafni. Í Vel- vakanda fyrir skömmu skrif- ar Baldvin Atla- son, garðyrkju- fræðingur, að enn megi heyra „æpandi þögn“ Vinstri grænna um uppblástur- inn á landinu. Og hvað með Fram- tíðarlandið? Ætla þeir að græða upp þessa stóru gráu eyðimörk? Ekki orð um uppgræðslu frá þeim, græn framtíð á víst að koma með stöðvun virkjana. Enn er ef til vill von um að Íslandsflokkurinn taki málið upp á sína arma. Erum við orðin eitthvað rugl- uð af öllum þessum tilfinninga- þrungna áróðursæsingi gegn Kárahnjúkavirkjun að við sjáum ekki að hún er lítið mál miðað við stóra vandamálið: gróðureyðing- una sem skilar framtíðinni örfoka landi þrátt fyrir örvæntingar- fulla baráttu Landgræðslunnar. Ef ekki finnst „hetja“ eða hetjur sem segja: „hingað og ekki lengra“ nú gerum við eins og Nýsjálendingj- ar gerðu fyrir hálfri öld þegar þeir sáu að þeir voru að stórskaða gróð- ur landsins. Þeir fækkuðu skepn- unum um helming og settu rest- ina í girðingar. Ræktuðu síðan upp landið. Nú er það orðið fyrirmynd annarra þjóða sem eiga við þetta vandamál að stríða, nema ekki okkar fyrirmynd, við erum föst í fortíðinni eins og þjóð í álögum. Það kom hingað náttúrufræðing- ur frá Nýja-Sjálandi fyrir nokkr- um árum. Hann var undrandi yfir landskemmdunum hérna og gat ekki skilið hvers vegna væri ekki brugðist við. Það ætti að vera auð- velt hjá svona fámennri þjóð. Það er ótrúlegt hvað fólk er almennt grunlaust um sorglegt ástand landsins. Getur verið að það sé ekki á dagskrá í skólakerfinu frek- ar en í allri umræðu um umhverf- ismál, sem eru þó mikið í tísku en heita bara framkvæmdir, mengun og átroðningur ferðamanna. Á sjálfan grunnvandann er ekki minnst, ekki einu sinni af mennt- uðu fólki í umhverfismálum. Búum við í þvílíku valdaþjóðfé- lagi að fólk í opinberum stöðum sé stöðugt hrætt um að vera fjarlægt, ef það er ekki á línu yfirvalda? Ég hef því miður orðið vitni að því. Kjósendur í vor, ég skora á ykkur að gefa þeim flokki atkvæði ykkar sem lofar að vinna að friðun og uppgræðslu landsins svo hér verði búandi fyrir afkomendur okkar, og við verðum ekki til að- hlægis öðrum þjóðum fyrir að láta skepnur éta undan okkur landið. Höfundur er leikkona og fyrrv. form. Lífs og lands. Eru Vinstri grænir „grænir“? Stærra svindl en olíusamráðið Fréttaskýringaþátt-urinn Kompás fletti ofan af milljarðasvindli í sjávarútvegi en um er að ræða miklu stærra mál en olíusamráðssvindlið sem teygði sig inn í innstu raðir núverandi stjórnarflokka. Í þættinum viðurkenndi fiskistofu- stjóri að um milljarðasvindl væri að ræða árlega. Þessar fréttir eru ekki nýjar fyrir okkur í Frjáls- lynda flokknum enda höfum við ítrekað bent á að í kvótakerfinu væri innbyggður hvati til svindls, brottkasts og byggðaeyðingar. Kerfið hefur þar að auki snúist upp í andhverfu sína þar sem það átti að „byggja upp“ fiskistofna og tryggja byggð í landinu. Færeyska fiskveiðistjórnunar- kerfið er laust við svindl og sóun sem fylgir kvótakerfum nær undantekningarlaust alls staðar þar sem það hefur verið reynt. Færey- ingar reyndu þar kvóta- kerfi að íslenskri fyrir- mynd og þá komu upp ná- kvæmlega sömu vandamál, þ.e. brottkast og svindl, og við erum búin að glíma við árum saman, vandamál sem eru fylgifiskur kvótakerf- isins í sjávarútvegi. Hér hefur verið farin sú leið að þagga niður umræðu og dæma menn, sem við- urkenna það sem flestir stunda, til hárra sektargreiðslna. Svarið við þessu svindli sem kostar þjóðarbúið marga millj- arða króna árlega er ekki að auka eftirlit og herða refsingar, heldur koma á kerfi þar sem enginn eða lítill hvati er til þess að svindla. Kompás á þökk skilda fyrir um- fjöllunina en ég hef lengi furðað mig á þögn íslenskra fjölmiðla um svindlið sem er miklu mun stærra en olíusamráðssvindlið og hefur örugglega skaðað íslenskt samfé- lag meira. Þögn RÚV og Morgun- blaðsins er tilkomin vegna þess að svindlið teygir sig inn í íslenskar valdablokkir. Íslendingar verða að fara að gera upp við sig hvort menn ætli að þora að ræða þessa hluti án þess að beita sleggjudómum og áróðri fyrir íslenska kvóta- kerfinu sem er á góðri leið með að hafa það af að lama atvinnu- líf sjávarbyggðanna. Það er stutt til Færeyja eins og við í Frjáls- lynda flokknum höfum oftsinn- is bent á og við eigum að vilja sjá möguleikana í því að breyta því sem hefur mistekist hér heima og læra af því sem er betur gert í öðrum löndum. Höfundur er þingmaður Frjáls- lynda flokksins. Allir hjartanlega velkomnir Fjölskylduguðsþjónusta Nemendur úr Tónlistarskóla Akureyrar leika á harmoniku og blokkflautu frá 10:45 í kirkjunni Barnakór og Æskulýðskór Glerárkirkju syngja undir stjórn Ástu Magnúsdóttur Geiri gleðigaur kemur í heimsókn og fuglinn Konni vill vita hvort hann sé trúður Grillaðar pylsur í boði kirkjunnar, trúður, hoppukastalar og fleira á útisvæði að lokinni guðsþjónustu. Myndasýning kirkjuskólans í safnaðarsal. Vorhátíð Glerárkirkju 13.maí. Kl.11:00 - 13:00
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.