Fréttablaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 54
Einar Bárðarson, betur þekktur
sem Umboðsmaður Íslands, stóð
fyrir söngprufum í allan gærdag
en hann hyggst koma á fót nýjum
sönghópi skipuðum karlmönnum á
aldrinum 18-35 ára.
„Þetta hefur gengið gríðar-
lega vel og miðað við mætinguna
verður vandamál fyrir okkur að
sía út þá bestu,“ segir Einar en
þegar Fréttablaðið náði tali af um-
boðsmanninum var hann á leið-
inni í mat á Ask. Prufurnar höfðu
þá staðið yfir allan morguninn í
húsakynnum FÍH og var Einar
ákaflega sáttur við það sem hann
hafði heyrt. Alls mættu á fjórða
tug söngvara. „Hugmyndin var
að finna nýja vinkla og mér sýn-
ist það vera ganga upp,“ útskýrir
Einar sem var hálf gáttaður á þeim
hæfileikum sem virðast leynast
víða. „Mér finnst það alveg ótrú-
legt hvað það er til mikið af hæfa-
leikaríkum söngvurum hér á
landi,“ bætir hann við.
Einar sagði að fáir af þeim sem
hefðu mætt væru þegar búnir
að geta sér góðs orðs á opinber-
um vettvangi. Enda væri hann
að leita að földum fársjóði. „Við
sem höfum verið að grúska í þess-
um bransa og fylgst með starfi
söngskólanna könnuðumst þó
við nokkra,“ segir Einar en hann
nýtur fulltingis Kristjönu Stefáns-
dóttur söngkennara. Eins og kom
fram í Fréttablaðinu fyrr í þess-
um mánuði er reiknað með að hin
fullmótaða sveit syngi inn á plötu
sem koma á út í haust. Fyrirmynd-
in er að nokkru leyti sótt í Il Divo
sem starfsbróðir Einars, Simon
Cowell, stofnsetti fyrir ekki margt
löngu og hefur slegið í gegn.
Vel mætt hjá Einari Bárðar
Lindsay Lohan hefur lagst inn
á meðferðarheimilið Prom-
ises, samkvæmt heimildum
bandaríska tímaritsins In
Touch. Tímaritið segir
leikkonuna hafa lagst inn
á mánudag, í kjölfar við-
burðaríkrar helgar. Um-
rætt meðferðarheimili
er það sama og Britney
Spears dvaldi á fyrr á
þessu ári.
Lohan klessti bíl sinn
aðfaranótt laugardags
og komst í kast við
lögin eftir að upp komst
að hún hafði ekið undir
áhrifum áfengis og
stungið af frá slys-
stað. Við leit fannst
þar að auki kókaín í
bifreið hennar.
Lohan lét það þó
ekki slá sig út af lag-
inu og hélt partíinu
gangandi yfir helg-
ina. Aðfaranótt mánu-
dags náðu ljósmyndar-
ar svo myndum af
henni í bíl vinkonu
hennar, þar sem
leikkonan virt-
ist algerlega
út úr heimin-
um.
Samkvæmt vinkonu Lohan
ákvað leikkonan að leita sér
hjálpar upp á eigin spýtur.
„Loksins hefur hún áttað sig
á því að þetta er hið rétta,“
segir náin vinkona hennar.
Þetta verður önnur dvöl
Lohan á meðferðarheimili í
ár, en í febrúar lagðist hún inn
á heimilið Wonderland, þar
sem hún dvaldi í þrjátíu
daga. Í kjölfarið hefur
leikkonan sótt AA-
fundi, en vinir henn-
ar hafa greint frá því
að hún sé langt í frá
hætt að drekka. Það
var í byrjun þessa
mánaðar sem breski
netmiðillinn News
of the World birti myndband
þar sem Lohan og vinkona
hennar sáust neyta kóka-
íns á salerni skemmti-
staðarins Teddy’s í
Hollywood.
Lindsay Lohan aftur farin í meðferð
Simon Cowell, dómarinn geð-
þekki úr American Idol þáttun-
um í Bandaríkjunum, hefur ráð-
lagt söngkonunni Britney Spears
að fara heim í faðm fjölskyldunn-
ar og draga sig út úr sviðsljós-
inu næstu misserin. Cowell var
spurður um ráð handa Britney
í spjallþætti ytra og hann dró
hvergi undan frekar en fyrri dag-
inn.
„Það er augljóst að Britney
ræður ekki við álagið sem fylgir
því að vera stærsta poppstjarna
heims. Ég myndi ráðleggja henni
að snúa sér að fjölskyldu sinni,
læsa hurðinni og
hætta að fara út
á lífið með sínum
vitlausu vinum.
Hún þarf að kom-
ast í heimalagað-
an mat og kom-
ast í takt við raun-
veruleikann á ný.
Eina leiðin til þess
er að draga sig í
hlé um tíma,“
sagði Cowell.
Ekki er langt síðan Britney sneri
aftur úr áfengismeðferð og hefur
söngkonan verið að troða upp á
ýmsum uppákomum að undan-
förnu. Gagnrýnendur og fastir
tónleikagestir hennar virðast þó
á einu máli um að hún sé nokkuð
frá sínu besta og mikið vanti upp
á spilagleðina.
Cowell leggur
Britney lífsreglur
Söngvarinn Steven Tyler íhug-
ar nú alvarlega að segja skilið
við hljómsveit sína Aerosmith
vegna ágreinings við aðra með-
limi sveitarinnar. New York Post
segir frá því að Tyler sé ósáttur
við hvernig félagar hans í hljóm-
sveitinni koma fram við hann og
honum finnist eins og þeir kunni
ekki að meta það sem hann hefur
fram að færa. Blaðið heldur því
fram að Tyler muni tilkynna
brotthvarf sitt úr sveitinni síðar
í vikunni.
Hinn 59 ára gamli Tyler hefur
verið helsta spíra Aerosmith frá
stofnun sveitarinnar árið 1970.
Tyler að hætta í
Aerosmith?
À la carte postulín
Nú fæst nýja Alizée-stellið frá Pillivuyt líka á Íslandi
R
V
62
35
Rekstrarvörur
1982–200725ára
Halldór Sigdórsson
Þjónn, aðstoðarverslunarstjóri hjá RV
Óhefðbundin hönnun
Skemmtilegt í framreiðslu
Nýi pillenium-leirinn gefur
postulíninu aukið högg- og hitaþol
Opnar nýjar víddir
í veitingaþjónustu.