Fréttablaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 15
Mikið verður um dýrðir á Hafnar- bakkanum í Reykjavík helgina 2. til 3. júní þegar Hátíð hafsins verður haldin í níunda sinn. Hátíð- in samanstendur af Hafnardegin- um og Sjómannadeginum en árið 1999 var þessum dögum slegið saman í eitt ærlegt veisluhald. Á hátíðinni kennir margra grasa. Má þar nefna hefðbundin atriði á borð við róðrakeppni og siglingar um sundin blá. Á laugardeginum geta gestir og gangandi skoðað skrýtna fiska, jafnvel smakkað á sumum þeirra, og kynnst björgun- arstörfum svo fátt eitt sé nefnt. Fyrirtæki tengd hafi og útgerð kynna starfsemi sína sem og stofn- anir á borð við Auðlindafræði Háskólans á Akureyri, Fjöltækni- skólinn í Reykjavík, Siglingastofn- un, Fiskistofa og fleiri. Hátíðin lætur ekki Miðbakkann einan nægja sem hátíðarsvæði því Sjóminjasafnið Víkin á Granda tekur líka þátt. Þar geta gestir séð hvernig á að bera sig að við neta- hnýtingu og splæsingu og sjó- mannavalsar munu hljóma. Rúsínan í pylsuendanum er án efa Fiskiveislan sem haldin var í fyrsta sinn í fyrra. Tíu veitinga- hús taka þátt og bjóða upp á dýr- indis sjávarrétti á borð við hun- angsgljáðan demantssmokkfisk, pestóhjúpaðan steinbít með humar- sósu, engifermarineraðan hlýra og margt fleira ómótstæðilegt. Sjómannavalsar og dýrindis sjávarmeti Svafa Grönfeldt, rektor Háskól- ans í Reykjavík, og Jóhann Páll Valdimarsson, útgefandi hjá JPV, undirrituðu í gær samstarfssamn- ing um útgáfu fræðirita starfs- manna Háskólans í Reykjavík. Í tilkynningu frá skólanum segir að markmið samningsins sé að marka farveg fyrir starfsmenn Háskólans til að þeir geti komið verkum sínum til úgáfu hjá öflugu bókaforlagi, sjálfum sér, skólan- um og JPV útgáfu til framdráttar. Við undirritunina voru kynntar þrjár bækur sem þegar hefur verið ákveðið að komi út í tengslum við hinn nýja samning. Við sama tækifæri sagði Svafa að það væri „mikið gleði- og tilhlökk- unarefni að íslenskt bókaforlag hefði sýnt hugrekki og þor til að ráðast í umfangsmikla útgáfu fræðirita á næstu misserum“. Hefja samstarf í útgáfu fræðirita Sjónvarpsþátturinn Út og suður í umsjá Borgfirðingsins Gísla Ein- arssonar verður á dagskrá Sjón- varpsins í sumar, fimmta árið í röð. Þátturinn hefur notið mikilla vinsælda frá upphafi og benda mælingar til að allt að því þriðj- ungur landsmanna fylgist með Gísla flækjast um krók og kima og spyrja viðmælendur spjörunum úr. Í þeim 63 þáttum sem hafa verið sýndir hefur Gísli rætt við vel á annað hundrað manns og í sumar bætast sextán við. Meðal þeirra sem opna dyr sínar fyrir áhorfendum eru hnífagerðar- maður, geitahirðir, hugmyndari, ástríðufullur ýtumaður, lífrænir bændur, tröllagerðarkona, ætt- fræðigrúskari og svo mætti lengi telja. Út og suður aftur á dagskrá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.