Fréttablaðið - 11.05.2007, Page 94
Í sérflokki síðustu sumur
Nokkur óvissa er um
hvort hægt verði að spila hand-
bolta í tveimur deildum næsta
vetur. Til þess þurfa 14 félög að
skrá sig til leiks en ef aðeins 13 lið
tilkynna þátttöku verður að leika
í aðeins einni deild samkvæmt
lögum Handknattleikssambands-
ins. Eftir því sem Fréttablaðið
kemst næst er klárt að 12 lið boði
þátttöku sína en nokkur óvissa er
með önnur lið.
Víkingur og Fjölnir hafa slit-
ið samstarfi sínu en Víkingur
ætlar engu að síður að senda lið til
keppni rétt eins og Selfoss. Fylk-
ismenn funduðu um framhaldið á
miðvikudag og eru meiri líkur en
minni á að félagið tefli fram liði.
Það er þó ekki ákveðið. Forráða-
menn Hattar telja aðeins 10 pró-
sent líkur á að þeir verði næsta
vetur.
Ekki náðist í forráðamenn
Gróttu til að spyrja um framhald-
ið í gær.
Þá standa eftir svokölluð B-lið
félaganna en Haukar voru með
B-lið í 1. deild í vetur undir nafn-
inu Haukar 2. Forráðamenn ÍR
eru á meðal þeirra sem vilja sjá
eina deild enda telja þeir erfitt að
reka félagið af þeim metnaði sem
þeir vilja í 1. deildinni enda sér fé-
lagið fram á að missa sína bestu
menn fari svo að liðið leiki í næst-
efstu deild eins og staðan er í dag.
Björgvin Hólmgeirsson mun til
að mynda ekki taka ákvörðun um
framtíð sína fyrr en ljóst er hvort
leikið verði í einni eða tveim deild-
um.
ÍR-ingar hafa falið lögfræðing-
um að kanna réttmæti þess að lið 2
hjá félögum sé talið sem annað lið í
deildakeppni. Þeir vilja ekki sætta
sig við að það sé gert því þá geti
stærri liðin rúllað inn þátttökutil-
kynningum til HSÍ sem geri það að
verkum að spilað verði í tveimur
deildum.
Umsóknarfrestur rennur út 20.
maí næstkomandi. Ef 14 lið eða
fleiri skrá sig til leiks þá verður
spilað í tveimur deildum en ef ein-
hver liðanna ganga síðan úr skaft-
inu í sumar og fjöldi liða fer í 13 þá
verður leikið í einni deild. „Metn-
aður HSÍ liggur klárlega í því að
spila áfram í tveimur deildum,“
segir Einar Þorvarðarson, fram-
kvæmdastjóri sambandsins.
„Það mun taka tíma að byggja
upp sterkari deild og hugmyndin
að deildaskiptingunni var að auð-
velda nýjum liðum að koma inn.
Það skiptir öllu máli að okkar mati
að halda tveimur deildum gang-
andi en við gerum okkur grein
fyrir því að það fylgir ákveðinn
sársauki í fyrstu skrefunum. Von-
andi getum við haldið sextán liðum
áfram og svo fjölgað í kjölfarið,“
sagði Einar.
Það mun ráðast 20. maí næstkomandi hvort það verði ein eða tvær deildir í handboltanum á Íslandi.
Óvissa er með þáttöku nokkurra liða en fjarvera þeirra gæti gert það að verkum að aðeins væri leikið í
einni deild. Þáttaka 12 liða er örugg en 14 félög þarf svo hægt sé að spila í tveim deildum.
Gísli Gíslason, formaður
rekstrarstjórnar meistaraflokks
karla í ÍA, segir að einhver bið sé
enn á því að liðið verði styrkt með
erlendum leikmönnum. Guðjón
Þórðarson, þjálfari liðsins, hefur
leitað víða að nýjum leikmönnum
og fór meðal annars til Englands í
þeim tilgangi.
„Við erum vandlátir. Við viljum
styrkja liðið en ekki bara stækka
æfingahópinn,“ sagði Gísli við
Fréttablaðið í gær.
Enn bið eftir
nýjum mönnum
Einar Árni Jóhanns-
son þjálfari mun í dag, samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins, skrifa
undir samning um að taka að sér
þjálfun Breiðabliks. Liðið missti
af úrvalsdeildarsæti í vor en nú á
að blása í herlúðra í Kópavoginum
og koma liðinu á ný í hóp þeirra
bestu.
Pétur Hrafn Sigurðsson, for-
maður körfuknattleiksdeildar
Breiðabliks, staðfesti í gær að fé-
lagið ætti í viðræðum við Einar
Árna. „Þetta er ekki algerlega
klárt, það á eftir að hnýta alla
lausa enda,“ sagði Pétur.
Sjálfur vildi Einar Árni ekki
staðfesta þetta en hann sagði að
hann hefði þegar neitað öðrum
liðum.
„Ég sagði nei við Skallagrím á
mánudaginn og er ekki að fara að
þjálfa í úrvalsdeildinni. Það voru
þrjú önnur lið sem ég var að skoða,
þar af eitt kvennalið. En ég reikna
með því að þetta verði klárað á
morgun,“ sagði Einar Árni í gær.
Talið er að hann hafi einnig átt
í viðræðum við Hauka um að taka
að sér þjálfun karlaliðsins þar og
kvennaliðsins í Grindavík.
Pétur Hrafn segir að það yrði
mikill fengur í Einari Árna. „Já,
vissulega. Við yrðum mjög ánægð
að fá hann til okkar.“
Einar Árni semur við Blika í dag
Skrifað er um frammi-
stöðu Íslands á Evrópumóti U-17
landsliða í Belgíu og fer greinar-
höfundur lofsamlegum orðum um
íslenska liðið. Hann segir að þrátt
fyrir að íslenska liðið hafi ekkert
stig fengið í mótinu hafi það það
eitt að taka þátt verið mikið afrek
fyrir þessa litlu þjóð.
Ísland vann sér þátttökurétt í
úrslitakeppninni í Belgíu með því
að sigra í milliriðlakeppni sem
fór fram í Portúgal.
„Það er eftirtektarvert fyrir
hvaða unglingalandslið sem er að
ná jafntefli við Portúgal á útivelli
en enn athyglisverðara að sigra
núverandi titilhafa til að tryggja
sér sæti í úrslitunum.
Það er ótrúlegur árangur að
komast 6-0 yfir gegn núverandi
Evrópumeisturunum og ná svo
að landa 6-5 sigri fyrir hvaða þjóð
sem er, hvað þá þjóð með 300 þús-
und íbúa.“
Þá segir greinarhöfundur að
leikmenn eins og Kolbeinn Sig-
þórsson, Hólmar Örn Eyjólfsson
og Björn Jónsson hafi sýnt góða
takta í leikjum íslenska liðsins
sem og markverðirnir Vignir Jó-
hannesson og Arnar Darri Pét-
ursson.
Lúkas Kostic sagði í viðtali í
greininni að þessi reynsla myndi
verða íslenskri knattspyrnu-
hreyfingu dýrmæt. „Við munum
nú fara heim og ræða við félög-
in og þjálfarana. Við ætlum að
reyna að koma á fót sérstöku
verkefni og taka þátt í þessum
mótum aftur. Við erum sífellt að
læra og erum betri knattspyrnu-
þjóð eftir þessa keppni,“ sagði
Lúkas.
Eftirminnileg frammistaða Íslands í Belgíu
SMS
LEIKUR
V
in
n
in
g
ar
ve
rð
a
af
h
en
d
ir
h
já
B
T
Sm
ár
al
in
d
. K
ó
p
av
o
g
i.
M
eð
þ
ví
a
ð
t
ak
a
þ
át
t
er
tu
k
o
m
in
n
í
SM
S
kl
ú
b
b.
9
9
kr
/s
ke
yt
ið
.
SENDU SMS JA GTF
Á 1900 OG ÞÚ GÆTIR
UNNIÐ BÍÓMIÐA!
VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR,
DVD MYNDIR, TÖLVULEIKIR
OG MARGT FLEIRA!
9. HVER
VINNUR!
Frábær gamanmynd um strák og stelpu og stelpu og strák!
Frumsýnd 11. maí