Fréttablaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 34
 30. MAÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR16 fréttablaðið bjartir dagar Við erum góðir í hesthúsum! Smíðum innréttingar jötur, hnakka og beyslis statíf og fleira í hesthús, allt úr ryðfríu stáli Hönnum teiknum og sjáum um uppsetningar Hvaleyrarbraut 2, Hfj S. 565 2546, 863 2548Króm & Stál ehf Framhaldsskólaárin eru oft sögð vera bestu árin í lífi sérhvers manns. Leikarinn Steinn Ármann Magnússon segist vel geta tekið undir þau orð enda hafi árin í Flensborg verið honum hálf- gerð opinberun. Flensborgarskólinn var stofnað- ur árið 1877 sem barnaskóli, en breytt í alþýðu- og gagnfræða- skóla fimm árum síðar. Og við það ártal hefur aldur skólans oft- ast verið miðaður. Á þeim 125 árum sem skólinn hefur verið starfræktur hafa margir andans menn gengið um ganga skólans og litað sögu hans með sínu nefi. Einn þeirra er Steinn Ármann Magnússon, leikarinn góðkunni, sem hóf sína skólagöngu í Flens- borg árið 1979 og þá í efsta bekk grunnskóla. „Við krakkarnir sem vorum ekki busar vorum mikil innspýting í félagslífið og mætt- um eiginlega á allar samkom- ur á vegum nemendafélagsins. Fundir Bridgefélagsins voru þar engin undantekning,“ útskýrir Steinn Ármann sem segist hugsa með miklum hlýhug til áranna í Flensborg. „Fyrir mér voru árin í skólanum eiginlega hálfgerð op- inberun. Þarna losnaði maður úr viðjum bekkjarkerfisins og var kominn á fullt í bæði kvikmynda- klúbbinn og ræðuliðið,“ útskýrir Steinn. Og á Flensborgarárunum varð til félagsskapur sem síðar meir átti eftir að láta mikið til sín taka í tónlistarlífi landsmanna. Félags- skapur sem enn heldur hópinn; sjálfir Kátir piltar en meðlimir sveitarinnar voru allir nemend- ur skólans. „Já, við vorum þarna ég, Atli Geir Grétarsson, Davíð Þór Jónsson, Hallur Helgason og allir félagarnir,“ segir Steinn en sveitin tróð meðal annars upp á skólaböllum skólans. Reynd- ar má til gamans geta að fyrstu tónleikar sveitarinnar voru ein- mitt busaball Flensborgarskól- ans á Hótel Borg fyrir allmörg- um árum. Steinn segist muna eftir mörg- um starfsmönnum skólans sem höfðu mikil áhrif á hann. Þar fóru fremstir í flokki Magnús Baldursson og Ingvar Viktors- son, fyrrum bæjarstjóri í Hafna- firði. „Þeir voru mikið með okkur krökkunum og voru alltaf á böll- um eða í ferðalögunum,“ út- skýrir Steinn sem nefnir einnig Helga Guðmundsson, hinn lands- kunna munnhörpuleikara og Auði Hauksdóttur, dönskukennara. „Hún gerði mig svona slarkfæran í dönsku,“ rifjar Steinn Ármann upp og minnist einnig Eggerts Lárussonar, efnafræðikennara, sem hafi notað tímana til að ræða pólitík og vettvang dagsins. „Og sagði okkur síðan hvað við áttum að læra fyrir próf,“ bætir Steinn við. Leikarinn á sér þó leyndarmál frá dvölinni í Flensborg því hann á enn eftir að ljúka við sjálft stúd- entsprófið. Segir í léttum dúr að það hafi kannski verið mistök að hafa valið sér náttúrufræðibraut enda hafi stærðfræðin orðið honum fjötur um fót. Steinn úti- lokar þó ekki endurkomu í skól- ann þótt síðar verði. - fgg Útilokar ekki endurkomu í skólann Steinn Ármann minnist dvalarinnar með hlýhug og segist þar hafa kynnst mörgum áhrifavöldum sínum. Kátir piltar – félagsskapur sem varð til í Flensborg og lifir enn góðu lífi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.