Fréttablaðið - 11.05.2007, Side 82
Kl. 20.00
Dagrún Leifsdóttir sópransöng-
kona heldur burtfarartónleika
sína í Fríkirkjunni í Reykjavík.
Með henni leikur Gerrit Schuil á
píanó en einnig koma fram Stur-
laugur Jón Björnsson hornleikari
og Lilja Guðmundsdóttir sópran.
Heimsins stærstu listaverðlaun
Það er skammt stórra högga
á milli hjá Roni Horn: um
síðustu helgi opnaði hún
Vatnasafn í Stykkishólmi
ásamt alþjóðlegum hópi
styrktaraðila og í dag verð-
ur slegið upp hurðum á
stærstu yfirlitssýningu sem
til þessa hefur sést á Norð-
urlöndum á verkum hennar
sem hluti af Listahátíð og
verður hún uppi í sölum
Hafnarhúss til 19. ágúst.
Horn er orðin íslenskum listvin-
um vel kunnug. Hún hefur sýnt hér
áður og verið fyrirferðarmikil í um-
fjöllun um nýrri myndlist, einkum í
Morgunblaðinu. Ísland er stórt séð
eitt helsta viðfangsefni Horn. Hún
kallar sýninguna MY OZ og vitn-
ar þar til hinnar kunnu sögu Frank
Baum sem þekktust er í kvikmynda-
gerð sinni með Judy Garland, The
Wizard of Oz. Undralandið handan
regnbogans er í huga Horn Ísland.
Hún hefur verið hér staðbundinn
farfugl um árabil.
Á sýningunni í Listasafni Reykja-
víkur getur að líta nokkur stór-
verk sem hafa aflað henni alþjóð-
legrar viðurkenningar og athygli: í
einum salnum eru fimmtán myndir
úr röðinni Still water frá 1999 sem
eru straumköst og lygnur í ánni
Thames með innmerktum tilvitn-
unum í hugleiðingar listamanns-
ins, kröfuhart verk sem kallar á ná-
kvæman lestur og umhugsun áhorf-
andans. Þar er einnig hin kunna röð
64 ljósmynda af myndlistarkon-
unni Margréti Blöndal, You are the
Weather frá 1994-1995, röð manna-
mynda sem vekja stöðuga spurn og
sérkennilega nálægð. Vatn er fyrir-
ferðarmikið í verkum Horn og hug-
blær sem af því stafar, þau eru því
opin og kalla á umhugsun, íhugun
og ró.
Tveir risastórir glerskúlptúrar
eru á sýningunni auk hinnar merki-
legu skráningar hennar úr Sundhöll
Reykjavíkur Her, Her, Her and,
Her frá 2002 sem ætti hvergi heima
nema í fordyri Sundhallarinnar og
væri kjörin gjöf til hússins á sex-
tugsafmælinu.
Horn er fædd í Bandaríkjunum
1955 og stundaði nám í myndlist frá
Rhode Island School of Design og
síðar Yale. Hún býr í New York en
hefur sýnt verk sín um allan heim
og nýtur vaxandi virðingar fyrir
gerhugul verk sín sem spanna ýmis
form; bækur, innsetningar, þrívíð
verk, ljósmyndir. Hún kom fyrst til
Íslands um það leyti sem sýningar-
ferill hennar hófst og hefur unnið
markvisst með tiltekin þemu úr ís-
lenskri náttúru.
Sýning á borð við þessa setja
menn ekki saman nema með góðum
fyrirvara og margs konar aðstoð:
erlend söfn og gallerí lána verk til
hennar, Kaupþing er aðalstyrkt-
araðili hennar og Samskip lögðu
til flutning á verkunum. Ýmislegt
verður aðhafst á sýningartímanum
til að opna umræðu um verk Horn.
Á laugardag heldur Linda Norden
fyrirlestur um verk hennar í Hafn-
arhúsi kl. 14.
Sýningarskráin sem gefin er út í
tilefni af sýningunni er falleg bók
og unnin af metnaði sem jafnast á
við það besta hjá stærri þjóðum og
ríkari söfnum en Listasafni Reykja-
víkur. Þar er stærsta greinin um-
fjöllun Fríðu Bjarkar Ingvarsdóttur
bókmenntafræðings um verk Horn
en þær eru góðar vinkonur og hefur
Fríða verið óþreytandi að afla Horn
brautargengi hér á landi. Þá er í rit-
inu ræða Horn frá útskrift nem-
enda Listaháskólans en sú ádrepa
er merkileg áminning íslenskum
þegnum í landi sem er undur, eins
og Horn sýnir víða í verkum sínum.
Níu nemendur í fatahönnunar-
deild Listaháskóla Íslands sýna
útskriftarverkefni sín á tísku-
sýningu í Gvendarbrunnum í
kvöld. Hver nemandi sýnir sex
alklæðnaði, sem hann hefur
unnið að undanfarna þrjá mán-
uði.
Ráðherrar iðnaðar- og mennta-
mála verða viðstaddir sýning-
una ásamt öðru íslensku áhrifa-
fólki. Einnig verða viðstaddir tíu
erlendir blaðamenn sem koma
hingað sérstaklega frá París í
þeim tilgangi að sjá og fjalla um
sýninguna í tímaritum á borð við
franska ELLE og Vogue.
Fatahönnunardeild Listahá-
skóla Íslands er metnaðarfull
deild sem hefur verið að vinna
að kynningu deildarinnar erlend-
is. Sýningin hefst stundvíslega
kl. 20 en gestum er ráðlagt að
mæta tímanlega upp í Heiðmörk
en komast má að svæðinu með
því að beygja til vinstri skömmu
áður en komið er að Rauðhólum.
Hönnuðir framtíðar
Sjá upplýsingar um opnunartíma sýninga
á www.gerduberg.is - s. 575 7700
GERÐUBERG
www.gerduberg.is
Verið velkomin á opnun þriggja sýninga
laugardaginn 12. maí kl. 15
Ég bið að heilsa
Sýning á bútasaumsverkum í tilefni af 200 ára
fæðingarafmæli Jónasar Hallgrímssonar.
Veitt verða verðlaun fyrir besta verkið í samkeppni
sem haldin er í þessu tilefni.
Heitt og kalt
Ferðatöskusýning Evrópusamtaka bútasaumsfélaga
Sýnd verða 17 teppi frá jafnmörgum löndum
Sýningarnar eru settar upp í samstarfi við Íslenska
bútasaumsfélagið
Kynnið ykkur dagskrá aðalfundar og
námskeiðshald um helgina á vegum Íslenska
bútasaumsfélagsins á www.gerduberg.is
Erró - Kvenfólk
Sýning á verkum í eigu Listasafns Reykjavíkur
Af hjartans list!
Alþýðulistamaðurinn Ágúst Jónsson sýnir málverk
í Boganum
Vissir þú...
af góðri aðstöðu fyrir ráðstefnur veislur,
námskeið, fundi o.fl.
Nánar á www.gerduberg.is
..............
Stórdansleikur
Í kvöld
Mango Grill Stórhöfða 17
(Gamli Klúbburinn)