Fréttablaðið - 11.05.2007, Page 89
Í rúm fjögur ár mátti ég að ósekju sitja á sakamannabekk í Baugs-
málinu svokallaða vegna óvæginna og ranglátra aðgerða Haraldar
Jóhannessens, ríkislögreglustjóra, Jóns H. B. Snorrasonar, saksókn-
ara, og síðast Sigurðar T. Magnússonar, sem var settur í starf Jóns
H. B. Snorrasonar eftir að hann var gerður afturreka með málatil-
búnað sinn haustið 2005. Nafn mitt var hreinsað með sýknudómi
Hæstaréttar Íslands í janúar á þessu ári.
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur í ræðu og riti
varið embættisafglöp þessara manna og hvatt þá til dáða leynt og
ljóst. Fram hefur komið í fjölmiðlum undanfarna daga að Björn
hyggist skipa Jón H. B. Snorrason í embætti ríkissaksóknara strax
að loknum kosningum. Embættisveitingar Björns hafa verið harð-
lega gagnrýndar á undanförnum árum. Nú keyrir um þverbak og
maður hlýtur að spyrja: Hvað skyldi Jón H. B. Snorrason eiginlega
hafa á Björn Bjarnason úr því hann hyggst skipa manninn í þetta
háa embætti þrátt fyrir allt hans klúður?
Sjálfur hef ég ávallt litið á mig sem sjálfstæðismann þó að ég hafi átt
bágt með að styðja flokkinn síðustu árin í stjórnartíð Davíðs Odds-
sonar. Ég veit að margir sjálfstæðismenn eru sama sinnis og ég í því
efni og eiga erfitt með að ákveða sig og þá ekki síst sjálfstæðismenn
í Reykjavíkurkjördæmi suður þar sem Björn Bjarnason situr í öðru
sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Aðeins eitt ráð er til. Merkið x við D
en strikið yfir siðleysið með því að strika yfir nafn Björns Bjarnason-
ar á listanum.
Strikið yfir siðleysið
- áskorun til sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi suður
Jóhannes Jónsson,
kaupmaður í Bónus og sjálfstæðismaður.
JÓHANNES JÓNSSON KOSTAR ÞESSA AUGLÝSINGU SJÁLFUR.