Fréttablaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 36
30. MAÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR18 fréttablaðið bjartir dagar
Cantare er fjölþjóðleg söngva-
keppni. Allir mega taka þátt
og allir mega syngja á sínu
móðurmáli. Keppnin verður í
Hafnarfjarðarleikhúsinu 2. júní
kl. 20.
Alþjóðahúsið og Hafnarfjarðar-
bær standa fyrir allsérstakri
söngvakeppni á Björtum dögum.
Þetta er söngkeppnin Cantare –
söngkeppni hinna mörgu tungu-
mála. Þar syngur hver með sínu
nefi og það sem meira er, á sínu
tungumáli. „Við höfum haldið
keppnina í nokkur ár og hingað til
hefur mátt syngja á öllum tungu-
málum nema móðurmálinu og
ensku,“ segir Helga Ólafsdóttir
,umsjónarmaður keppninnar. „Nú
höfum við breytt þessu og nú má
syngja á öllum tungumálum nema
ensku.“
Ætla má að ófá tungumál hljómi
í keppninni enda fólk
af ýmsum þjóðar-
brotum sem býr hér
á Íslandi. „Við bú-
umst við um fimmtán
keppendum en það er
sá fjöldi sem hefur
verið síðustu ár,“
segir Helga. „Við vilj-
um hvetja sem flesta
til að taka þátt í henni
og það eru allir vel-
komnir. Auðvelt er að
skrá sig en hægt er að senda mér
póst á helga@ahus.is með nafni,
síma og heiti lags.“
Leyfilegt er að hafa með sér
undirleikara eða koma með tón-
list af diski. „Svo er dómnefnd
sem velur sigurvegara og glæsi-
leg verðlaun eru í boði í ýmsum
flokkum. Veitt eru verðlaun fyrir
til dæmis sviðsframkomu, klæðn-
að og undirtektir áhorfenda,“
segir Helga.
Dómnefndin er ekki skip-
uð neinum aukvisum en Magga
Stína og Páll Óskar mæta á svæð-
ið ásamt kunnum tónlistarmanni
úr Hafnarfirðinum og sjá um
dómgæsluna. „Auk keppninnar
sjálfrar verða svo skemmtiatriði,
við sjáum magadans og fleira,
þannig að það verður mikil stemn-
ing,“ segir Helga.
Cantare fer fram 2. júní kl. 20 í
Hafnarfjarðarleikhúsinu.
tryggvi@frettabladid.is
Hver syngur með sínu nefi
Linzi Teoshog sigraði í fyrra. MYND: HANS GUÐMUNDSSONMagadansinn verður á sínum stað í ár en þessi fjölþjóðlegi dans hefur notið mikilla vinsælda hérlendis. MYND: HANS GUÐMUNDSSON
Tónleikahald verður líflegt
á Björtum dögum. Meðal
þeirra listamanna sem koma
fram eru kammerhópurinn
Camerarctica sem flytur
kvartett sem saminn var
í fangabúðum Þjóðverja í
seinni heimstyrjöldinni.
Kvartett fyrir endalok tímans, eftir
Oliver Messiaen, verður fluttur af
Kammerhópnum Camerarctica
6. júní í Víðistaðakirkju klukkan
22.00.
„Kvartettinn var skrifaður við
mjög sérstakar aðstæður en hann
var saminn í seinni heimsstyrj-
öldinni árið 1940 í fangabúðunum
í Görliz þar sem Oliver Messiaen
var fangi Þjóðverja,“ segir Hildi-
gunnur Halldórsdóttir, fiðluleikari
og einn meðlima Cameractica, um
uppruna verksins. „Af þeim stríðs-
föngum sem voru með Messiaen í
fangabúðunum voru fiðluleikari,
klarinettuleikari og sellóleikari en
sjálfur var hann orgel- og píanó-
leikari. Messiaen samdi verk fyrir
þessa hljóðfæraskipan og var það
frumflutt í fangabúðunum 15. jan-
úar 1941 fyrir fanga og fangaverði.
Andstæðurnar um tímann og ei-
lífðina urðu tónskáldinu hugleikn-
ar í fangabúðunum þar sem tíminn
hætti nánast að vera til og fjallar
verkið um ljósið, frið og óendan-
leikann. Hann var bæði að fjalla um
tímann eins og við skiljum hann og
líka tímann í tónlistinni til dæmis í
sambandi við ryþma. Hann langaði
til að brjóta upp þetta hefðbundna
form og teygja úr tímanum og er
mjög sérstakt að spila verkið því
maður fer inn í hálfgerða leiðslu
og missir eiginlega tímaskynið.
Maður dettur inn í kafla og áður en
maður veit af eru 20 mínútur liðn-
ar,” segir Hildigunnur. Hún segir
verkið mjög sérstakt og grípi bæði
hljóðfæraleikara og áheyrendur
sem upplifa verkið mjög sterkt.
Camerarctica hefur starfað frá
árinu 1992 en þá komu hljóðfæra-
leikararnir heim frá námi við tón-
listarháskóla erlendis. Þeir starfa
nú flestir við Sinfóníuhljómsveit
Íslands auk þess að koma fram
sem einleikarar og kenna hljóð-
færaleik.
Þeir hljóðfæraleikarar Camer-
arctica sem flytja verkið eru Hildi-
gunnur Halldórsdóttir fiðluleikari,
Ármann Helgason klarinettuleik-
ari, Sigurður Halldórsson selló-
leikari og Örn Magnússon sem
leikur á píanó - hs
Kvartett fyrir
endalok tímans
Hildigunnur Halldórsdóttir segir verkið
eftir Messiaen mjög sérstakt og grípa þá
sterkt sem á hlýði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON