Fréttablaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 36
 30. MAÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR18 fréttablaðið bjartir dagar Cantare er fjölþjóðleg söngva- keppni. Allir mega taka þátt og allir mega syngja á sínu móðurmáli. Keppnin verður í Hafnarfjarðarleikhúsinu 2. júní kl. 20. Alþjóðahúsið og Hafnarfjarðar- bær standa fyrir allsérstakri söngvakeppni á Björtum dögum. Þetta er söngkeppnin Cantare – söngkeppni hinna mörgu tungu- mála. Þar syngur hver með sínu nefi og það sem meira er, á sínu tungumáli. „Við höfum haldið keppnina í nokkur ár og hingað til hefur mátt syngja á öllum tungu- málum nema móðurmálinu og ensku,“ segir Helga Ólafsdóttir ,umsjónarmaður keppninnar. „Nú höfum við breytt þessu og nú má syngja á öllum tungumálum nema ensku.“ Ætla má að ófá tungumál hljómi í keppninni enda fólk af ýmsum þjóðar- brotum sem býr hér á Íslandi. „Við bú- umst við um fimmtán keppendum en það er sá fjöldi sem hefur verið síðustu ár,“ segir Helga. „Við vilj- um hvetja sem flesta til að taka þátt í henni og það eru allir vel- komnir. Auðvelt er að skrá sig en hægt er að senda mér póst á helga@ahus.is með nafni, síma og heiti lags.“ Leyfilegt er að hafa með sér undirleikara eða koma með tón- list af diski. „Svo er dómnefnd sem velur sigurvegara og glæsi- leg verðlaun eru í boði í ýmsum flokkum. Veitt eru verðlaun fyrir til dæmis sviðsframkomu, klæðn- að og undirtektir áhorfenda,“ segir Helga. Dómnefndin er ekki skip- uð neinum aukvisum en Magga Stína og Páll Óskar mæta á svæð- ið ásamt kunnum tónlistarmanni úr Hafnarfirðinum og sjá um dómgæsluna. „Auk keppninnar sjálfrar verða svo skemmtiatriði, við sjáum magadans og fleira, þannig að það verður mikil stemn- ing,“ segir Helga. Cantare fer fram 2. júní kl. 20 í Hafnarfjarðarleikhúsinu. tryggvi@frettabladid.is Hver syngur með sínu nefi Linzi Teoshog sigraði í fyrra. MYND: HANS GUÐMUNDSSONMagadansinn verður á sínum stað í ár en þessi fjölþjóðlegi dans hefur notið mikilla vinsælda hérlendis. MYND: HANS GUÐMUNDSSON Tónleikahald verður líflegt á Björtum dögum. Meðal þeirra listamanna sem koma fram eru kammerhópurinn Camerarctica sem flytur kvartett sem saminn var í fangabúðum Þjóðverja í seinni heimstyrjöldinni. Kvartett fyrir endalok tímans, eftir Oliver Messiaen, verður fluttur af Kammerhópnum Camerarctica 6. júní í Víðistaðakirkju klukkan 22.00. „Kvartettinn var skrifaður við mjög sérstakar aðstæður en hann var saminn í seinni heimsstyrj- öldinni árið 1940 í fangabúðunum í Görliz þar sem Oliver Messiaen var fangi Þjóðverja,“ segir Hildi- gunnur Halldórsdóttir, fiðluleikari og einn meðlima Cameractica, um uppruna verksins. „Af þeim stríðs- föngum sem voru með Messiaen í fangabúðunum voru fiðluleikari, klarinettuleikari og sellóleikari en sjálfur var hann orgel- og píanó- leikari. Messiaen samdi verk fyrir þessa hljóðfæraskipan og var það frumflutt í fangabúðunum 15. jan- úar 1941 fyrir fanga og fangaverði. Andstæðurnar um tímann og ei- lífðina urðu tónskáldinu hugleikn- ar í fangabúðunum þar sem tíminn hætti nánast að vera til og fjallar verkið um ljósið, frið og óendan- leikann. Hann var bæði að fjalla um tímann eins og við skiljum hann og líka tímann í tónlistinni til dæmis í sambandi við ryþma. Hann langaði til að brjóta upp þetta hefðbundna form og teygja úr tímanum og er mjög sérstakt að spila verkið því maður fer inn í hálfgerða leiðslu og missir eiginlega tímaskynið. Maður dettur inn í kafla og áður en maður veit af eru 20 mínútur liðn- ar,” segir Hildigunnur. Hún segir verkið mjög sérstakt og grípi bæði hljóðfæraleikara og áheyrendur sem upplifa verkið mjög sterkt. Camerarctica hefur starfað frá árinu 1992 en þá komu hljóðfæra- leikararnir heim frá námi við tón- listarháskóla erlendis. Þeir starfa nú flestir við Sinfóníuhljómsveit Íslands auk þess að koma fram sem einleikarar og kenna hljóð- færaleik. Þeir hljóðfæraleikarar Camer- arctica sem flytja verkið eru Hildi- gunnur Halldórsdóttir fiðluleikari, Ármann Helgason klarinettuleik- ari, Sigurður Halldórsson selló- leikari og Örn Magnússon sem leikur á píanó - hs Kvartett fyrir endalok tímans Hildigunnur Halldórsdóttir segir verkið eftir Messiaen mjög sérstakt og grípa þá sterkt sem á hlýði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.