Fréttablaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 8
 Hvað var urriðinn sem Börkur Birgisson veiddi á stöng í Þingvallavatni mörg pund? Hvað heitir formaður íslensku sendinefndarinnar á fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins? Hvað er lið KR í Lands- bankadeild karla búið að vinna marga leiki í sumar? Yfirheyrslur yfir fjórum einstaklingum, sem allir tengjast Baugi Group, vegna ætl- aðra skattalagabrota hafa staðið yfir hjá efnahagsbrotadeild ríkis- lögreglustjóra undanfarna daga og eru nú langt komnar. Skattrannsóknarstjóri kærði fjóra einstaklinga og þrjú fyrir- tæki, sem öll tengjast Baugi á einn eða annan hátt, til ríkislögreglu- stjóra í nóvember 2004. Í bréfi sem Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, sendi ríkislögreglustjóra og fjölmiðlum í október 2006 kemur fram að hann sjálfur sé meðal þeirra sem liggi undir rannsókn. Rannsóknin beinist einnig að Baugi Group og Fjár- festingafélaginu Gaumi, fjöl- skyldufyrirtækis Jóns Ásgeirs. Málið er tvískipt. Ríkislög- reglustjóri rannsakar meint skattalagabrot en yfirskatta- nefnd hefur til meðferðar álita- efni um skattskyldu vegna meintra brota, segir Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota hjá ríkislögreglu- stjóra. Hann segir hugsanlegt að ákvörðun yfirskattanefndar geti haft áhrif á meðferð skattamáls- ins. Verið sé að skoða hvort hægt verði að ljúka málinu hjá efna- hagsbrotadeild óháð yfirskatta- nefnd, eða hvort bíða þurfi niður- stöðu nefndarinnar. Meðferð Baugsmálsins í hér- aðsdómi í febrúar og mars varð til þess að fresta þurfti yfir- heyrslum, segir Helgi, erfitt geti verið að finna tíma fyrir yfir- heyrslur sem henti öllum. Yfirheyrslur sagðar vera langt komnar Aðsókn útlendinga í íslenskunám hjá Mími-símenntun hefur aldrei verið meiri. Árið 2006 sóttu 1.550 nemendur íslensku- nám hjá Mími og kennslustundum fjölgaði um 115 prósent frá árinu áður. Þetta er meðal þess sem kynnt var á ársfundi Mímis í gær. Hulda Ólafsdóttir, fram- kvæmdastjóri Mímis, segir að íslenskukennslan hafi vaxið mikið. „Það er tvennt sem kemur til. Í fyrsta lagi hefur útlendingum fjölgað og hins vegar fengum við nú í fyrsta skipti styrk frá ríkinu og gátum því lækkað gjöldin um helming,“ segir Hulda. Í nóvember á síðasta ári ákvað ríkisstjórnin að verja 100 milljón- um til íslenskukennslu fyrir útlendinga árið 2007. Öllum þeim peningum hefur nú verið varið. Hulda segir mikilvægt að tryggja framtíð íslenskukennslunnar og koma kennslunni í fastari skorður svo auðveldara sé að skipuleggja fram í tímann. Hún er bjartsýn á að tekið verði til í þessum mála- flokki og bendir á að í stefnuyfir- lýsingu Samfylkingar og Sjálf- stæðisflokks sé boðað átak í íslenskukennslu fyrir útlendinga. Mímir er stærsti fagaðilinn á sviði íslenskukennslu en þar er einnig boðið upp á fjölmörg önnur námskeið. Í vetur hafa fjölmargar erlendar konur sem starfa við umönnun á öldrunarstofnunum stundað nám á félagsliðabrú sem er nám á framhaldsskólastigi, sér- sniðið fyrir útlendinga í þessum störfum. Fyrrverandi gjaldkeri starfsmannafélags Norðuráls hefur játað að hafa dregið sér á aðra milljón króna úr sjóðum félagsins. Skessuhorn.is segir frá þessu. Gjaldkerinn gat ekki framvísað neinum reikningum á aðalfundi félagsins 4. maí og við athugun á bankayfirliti félagsins komu í ljós grunsamlegar færslur sem ekki fengust skýrðar. Maðurinn er hættur störfum hjá Norðuráli. Málið hefur verið afhent lögfræðingum til eftir- fylgni, en fram kemur í tilkynn- ingu frá félaginu að fjárhags- staða þess sé enn traust. Játar fjárdrátt úr félagssjóði Nafni Höfða- hrepps verður breytt í Skaga- strönd eftir eina þéttbýliskjarna sveitarfélagsins. Kosið var um þetta í nýafstöðn- um alþingiskosningum. Í boði var annars vegar að hafa Höfða- hreppsnafnið áfram eða breyta því í sveitarfélagið Skagaströnd. Tæp 74 prósent þeirra sem greiddu atkvæði reyndust hlynnt nafnbreytingunni. Höfðahreppur að Skagaströnd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.