Fréttablaðið - 30.05.2007, Síða 40

Fréttablaðið - 30.05.2007, Síða 40
 30. MAÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR22 fréttablaðið bjartir dagar Víkingahátíðin í Hafnarfirði verður haldin hátíðleg í ellefta sinn nú í sumar. Hátíðin hefur farið vaxandi ár frá ári og er orðin ein af vinsælli uppákom- um sumarsins á höfuðborgar- svæðinu. „Það verða stanslausar uppákom- ur frá því markaðurinn verður opnaður á laugardeginum og allan tímann sem hátíðin stendur yfir,“ segir Jóhannes Bjarnason, fjöru- goði á Fjörukránni í Hafnarfirði, sem stendur fyrir hinni árlegu víkingahátíð í Hafnarfirði. „Hér verða handverksmenn að búa til handverk og selja það, sögumenn að segja sögur, söngvarar sem syngja víkingasöngva, bardagar, bogakeppni og margt margt fleira. Þetta verður sannkölluð fjöl- skylduhátíð á daginn og nóg fyrir fullorðna fólkið á kvöldin.“ Nú þegar hafa um 100 erlendir vík- ingar boðað komu sína og Jóhann- es segir að þeir íslensku sem mæti á hátíðina séu álíka margir. Þetta er fólk sem leggur mikinn metnað í allt sem að þessu snýr og hand- saumar föt sín og skó. Það notar líka eingöngu efni sem voru til á þessum tíma, sem það býr jafn- vel til sjálft. „Það gilda strangar reglur um klæðaburð víkinga og vopnin sem þeir bera,“ segir Jó- hannes. „Allt skal vera eftirlíking- ar af einhverju sem hefur fund- ist frá þessum tíma. Fólk má ekki bara skálda eitthvað upp.“ Fjöldi fólks fer á margar svona hátíðir á ári. „Sumir þeirra sem koma hingað hafa það sem lifi- brauð að ferðast á milli svona há- tíða og selja muni sem þeir búa til. Þetta er fólk sem lifir og hrærist í þessum tíma.“ Nokkur pör hafa verið gift á há- tíðinni síðustu ár og engin breyt- ing verður á því núna. „Það er nú þegar búið að ákveða tvær gifting- ar. Það verða danskir og pólskir goðar á staðnum sem hafa leyfi til að gifta fólk og allsherjargoðinn íslenski verður á staðnum. Dóttir mín var líka skírð á síðustu hátíð og fólk talaði um að það hefði aldrei séð svona fallega athöfn.“ Víkingahátíðir með þessu sniði hafa verið haldnar víða um norðan- verða Evrópu síð- ustu fjörutíu árin. „Vinur minn bú- settur í Danmörku hafði samband við mig eftir að hafa fariðá víkingahátíð þar og stakk upp á að ég stæði fyrir svona hátíð hér. Ég sló til fyrir ellefu árum og hef ekki enn séð eftir því.“ Jóhannes segir að það sé bráðnauðsynlegt fyrir fólk að muna eftir upprunan- um og fátt sé þjóðlegra og betur til þess fallið en víkingar. Hátíðin hefst laugardaginn 9. júní og lýkur á þjóðhátíðardegi Ís- lendinga. Á miðviku- og fimmtu- dag í vikunni þar á milli mun hópurinn færa sig til Sauðárkróks og standa fyrir miklu húllumhæi þar í bæ. Jóhannes segir að andinn á há- tíðinni sé ávallt mjög góður og víkingar séu hið viðkunnanlegasta fólk. „Þeir líta kannski illa út marg- ir hverjir en ég hef enn engan vík- ing hitt sem hefur vondan mann að bera innan klæða.“ Víkingar allra landa sameinast í Firðinum Jóhannes Bjarnason stendur fyrir víkingahátíð í Hafnarfirði. Á hátíðina kemur fjölmargt fólk sem fylgir ströngum reglum um klæðaburð og framkomu að víkingasið. Handverksmenn munu búa til muni og selja. Jóhannes segir að andinn á hátíðinni sé ávallt góður og víkingar hið viðkunnanlegasta fólk. Tilboð fyrir ferðalanga á gistingu. Frí innigeymsla fyrir bílinn á meðan ferðast er. F L U G H Ó T E L K E F L AV Í K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.