Fréttablaðið - 11.05.2007, Page 97

Fréttablaðið - 11.05.2007, Page 97
 Birgir Leifur Hafþórsson hóf í gær keppni á opna Valle Romano-mótinu í Andalúsíu á Spáni. Hann lauk deginum á einu höggi yfir pari og situr í 79.-96. sæti. Hann þarf því að bæta sig talsvert í dag ætli hann sér að komast í gegnum niðurskurðinn. Birgir Leifur fékk þrjá fugla í gær, tvo skolla og einn skramba. Hann hefur keppni klukkan 11 í dag. Höggi yfir pari á fyrsta degi Jose Mourinho, stjóri Chelsea, hefur staðfest að þeir Ricardo Carvalho og Michael Ballack muni missa af úrslita- leiknum í enska bikarnum gegn Manchester United vegna meiðsla. Ballack gekkst nýverið undir aðgerð vegna ökklameiðsla og fyrr í mánuðinum skaddaði Carvalho liðbönd í hné. Þá sagði Mourinho að saga framherjans Scott Sinclair væri sorgleg. Hann var í fyrsta sinn í byrjunarliði Chelsea gegn United í vikunni og fótbrotnaði eftir sam- stuð við Wes Brown. „Hann þarf að fara í aðgerð nokkrum dögum eftir að hafa spilað sinn fyrsta al- vöru leik á Stamford Bridge. Það er sorglegt.“ Carvalho og Ballack meiddir Juan Laporta, forseti Barcelona, er byrjaður á sínum árlega fjölmiðlafarsa um hvaða leikmenn séu á leiðinni til félags- ins. Hann segir nú að Thierry Henry sé nú þegar búinn að sam- þykkja að ganga til liðs við félag- ið fyrir fimmtán milljónir punda og hafi samið við félagið til næstu þriggja ára. „Ég er að klára að semja við Henry,“ sagði hann í ræðu sem hann hélt í Stamford-háskólanum í Bandaríkjunum. Ég er búinn að semja við Henry Future Cat S Jr 28-39 6.990 kr. Kart Cat V PS 28-35 5.990 kr. Drift Cat 36-39 - 6.990 kr. 28-35 - 5.990 kr. 17-27 - 4.990 kr. Drift Cat 36-39 - 6.990 kr. 28-35 - 5.990 kr. 17-27 - 4.990 kr. Future Cat S Jr 28-39 6.990 kr. Future Cat S Jr 28-39 6.990 kr. El Rey Robots 28-39 - 4.990 kr. 17-27 - 3.990 kr. The Suede 28-35 - 5.990 kr. 17-27 - 4.990 kr. The Suede 28-35 - 5.990 kr. 17-27 - 4.990 kr. Yuli 17-27 4.990 kr. El Rey Beats 28-39 - 4.990 kr. 17-27 - 3.990 kr. EsitoTT Jr 28-39 3.990 kr. Utah Jazz hefur 2-0 forystu gegn Golden State Warriors í und- anúrslitum vesturdeildarinnar í NBA-deildinni. Derek Fisher var hetja kvölds- ins er Utah vann Golden State í framlengdum leik í fyrrinótt, 137- 127. Fisher tók aðeins eitt skot utan af velli allan leikinn en hitti úr því. Reyndist það mikilvægasta karfa leiksins því með henni gerði hann út um leikinn. Alls skoraði hann fimm stig í leiknum á þeim níu mínútum sem hann lék. Hann missti af fyrstu þremur fjórðungunum því hann þurfti að vera í New York fyrr um daginn þar sem tíu mánaða gömul dóttir hans gekkst undir aðgerð vegna sjónhimnukrabbameins. „Ég veit ekki hvernig ég komst í gegnum þetta í kvöld,“ sagði Fisher sem á mánudag tilkynnti að eitt fjögurra barna hans væri alvarlega veikt. Af þeim sökum missti hann af fyrsta leik liðanna á mánudag. Hann sagði eftir leikinn í fyrrinótt að dóttur sinni liði vel. „Aðgerðin í New York heppnað- ist vel og flaug ég til Utah og fór beint á leikinn. Ég er orðlaus,“ sagði Fisher. Þegar hann kom í húsið í þriðja fjórðungi stóðu áhorfendur í höll- inni á fætur og faðmaði hann liðs- félaga sína sem og Byron Davis, liðsmann Golden State. Deron Williams hældi honum mikið eftir leik og sagði að fram- lag hans í leiknum hefði verið gríð- arlega mikið. Williams og Carlos Boozer fóru fyrir sínum mönnum í þessum mikilvæga sigri. Booz- er skoraði 30 stig í leiknum en stigahæstur hjá Golden State var Byron Davis með 36 stig. Derek Fisher kláraði leikinn fyrir veika dóttur sína
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.