Fréttablaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 40
 30. MAÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR22 fréttablaðið bjartir dagar Víkingahátíðin í Hafnarfirði verður haldin hátíðleg í ellefta sinn nú í sumar. Hátíðin hefur farið vaxandi ár frá ári og er orðin ein af vinsælli uppákom- um sumarsins á höfuðborgar- svæðinu. „Það verða stanslausar uppákom- ur frá því markaðurinn verður opnaður á laugardeginum og allan tímann sem hátíðin stendur yfir,“ segir Jóhannes Bjarnason, fjöru- goði á Fjörukránni í Hafnarfirði, sem stendur fyrir hinni árlegu víkingahátíð í Hafnarfirði. „Hér verða handverksmenn að búa til handverk og selja það, sögumenn að segja sögur, söngvarar sem syngja víkingasöngva, bardagar, bogakeppni og margt margt fleira. Þetta verður sannkölluð fjöl- skylduhátíð á daginn og nóg fyrir fullorðna fólkið á kvöldin.“ Nú þegar hafa um 100 erlendir vík- ingar boðað komu sína og Jóhann- es segir að þeir íslensku sem mæti á hátíðina séu álíka margir. Þetta er fólk sem leggur mikinn metnað í allt sem að þessu snýr og hand- saumar föt sín og skó. Það notar líka eingöngu efni sem voru til á þessum tíma, sem það býr jafn- vel til sjálft. „Það gilda strangar reglur um klæðaburð víkinga og vopnin sem þeir bera,“ segir Jó- hannes. „Allt skal vera eftirlíking- ar af einhverju sem hefur fund- ist frá þessum tíma. Fólk má ekki bara skálda eitthvað upp.“ Fjöldi fólks fer á margar svona hátíðir á ári. „Sumir þeirra sem koma hingað hafa það sem lifi- brauð að ferðast á milli svona há- tíða og selja muni sem þeir búa til. Þetta er fólk sem lifir og hrærist í þessum tíma.“ Nokkur pör hafa verið gift á há- tíðinni síðustu ár og engin breyt- ing verður á því núna. „Það er nú þegar búið að ákveða tvær gifting- ar. Það verða danskir og pólskir goðar á staðnum sem hafa leyfi til að gifta fólk og allsherjargoðinn íslenski verður á staðnum. Dóttir mín var líka skírð á síðustu hátíð og fólk talaði um að það hefði aldrei séð svona fallega athöfn.“ Víkingahátíðir með þessu sniði hafa verið haldnar víða um norðan- verða Evrópu síð- ustu fjörutíu árin. „Vinur minn bú- settur í Danmörku hafði samband við mig eftir að hafa fariðá víkingahátíð þar og stakk upp á að ég stæði fyrir svona hátíð hér. Ég sló til fyrir ellefu árum og hef ekki enn séð eftir því.“ Jóhannes segir að það sé bráðnauðsynlegt fyrir fólk að muna eftir upprunan- um og fátt sé þjóðlegra og betur til þess fallið en víkingar. Hátíðin hefst laugardaginn 9. júní og lýkur á þjóðhátíðardegi Ís- lendinga. Á miðviku- og fimmtu- dag í vikunni þar á milli mun hópurinn færa sig til Sauðárkróks og standa fyrir miklu húllumhæi þar í bæ. Jóhannes segir að andinn á há- tíðinni sé ávallt mjög góður og víkingar séu hið viðkunnanlegasta fólk. „Þeir líta kannski illa út marg- ir hverjir en ég hef enn engan vík- ing hitt sem hefur vondan mann að bera innan klæða.“ Víkingar allra landa sameinast í Firðinum Jóhannes Bjarnason stendur fyrir víkingahátíð í Hafnarfirði. Á hátíðina kemur fjölmargt fólk sem fylgir ströngum reglum um klæðaburð og framkomu að víkingasið. Handverksmenn munu búa til muni og selja. Jóhannes segir að andinn á hátíðinni sé ávallt góður og víkingar hið viðkunnanlegasta fólk. Tilboð fyrir ferðalanga á gistingu. Frí innigeymsla fyrir bílinn á meðan ferðast er. F L U G H Ó T E L K E F L AV Í K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.