Fréttablaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 15
Mikið verður um dýrðir á Hafnar-
bakkanum í Reykjavík helgina 2.
til 3. júní þegar Hátíð hafsins
verður haldin í níunda sinn. Hátíð-
in samanstendur af Hafnardegin-
um og Sjómannadeginum en árið
1999 var þessum dögum slegið
saman í eitt ærlegt veisluhald.
Á hátíðinni kennir margra grasa.
Má þar nefna hefðbundin atriði á
borð við róðrakeppni og siglingar
um sundin blá. Á laugardeginum
geta gestir og gangandi skoðað
skrýtna fiska, jafnvel smakkað á
sumum þeirra, og kynnst björgun-
arstörfum svo fátt eitt sé nefnt.
Fyrirtæki tengd hafi og útgerð
kynna starfsemi sína sem og stofn-
anir á borð við Auðlindafræði
Háskólans á Akureyri, Fjöltækni-
skólinn í Reykjavík, Siglingastofn-
un, Fiskistofa og fleiri.
Hátíðin lætur ekki Miðbakkann
einan nægja sem hátíðarsvæði því
Sjóminjasafnið Víkin á Granda
tekur líka þátt. Þar geta gestir séð
hvernig á að bera sig að við neta-
hnýtingu og splæsingu og sjó-
mannavalsar munu hljóma.
Rúsínan í pylsuendanum er án
efa Fiskiveislan sem haldin var í
fyrsta sinn í fyrra. Tíu veitinga-
hús taka þátt og bjóða upp á dýr-
indis sjávarrétti á borð við hun-
angsgljáðan demantssmokkfisk,
pestóhjúpaðan steinbít með humar-
sósu, engifermarineraðan hlýra
og margt fleira ómótstæðilegt.
Sjómannavalsar og dýrindis sjávarmeti
Svafa Grönfeldt, rektor Háskól-
ans í Reykjavík, og Jóhann Páll
Valdimarsson, útgefandi hjá JPV,
undirrituðu í gær samstarfssamn-
ing um útgáfu fræðirita starfs-
manna Háskólans í Reykjavík. Í
tilkynningu frá skólanum segir að
markmið samningsins sé að
marka farveg fyrir starfsmenn
Háskólans til að þeir geti komið
verkum sínum til úgáfu hjá öflugu
bókaforlagi, sjálfum sér, skólan-
um og JPV útgáfu til framdráttar.
Við undirritunina voru kynntar
þrjár bækur sem þegar hefur
verið ákveðið að komi út í
tengslum við hinn nýja samning.
Við sama tækifæri sagði Svafa að
það væri „mikið gleði- og tilhlökk-
unarefni að íslenskt bókaforlag
hefði sýnt hugrekki og þor til að
ráðast í umfangsmikla útgáfu
fræðirita á næstu misserum“.
Hefja samstarf í
útgáfu fræðirita
Sjónvarpsþátturinn Út og suður í
umsjá Borgfirðingsins Gísla Ein-
arssonar verður á dagskrá Sjón-
varpsins í sumar, fimmta árið í
röð. Þátturinn hefur notið mikilla
vinsælda frá upphafi og benda
mælingar til að allt að því þriðj-
ungur landsmanna fylgist með
Gísla flækjast um krók og kima og
spyrja viðmælendur spjörunum
úr.
Í þeim 63 þáttum sem hafa
verið sýndir hefur Gísli rætt við
vel á annað hundrað manns og í
sumar bætast sextán við. Meðal
þeirra sem opna dyr sínar fyrir
áhorfendum eru hnífagerðar-
maður, geitahirðir, hugmyndari,
ástríðufullur ýtumaður, lífrænir
bændur, tröllagerðarkona, ætt-
fræðigrúskari og svo mætti lengi
telja.
Út og suður
aftur á dagskrá