Fréttablaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 50
Á sunnudögum reyni ég yfirleitt að lifa í algerri blekkingu. Slíkur lífsmáti telst yfirleitt ekki sér- staklega eftirsóknar- verður, en á sunnu- dögum er hann eina leiðin til þess að ég fái eitthvað út úr deginum. Mér hefur lengi fundist sunnudagar gagns- lausustu dagar vikunnar. Frá morgni, eða miðjum degi, það fer eftir því hvað var á dagskrá kvöldið áður, bíð ég bara eftir því að það komi kvöld og að vinnu- eða skólavikan hefjist upp á nýtt. Þegar ég var lítil átti ég oft í miklum deilum um það við foreldr- ana hvort sunnudagur væri fyrsti eða síðasti dagur vikunnar. Þau vildu meina að hann væri fyrsti dagur vikunnar og færðu fyrir því ýmis og misgóð rök. Ég hafði svo sem engin frábær rök í handraðan- um, önnur en þau að það hlýtur að vera algerlega augljóst að hann er síðasti dagur vikunnar. Það hlýtur hvert mannsbarn að finna. Sunnu- dagar eru ekki spennuþrungnir upphafsdagar. Þeir eru blúsaðir rólyndisdagar, endalok alls áður en hamagangurinn hefst á ný. Sunnudagsvonleysið minnk- ar ekkert þó að ég hafi óskaplega gaman af starfinu mínu og kvíði því langt í frá að mæta til vinnu. Mér mislíka mánudagar heldur ekkert óskaplega. Samt er til- hugsunin um að vakna snemma og hefja vinnuvikuna upp á nýtt ekki til þess fallin að fylla mig orku og ég ver deginum í aðgerðarlausu móki. Á árum áður voru umræddir dagar messu- og sunnudagsskóla- dagar. Síðar lambalærisdagar hjá ömmu og afa. Þá var oftar en ekki gripið í spil og svo farið í ísbíl- túr. Þeir sunnudagar voru hreint ekki svo slæmir eða gagnslausir í minningunni. Um helgina upp- lifði ég tvo sunnudaga í stað eins og ætla að taka á mínum málum. Ég nenni ekki þessu tilgangsleysi lengur. Ef þið sjáið mig ekki í messu næsta sunnudag verð ég heima að krydda lambalærið. Eða að leggja kapal. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti Austurbergi 5 111 Reykjavík Sími 570 5600 Símbréf 567 0389 Tölvupóstur: fb@fb.is www.fb.is Innritun í Fjölbrautaskólann í Breiðholti er á netinu eða á skrifstofu skólans frá 09:00 til 15:00 og lýkur 11. júní. Mánudaginn 11. júní verða náms- og starfsráðgjafar skólans til viðtals frá kl. 9 – 18.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.