Fréttablaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 28
 30. MAÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR10 fréttablaðið bjartir dagar Útitónleikarnir „Hafnarfjörður rokkar“ verða haldnir á Thors- plani í Hafnarfirði á fimmtu- dagskvöld. Fjölmargir þekktir flytjendur stíga á svið og verður stemningin án efa prýðileg. Magni úr hljómsveitinni Á móti sól kemur fram einn með kassa- gítarinn. „Ég er ekki búinn að ákveða hvað ég ætla að spila. Ætli ég ákveði það nokkuð fyrr en ég er á leiðinni,“ segir Magni. „Ætli ég endi ekki á því að taka eitthvað sem allir þekkja. Ég tek bara trú- badorinn á þetta, persónulega trúbadorinn,“ segir hann og hlær. Hlakkar hann til að spila á útitón- leikunum og hefur engar áhyggj- ur af því ef kalt verður í veðri. „Við í Á móti sól spiluðum 10. janúar á útitónleikum, þannig að maður er vanur ýmsu.“ NÝTT FRÁ MÍNUS Magni hefur leik um kl. átta en hljómsveitin Mínus lýkur kvöld- inu með rokki og róli af bestu gerð. Mínus verður með ný lög í farteskinu enda gaf hún nýlega út sína fjórðu breiðskífu, The Great Northern Whalekill, sem hefur fengið góðar viðtökur. EFNILEGT ÚR HAFNARFIRÐI Aðrar hljómsveitir sem stíga á svið verða Sign, sem kom nýverið heim úr tónleikaferð um Bret- land, Þrumukettir og hafnfirsku sveitirnar Mystic Dragon, Gras- rætur og Æsir. „Þetta eru ungar og upprenn- andi sveitir og þær byrja dag- skrána,“ segir Páll Arnar Svein- björnsson, sem hefur unnið að skipulagningu tónleikanna. „Tón- leikarnir hafa ekki verið með þessu sniði síðan 2003, sem stórir útitónleikar. Við vonumst til þess að það mæti múgur og margmenni á Thorsplanið,“ segir hann. Kynnir tónleikanna, sem hefj- ast klukkan 20, verður Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður á Rás 2, sem er einmitt búsettur í Hafnarfirði. Rokk og ról á Thorsplani Rokksveitin Mínus lýkur útitónleikunum Hafnarfjörður rokkar með þéttri spilamennsku. Hafnfirska hljómsveitin Sign stígur á svið á fimmtudagskvöld eftir vel heppnaða tónleikaferð um Bretland. Magni ætlar að vera einn með kassagítarinn á útitónleik- unum. Hefur hann leik um áttaleytið. SKUNKFUNK - LEE- WRANGLER SARA KEIR DESIGN- ZENTO SKART & TÖSKUR REPEAT DK. - VIA-VAI SKÓR VÆNTANLEGIR ALLT FYRIR LÍKAMANN OG ANDLIT ÚR DAUÐAHAFINU OROBLU - ERMAR- LEGGINGS - HAUSKÚPUKLÚTAR - ARAFAT SLÆÐUR OG MARGT FLEIRA BRAZILIAN TAN BRÚNKUKREM Sumarvörurnar komnar! LOVE LINE KREMIN - MAXIM SVITASTOPPARINN SEM ER AÐ SLÁ Í GEGN Á ÍSLANDI Firði, 2. hæð • Sími 533 3931
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.