Fréttablaðið - 11.05.2007, Side 90

Fréttablaðið - 11.05.2007, Side 90
Bjóðum ykkur velkomin í nýjar sælkeraverslanir okkar að Búðakór 1 Kópavogi og Tjarnarvöllum 15 Hafnarfirði. Ný upplifun Kosningasteikin er smjörsprautuð nautasteik að hætti Ómars í Gallerí Kjöt. Nauta- og sjávarréttagrillsprjótin eru tilvalin í Eurovisionpartíin! Vi ð l e g g j u m m i k i n n m e t n a ð í a ð b j ó ð a þ é r a ð e i n s u p p á f y r s t a f l o k k s h rá e f n i o g t i l b ú n a ré t t i . E i n n i g b j ó ð u m v i ð u p p á ú r va l a f s ó s u m o g ö ð r u g æ ð a m e ð l æ t i . verslanir Fiskisögu verslanir Gallerí Kjöts Miðjarðarhafs skötuselur í tómat og basil Gísli Ásgeirsson þýðandi er helsti sérfræð- ingur Íslands í póker. Nú gefst áhorfendum Sýnar tækifæri á að fylgjast með gengi fimm Íslendinga sem tóku þátt í World Cup of Poker sem fram fór í Barcelóna fyrir nokkrum mánuðum. „Þetta var fínt,” segir Halldór Már Sverrisson póker- spilari með meiru. Og er ófáanlegur til að tjá sig nánar um hvernig upplifun það hafi verið að taka þátt í meiri háttar pókermóti. „Við skulum bara láta myndirnar tala sínu máli,“ segir hann. Halldór keppti, ásamt fjórum öðrum Íslendingum, fyrir hönd lands og þjóðar, í risastóru pókermóti sem fram fór í Barcelona fyrir nokkrum mánuðum, World Cup of Poker. Byrjað er að sýna frá þessu móti á Sýn en þar hafa þættir um póker notið mikilla vinsælda. Sem fara vaxandi. „Já, Sýn var að kaupa tvær pókerseríur sem verða keyrðar samtímis. World Cup of Poker og World Series of Poker. Þetta er alvöru póker þar sem spilað er upp á milljónir. Jafnvel Bjarni Ármanns væri þar eins og meðal jafningja,“ segir Gísli Ásgeirsson þýðandi en hann hefur fengist við að þýða og lýsa pókerþáttum sem hafa verið til sýninga á Sýn. World Cup mótið þar sem Íslendingarnir kepptu var einkar glæsilegt og var stjan- að við keppendur á glæsihót- elum þar sem þeir gistu. Auk Halldórs voru það Brynjar Valdimarsson, Þorkell Þórisson, Birg- ir Guðmundsson og Gústaf Björnsson sem spiluðu. Sannkallað pókeræði ríkir á Íslandi þó ekki fari það hátt og er spilað af miklum þrótti bæði í heimahúsum sem og á netinu. „Úti í löndum er póker ekkert feimnismál eins og hér heima,“ segir Gísli sem hefur lýst því opinberlega hversu lítt honum þykir til tvískinnungsins sem hér ríkir gagnvart casino-spilum. En það er efni í annað vers. Gísli vill ekkert gefa uppi um gengi Íslendinganna – að vonum. „Það kemur í ljós í þáttunum. Ég sé sérstaka ástæðu til að hrósa Birgi Guðmundssyni. Hann tók allt- af réttar ákvarðanir,“ segir Gísli. Svo er það spurning um heilladísirnar því þó póker sé vissulega spil sem menn eru missleipir í þá spilar lukkan þar inn í. The Ghost That Carried Us Away er fyrsta plata Seabear í fullri lengd, en áður hafði sveitin sent frá sér EP-plötuna Singing Arc. Seabear er í dag sex manna sveit, en Sindri Már Sigfússon telst vera forsprakki hennar – hann semur öll lögin og textana og syngur auk þess að spila á fjölmörg hljóð- færi. Tónlist Seabear er kántrískotið, rólegt og seiðandi indí-popp. Hún einkennist af melódískum laga- smíðum og hlýjum og hljómfögr- um útsetningum. Tónlist sveita eins og Slowblow, Skakkamanage, múm og Funerals kemur upp í hugann þegar maður hlustar á plötuna þó að Seabear líkist engri þessara sveita beinlínis. Lagasmíðarnar eru margar mjög flottar og söngurinn er fínn, en það sem gerir The Ghost That Carried Us Away jafn frábæra og raun ber vitni eru útsetningarnar. Það hefur verið nostrað við þessi lög. Kassagítar, píanó, fiðlur og klukkuspil setja sterkan svip á út- komuna, en ýmis önnur hljóðfæri eru notuð á mjög áhrifaríkan hátt í einstaka lögum, þ.á m. munn- harpa, banjó, horn og orgel. Og ekki má gleyma bakröddunum. Þær eru mjög vel heppn- aðar og lyfta lögum eins og Libraries, Hospital Bed, Owl Waltz upp á annað plan. Heild- arsvipur plötunnar er líka sterkur. Hún rennur vel í gegn og stemningin held- ur sér frá fyrsta lagi til þess síðasta þó að flestar sterkustu lagasmíðarnar séu á fyrri hluta plöt- unnar. Á heildina litið er The Ghost That Carried Us Away flott frumsmíð og heill- andi plata sem ætti að geta höfðað til nokkuð breiðs hóps poppá- hugamanna. Íslenska tónlistarárið 2007 hefur farið frábær- lega af stað. Þegar eru komnar út nokkrar plötur sem ættu að geta blandað sér í hóp bestu platna árs- ins í árslok. The Ghost That Carried Us Away er ein af þeim. Rólegt og seiðandi l.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.