Fréttablaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 56
PIRATES 3 kl. 3.15, 6.30 og 10-POWER 10 SPIDERMAN 3 kl. 4, 7 og 10 10 SEVERANCE kl. 8 16 SHOOTER kl. 10 16 ÚTI ER ÆVINTÝRI kl. 4 og 6 -450 kr.- L www.laugarasbio.is Sími: 553 2075 - bara lúxus LAUGARÁSBÍÓ - SÝNINGARTÍMAR VIPSALURINNER BARA LÚXUS ER STAÐSETTUR Í SAMBÍÓUNUM ÁLFABAKKA www.SAMbio.is 575 8900 ÁLFABAKKA PIRATES CARRIBEAN 3 kl. 4:30 - 6 - 8 - 10 10 PIRATES 3 VIP kl. 4:30 - 8 ZODIAC kl. 6 - 9 16 THE REAPING kl. 8 - 10:10 16 SPIDER MAN 3 kl. 5 10 BLADES OF GLORY kl. 5:50 - 8 12 ROBINSON FJ... ÍSL TAL kl. 3:50 L KRINGLUNNI KEFLAVÍK AKUREYRI PIRATES 3 kl 6 - 8 - 10 10 GOAL 2 kl 6 7 PIRATES CARRIBEAN 3 kl. 6 - 8 - 10 10 DIGITAL PIRATES OF THE CARIBEAN 3 kl. 6:15 - 8 - 10 - 10:20 10 GOAL 2 kl. 5:50 - 8 7 ROBINSON F.. M/- ÍSL TAL kl. 5:50 LDIGITAL-3D HJ MBL PANAMA.IS VJV TOPP5.IS HÖRKUSPENNANDI MYND BYGGÐ Á SANNSÖGULEGUM ATBURÐUM. Nánari upplýsingar á www.SAMbio.is sannur sumarsmellur, fínasta afþreyingarmynd Trausti S blaðið Missið ekki af þessu blóðuga framhaldi af 28 Days Later. Myndin hefur hlotið frábæra dóma. Robert Carlyle er viðurstyggilega góður! SÍMI 551 9000 SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 MIÐASALA Á SÍMI 530 1919 28 WEEKS LATER kl. 6 - 8 - 10 UNKNOWN kl. 5.50 - 8 - 10.10 THE PAINTED VEIL kl. 5.30 - 8 - 10.30 IT´S A BOY GIRL THING kl. 8 - 10.10 SPIDERMAN 3 kl. 5.20 28 WEEKS LATER kl. 6 - 8 - 10 ANNAÐ LÍF ÁSTÞÓRS kl. 6 FRACTURE kl. 8 - 10.30 THE LIVES OF OTHERS kl. 5.30 - 8 - 10.30 SPIDERMAN 3 kl. 5.40 - 8.20 PIRATES OF THE CARIBBEAN 3 kl. 3 - 5 - 7 - 9 - 10.45 PIRATES OF THE C. 3 LÚXUS kl. 5 - 9 FRACTURE kl. 8 - 10.30 IT´S A BOY GIRL THING kl. 3.45 - 5.50 SPIDERMAN 3 kl. 5 - 8 - 10.50 10 14 10 16 16 10 16 14 10 28 WEEKS LATER kl. 8 - 10 IT´S A BOY GIRL THING kl. 6 FRACTURE kl. 8 THE CONDEMNED kl. 10.10 16 14 16 !óíbí.rk045 Gildir á allar sýningar í Regnboganum merktar með rauðu STRANGLEGA BÖNNUÐ INNAN 16 ÁRA Árleg menningarhátið veitinga- staðarins Grand Rokks verður haldin í sjötta sinn um helgina og verður hún glæsilegri og veglegri en nokkru sinni, að sögn umsjónar- mannsins Björgúlfs Eiríkssonar. „Þetta er orðið að hefð hjá okkur og við reynum að gera betur en áður á hverju ári. Það er alltaf tölu- vert menningarlíf í kringum Grand Rokk en með þessari hátíð viljum við fagna sumrinu og blása enn meira lífi í menningarstarfið. Auk þess er þetta mjög skemmtileg til- breyting frá hinu hefðbundnu veit- ingastarfi,“ segir Björgúlfur. Á fjölbreyttri dagskrá hátíð- arinnar má meðal annars finna glæpasagnasamkeppni, leikrita- samkeppni, bókauppboð, tísku- sýningu og ýmislegt fleira, en sett hefur verið upp stórt tjald í garði staðarins sem hýsa mun margn viðburðinn. Þá verður tónlistin að sjálfsögðu í fyrirrúmi á hátíðinni en afar fjölbreyttar hljómsveitir og tónlistarmenn munu stíga á svið á Grand Rokki. Hátíðin hefst formlega á morg- un með minningartónleikum um Gunnar Ólafsson, en hann var fastagestur á staðnum um árabil, og mun allur ágóði af þeim tónleik- um renna til MS-félagsins. Á tón- leikunum munu koma fram lista- menn og hljómsveitir á borð við Andreu Gylfadóttir, Magnús R. Einarsson, Káta pilta, Sviðna jörð og South River Band. Grand Rokk fagnar sumrinu Hljómsveitin Benni Hemm Hemm er á leiðinni í tónleikaferð um Bandaríkin í júlí. Haldnir verða þrettán tónleikar á þremur vikum. Fyrstu tónleikarnir verða í New York 5. júlí og verða þeir síðustu í sömu borg 27. sama mánaðar. „Ég hef farið áður til Bandaríkj- anna með litla útgáfu af hljóm- sveitinni fyrir nokkrum árum en þetta er fyrsta alvöru ferð- in,“ segir forsprakkinn, Benedikt Hermann Hermannsson. „Þetta verður alveg heill hringur um öll Bandaríkin og þetta verður mjög spennandi. Þetta eru líka spenn- andi staðir sem við erum að spila á, góðir tónleikastaðir.“ Auk þess að spila í New York ferðast Benni Hemm Hemm til borga á borð við Los Angeles, San Francisco og Washington. Önnur plata Benna Hemm Hemm, Kajak, kom út í Banda- ríkjunum fyrir nokkrum dögum á vegum þýska fyrirtækisins Morr Music og er tónleikaferðin farin í tilefni af því. „Ég er mjög spennt- ur fyrir að fara með hljómsveit- ina eins og hún á að hljóma,“ segir Benni. Benni Hemm Hemm spilar næst á tveimur Morr-kvöldum hérlend- is. Fyrst verður sveitin á Akur- eyri á föstudaginn og síðan í Iðnó á þriðjudag. Benni til Bandaríkjanna Reykjavíkurmærin Jóhanna Vala Jóns- dóttir er nýkrýnd Ungfrú Ísland. Hún er á leiðinni í frí til Púertó Ríkó í dag þar sem hún ætlar að slappa af eftir erfiða en skemmtilega törn. „Þetta var rosagaman. Þetta var ótrúlega skrítin upp- lifun en mjög skemmtileg,“ segir Jóhanna Vala, sem var í sigurvímu þegar Fréttablaðið ræddi við hana. Hún játar að æskudraumur sinn hafi ræst þegar hún var krýnd Ungfrú Ísland. „Ég leit rosalega upp til feg- urðardrottninganna þegar ég var lítil. Þetta var alveg æðislegt og stóð 150 prósent undir væntingum,“ segir hún um keppnina, sem var haldin á Broadway. Jóhanna Vala er á leiðinni til Púertó Ríkó í dag þar sem hún mun dvelja í eina viku ásamt góðum vini sínum sem hún er nýbyrjuð að hitta. Um leið og hún kemur heim úr fríinu bíður hennar síðan spennandi flugfreyjustarf hjá Icelandair. Út- skrifaðist hún þaðan sem flugfreyja í apríl síðastliðn- um eftir stíft nám. „Þetta var miklu meira en ég bjóst við. Þetta var samt ótrúlega góður hópur og bekkur- inn sem ég var í var æðislegur og ég fékk rosalegan stuðning frá honum.“ Jóhanna tekur þátt í Ungfrú heimi næsta haust og væntanlega í Ungfrú alheimi á næsta ári. Reyndar sendu Íslendingar ekki þátttakanda í Ungfrú alheim í ár vegna þess að keppninni var seinkað og fór fram degi eftir að Ungfrú Ísland var haldin hér heima. „Það kom upp þessi staða að keppnin var á sama tíma og okkar. Það hefur oft gerst áður að fegurðar- drottning fyrra árs hefur verið úti að keppa á sama tíma og keppnin er haldin hér heima en sú sem vann í fyrra, Sif Aradóttir, keppti í Miss Universe í fyrra,“ segir Elín Gestsdóttir, framkvæmdastjóri Ungfrú Ís- land. „Þeir vilja bara drottninguna sjálfa og við þurftum að sitja hjá í ár. Þetta er svolítið leiðinleg staða en þessi stúlka sem vann núna verður væntanlega með á næsta ári, nema þeir seinki keppninni aftur.“ Riyo Mori, tvítugur dansari frá Japan, var kjörin Ungfrú alheim- ur en keppnin var haldin í Mexíkó. Þetta er í fyrsta sinn síðan 1959 sem Japan vinnur keppnina, en þá bar Akiko Kojima sigur úr býtum. Rétt eins og Íslendingar tóku Svíar ekki þátt í Ungfrú alheimi vegna seinkunarinnar. Umboðsmaður sænsku keppninnar hefur látið hafa eftir sér að keppnin lítillækki konur og hefur boðað breyttar áherslur á vali Ungfrú Svíþjóðar. Geta stúlkur, í stað þess að koma fram á baðfötum og kvöld- kjólum, sótt um að verða Ungfrú Svíþjóð, rétt eins og um starfsviðtal sé að ræða. „Það fer engin í svona keppni nema sjálfviljug. Stúlkurnar sækja í þetta sjálfar og þess vegna eru þær þarna,“ segir Elín um gagnrýni Svía. „Það komast yfirleitt færri að en vilja. Það sækja meira en 200 stúlkur um að fá að vera með í keppninni. Ég hef lengi spáð í þessa gagnrýni á keppn- ina og mér finnst hún skrítin.“ Elín segist ekki eiga von á breyttum áherslum í Ungfrú Ísland á næstunni enda hafi keppnin um síðustu helgi gengið mjög vel. „Þetta er bara á uppleið og verður það á meðan við vöndum okkur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.