Fréttablaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 14
nær og fjær
„ORÐRÉTT“
Eftirspurn eftir hinum víðfrægu
Rolex-úrum hefur aukist mikið
hér á landi undanfarin misseri, að
sögn Róberts Michelsen úrsmíða-
meistara. „Þau eru á rosalegri
siglingu,“ segir Róbert, sem rekur
úr- og skartgripaverslun Frank
Michelsen við Laugaveg.
Róbert vill ekki gefa upp hversu
mörg Rolex-úr hann selur á ári en
segir ekki um að villast að þau séu
að verða sífellt eftirsóttari.
„Íslendingar eiga peninga, það er
ekkert leyndarmál, úrin eru líka
ódýr hér á landi miðað við útlönd,”
segir Róbert en hann býður upp á
Rolex-úr á verðbilinu 350 þúsund
til 1,7 milljónir króna. Hann er
yfirleitt með um 50 úr á lager en
einnig er hægt að sérpanta úr að
utan. „Við erum með eftirsóttustu
módelin hjá okkur en ef menn
vilja geta þeir sérpantað aðrar
gerðir. Það er töluvert um það. Þá
borga menn helminginn við pönt-
un og hinn helminginn við afhend-
ingu.“
Þá segir Róbert marga túrista
kaupa Rolex-úr hjá sér. „Þau
þykja á góðu verði. Svo fá þeir
líka fimmtán prósenta skatta-
afslátt, sem er andvirði ferðar-
innar til Íslands.“ Spurður hvort
sérstakar manngerðir kaupi
Rolex-úr frekar en aðrar segir
Róbert svo ekki vera. „Ólíkleg-
ustu menn kaupa Rolex-úr. Stund-
um koma hér menn í skítugum
málningargöllum í leit að vönduð-
um armbandsúrum og auðvitað
líka bankamenn í jakkafötum. En
maður á aldrei að dæma fólk eftir
því hvernig það er klætt.“
Ólíklegustu menn kaupa Rolex
Hringja í Bubba? Ónauðsynleg uppgjöf
Veggjakrot
Hjálpar til í barnaþorpi í Rúmeníu
VATNAGÖRÐUM 12, 104 REYKJAVÍK, SÍMI 588 5151, FAX 588 5152
www.glerslipun.is
VIÐ ERUM FLUTT
frá Skeifunni 5 í Vatnagarða 12
Opnuðum á nýjum stað 29. maí
Söngkonan Margrét Eir Hjartar-
dóttir stendur á tímamótum um
þessar mundir en hún stefnir á að
setjast að í Bandaríkjunum og
reyna fyrir sér sem raddkennari.
Margrét Eir hefur stundað nám í
faginu í New York síðustu tvö ár
og mun útskrifast sem viður-
kenndur raddkennari í lok
mánaðarins.
„Á þessari stundu sækist ég
eftir því að búa erlendis. Fjöl-
skyldan og vinirnir eru ekki á
Manhattan en þar er heldur ekki
þetta stress sem er svo viðvarandi
á Íslandi,” segir Margrét Eir, en
hún hefur sótt nokkurra vikna
kennslunámskeið með reglulegu
millibili þessi tvö ár. „Það er verið
að kenna ákveðna aðferð við að
beita röddinni og ég hreifst mikið
að henni þegar ég var kynnt fyrir
henni. Mig langaði endilega að
læra meira um raddþjálfunina og
því skellti ég mér í þetta.”
Margrét Eir kann vel við sig
ytra og er að selja íbúðina sína hér
heima á Fróni. Hún mun þó dvelj-
ast á Íslandi í sumar og koma að
ýmsum verkefnum. „Svo ætla ég
að reyna að taka góðan tíma í að
semja eigið efni með góðum félög-
um,” útskýrir hún.
Enn er óráðið hvenær Margrét
Eir flytur endanlega búferlum.
„Ég er að setja saman ferilskrána
mína og sækja um vinnu hér og
þar. Það er ýmislegt í gangi en
ekkert fast í hendi ennþá,“ segir
Margrét Eir en viðurkennir að
draumurinn sé að sinna kennslu
samhliða því að vinna að eigin
frama í söngnum.
Margrét Eir verður
raddkennari