Fréttablaðið - 11.05.2007, Page 104

Fréttablaðið - 11.05.2007, Page 104
Íaðdraganda kosninga fer allt þjóðfélagið að klæja í görnina um að tjá sig. Dagblöðin eru vin- sæll vettvangur skoðanaskipta en hafa yfirleitt ekki undan að birta aðsendar greinar. Það leysti net- væðing þeirra á þægilegan hátt. Illræmdust er flóðbylgja Mogga- bloggsins og ég er viss um að all- margir Moggabloggarar gæfu aðra höndina fyrir 400 orð á bak- síðu Fréttablaðsins daginn fyrir kosningar. Einmitt þess vegna ætla ég ekki að tala um pólitík. Hí á ykkur. Ellý Ármanns sem hefur skotið öðrum Moggablogg- urum ref fyrir rass – ekki með röfli um stjórnarmyndunarmögu- leika heldur með erótískum smá- sögum. Nú skilst mér að hún hafi fengið boð um birtingu í dönskum blöðum, en það hefur reynst mörg- um íslenskum höfundi vel í upp- hafi ferils. Ellýjar eru lipurlega skrifaðar, tilvaldar með kaffinu eða fyrir svefninn. Þær fjalla um flengingar, sprautublæti og kynlíf á bílaþvottastöðvum með afslapp- aðri kímni og lesandi fær strax samúð með aðalpersónunum, vel- viljuðum konum sem eru flæktar í grátbroslegar aðstæður. á borð við þessar eru sólargeisli í andlegum doða og lifandi samkeppni hins ritaða máls við afþreyingarefni sjónvarps. Hvort sem landinn liggur í próf- lestri eða kosningaþunglyndi er slíkt léttmeti bráðhollt fyrir sálar- lífið. Ég leyfi mér einnig að mæla með Ísfólkinu, 47 binda bókaflokki norsku skáldkonunnar Margit Sandemo, þar sem kynóðir djöflar, ættbálkaerjur og heygafflamorð hrærast saman í ómótstæðilegt léttklám fyrir unglingsstúlkur. vilja frekar eitt- hvað íslenskt má nefna unglinga- bækur frá 9. áratugnum. Að mínu mati ber þar hæst skáldsöguna Brosað gegnum tárin, sem fjallar um unglingsstúlku á Suðurnesjum sem hefur lágt sjálfsmat en tekur síðan þátt í fegurðarsamkeppni og öðlast trú á sjálfa sig. Ekki er boðskapurinn bara frábær held- ur eru ýmsir skemmtilegir hnökr- ar á frásögninni, til dæmis skipt- ir aðalpersónan nokkrum sinnum um nafn. ekkert miðað við að- stæður föður hennar, sem í upp- hafi bókar er í sárum eftir dauða eiginkonu sinnar og blindur í ofan- álag, en gerist á síðu 138 sekur um ölvunarakstur. Þegar stúlkan sér blindan föður sinn skjögra út úr bílnum spyr hún sár: Pabbi, varstu að drekka? Manstu ekki að fegurð- arsamkeppnin er í kvöld? Sögur fyrir sálarlífið 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.