Fréttablaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 2
Lögreglan á höfuð-
borgarsvæðinu yfirheyrði í gær
karlmann og konu sem grunuð eru
um að hafa ráðist á 67 ára gamlan
karlmann í húsasundi við Lauga-
veg aðfaranótt sunnudags. Maður-
inn var handtekinn á mánudags-
kvöld eftir að hann hafði freistað
þess að nota kreditkort mannsins
sem ráðist var á. Konan gaf sig
sjálf fram við lögreglu í gær-
morgun.
Atvikið átti sér stað á fjórða
tímanum aðfaranótt sunnudags.
Konan lokkaði manninn inn í húsa-
sund og bað hann um að gefa sér
eld. Þar var hann sleginn í höfuðið
aftan frá af vitorðsmanni konunn-
ar. Þau tóku síðan af manninum
peningaveski, síma, lykla, gler-
augu og úr og lömdu hann svo illa
að hann rifbeinsbrotnaði og nef-
brotnaði auk þess sem hann hlaut
ýmsa minni áverka.
Tilkynnt var um sjö líkamsárásir
á höfuðborgarsvæðinu þessa nótt
og voru tvær þeirra alvarlegar.
Tveir menn veittust að karlmanni
í Breiðholti, kýldu hann í götuna
og óku á brott. Þeirra er enn leitað
en lögregla hefur haft uppi á bíln-
um sem þeir óku.
Stefán Eiríksson, lögreglustjóri
höfuðborgarsvæðisins, segir að
minniháttar líkamsárásum hafi
fjölgað undanfarið. „Samkvæmt
þeim tölum sem við höfum undir
höndum hefur verið meira um
líkamsárásir í miðborginni það
sem af er þessu ári en á sama tíma
í fyrra. Alvarlegum líkamsárásum
hefur hins vegar ekki fjölgað,“
segir Stefán. Hann bendir á að
mikilvægt sé að taka þessari
fjölgun með fyrirvara enda um
fremur stutt tímabil að ræða. „Við
fylgjumst náið með þessum tölum
og höfum verið að skoða lausnir til
þess að ná þeim niður. Undanfarið
höfum við unnið að því í samvinnu
við Reykjavíkurborg og dóms-
málaráðuneytið að fjölga öryggis-
myndavélum í miðborginni, eins
erum við í samstarfi við skemmti-
staðina og dyraverði sem þar
starfa,“ segir Stefán.
Flest brotin eiga sér stað aðfara-
nætur laugardaga og sunnudaga
og þar er mesta fjölgunin. Stefán
segir að aukin fíkniefnaneysla á
skemmtistöðum kunni að vera
orsök vandans en fíkniefni koma
við sögu í flestum málum.
Maðurinn sem varð fyrir líkams-
árásinni vildi ekki tjá sig um atvik-
ið en kvaðst ánægður með að
þrjótarnir hefðu náðst. Hann er á
batavegi.
Alvarlegum líkams-
árásum fjölgar ekki
Parið sem rændi mann í húsasundi aðfaranótt sunnudags hefur verið handtekið.
Lögregla leitar enn tveggja manna sem réðust á karlmann í Breiðholti sömu nótt.
Lögreglustjóri segir að minniháttar líkamsárásum hafi fjölgað í miðborginni.
Ráðherrar Asíuríkja
– þar á meðal risaríkjanna Kína
og Indlands – féllust með semingi
í gær á að styðja áform Evrópu-
sambandsríkjanna um að stefna
að því að gerður verði nýr bind-
andi alþjóðasamningur um
aðgerðir gegn loftslagsbreyting-
um fyrir árið 2009, þegar Kyoto-
sáttmálinn umtalaði rennur út.
Samkomulagið, sem náðist á
samráðsfundi Evrópusambands-
og Asíuríkja í Hamborg í gær,
var áfangasigur fyrir Angelu
Merkel, kanslara Þýskalands,
sem gegnir nú formennskunni
bæði í ESB og G8-hópi mestu iðn-
velda heims. Henni er í mun að á
leiðtogafundi G8-hópsins í
Heiligendamm við Eystrasalt í
næstu viku náist sátt um að
stefna skuli að gerð slíks nýs
alþjóðasamnings.
Þýsku stjórninni var í mun að
fá stuðning Asíulandanna við
þessi áform til að auka þrýsting-
inn á Bandaríkjastjórn að styðja
þau einnig.
James Connaughton, sérlegur
ráðgjafi Bush Bandaríkjaforseta
í umhverfismálum, tók af tví-
mæli um það á blaðamannafundi
í Berlín í gær að Bandaríkja-
stjórn væri eftir sem áður á móti
því að á G8-fundinum yrði eitt
allsherjarmarkmið sett um að
draga úr losun gróðurhúsaloft-
tegunda.
Stefnt að nýjum Kyoto-sáttmála
Ólafur, er kalt á toppnum?
Þing verður sett eftir hádegi á morgun.
Þingsetningarathöfnin hefst á messu í Dómkirkjunni
klukkan hálf tvö og að henni lokinni setur forseti
Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, þingið.
Hlutað verður um sæti þingmanna, forseti kjörinn
og kosið í nefndir þingsins.
Annað kvöld flytur Geir H. Haarde forsætisráð-
herra stefnuræðu sína og umræður um hana fylgja í
kjölfarið.
Fyrir þinginu liggur að afgreiða þrjú stjórnarfrum-
vörp. Eitt um breytingar á lögum um stjórnarráðið
vegna tilfærslu verkefna milli ráðuneyta, annað um
málefni barna og ungmenna og hið þriðja um
lífeyrismál aldraðra.
Unnið er að viðgerðum á Alþingishúsinu og það því
klætt stillönsum. Fúgur á norðurhlið hússins eru
endurnýjaðar og skífur á þaki. Búist er við að
viðgerðum ljúki eftir mánuð.
Af þeim 24 nýju þingmönnum sem náðu kjöri í
kosningunum 12. maí hafa sautján ekki sest áður á
þing. Aðrir hafa ýmist verið þingmenn áður eða
komið inn sem varamenn.
Kjörbréfanefnd rannsakar kjörbréf nýrra þing-
manna á morgun.
Þinghald og viðhald á Alþingi
Varaforsætisráð-
herra Rússlands segir að nýjar
langdrægar eldflaugar, sem
gerðar voru tilraunir með í gær,
gætu komist í gegnum öll
eldflauga-
varnakerfi.
Rússneskar
fréttastofur
greindu frá
þessu.
„Frá og með
deginum í dag
hefur Rússland
nýjar eldflaug-
ar sem eru
færar um að komast í gegnum
allar þær eldflaugavarnir sem
eru eða munu verða til,“ hafði
ITAR-Tass-fréttastofan eftir
varaforsætisráðherranum Sergei
Ívanov. Áður hafði eldflaugadeild
Rússlandshers tilkynnt um
tilraun með nýja langdræga
eldflaug sem bæri marga
sprengjuodda. Einnig hefði ný
gerð stýriflaugar verið prófuð.
Ný langdræg
eldflaug prófuð
Einar Karl Haraldsson
hefur verið ráðinn aðstoðarmaður
Össurar Skarp-
héðinssonar
iðnaðarráðherra.
Einar Karl
fékkst lengi við
blaðamennsku og
var meðal annars
fyrsti ritstjóri
Fréttablaðsins.
Hann hefur
sinnt ýmsum
ráðgjafarverkefnum, til dæmis
fyrir Kaupþing. Þá var Einar Karl
formaður stjórnar Hjálparstarfs
kirkjunnar. Einar var varaþing-
maður Samfylkingarinnar á
síðasta kjörtímabili.
Einar Karl
aðstoðar Össur
Tannlæknafélag Íslands
hefur samþykkt samning við
heilbrigðis- og tryggingamála-
ráðuneytið. Samkvæmt honum fá
þriggja og tólf ára börn forvarn-
arskoðun gegn endurgreiðslu. 55
prósent félagsmanna kusu um
málið, þar af sagði 61 prósent já.
„Meirihluti stjórnarinnar er
mjög ánægður með þessa
niðurstöðu,“ segir Sigurjón
Benediktsson formaður. „Það var
hart tekist á um málið innan
félagsins en það sneri að því
hvernig staðið var að samningn-
um, ekki efnisatriðum hans. Þetta
er fyrsta skrefið í bættri tann-
heilsu íslenskra barna.“
Samþykkti for-
varnarskoðun
Nordica hótelið í
Reykjavík verður hluti af Hilton-
hótelkeðjunni og mun eftirleiðis
heita Hilton Reykjavik Nordica.
Merkingum og ýmsu varðandi
starfsemi hótelsins verður breytt
á næstu vikum. Skrifað var undir
samning þessa efnis í Düsseldorf
í gær, að því er fram kemur í
tilkynningu frá Icelandair hotel,
eiganda Nordica hótelsins.
Um er að ræða sérleyfissamn-
ing við Hilton Hotels Corporation,
en Icelandair hotels mun áfram
reka hótelið. Hilton mun leggja til
gæðaímynd og margvísleg
markaðs- og kynningartækifæri á
alþjóðavísu. Um 500 Hilton-hótel
eru starfandi um heim allan.
Nordica hótel
verður Hilton
Alþjóðahvalveiðiráðið
samþykkti í gær hvalveiðikvóta
fyrir frumbyggja Alaska fyrir
næstu fimm árin. Þeir fá að veiða
260 grænlandssléttbaka á
tímabilinu, eða 52 á ári. Kvótinn
var samþykktur samhljóða á
ársfundi ráðsins, sem fram fer
þessa dagana í Bandaríkjunum.
Fulltrúar Japans sögðu á
fundinum að þeir myndu halda sig
við áform um veiðar á fimmtíu
hnúfubökum. Fulltrúar ríkja sem
andsnúin eru hvalveiðum höfðu
áður hafnað því að veita Japan
kvóta hliðstæðan frumbyggja-
kvótunum gegn því að hætt yrði
við veiðar á hnúfubaki.
Sátt um kvóta
frumbyggja