Fréttablaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 10
FÉLAGSVÍSINDADEILD www.hi.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /H S K 3 77 86 0 5/ 07 Félagsvísindadeild Háskóla Íslands býður spennandi námskost: 15 eininga diplómanám á meistarastigi. Tilvalið nám með starfi. FARSÆL LEIÐ TIL ÞRÓUNAR Í STARFI OG MEIRI LÍFSGÆÐA Afbrotafræði Alþjóðasamskipti Atvinnulífsfræði Áfengis- og vímuefnamál Fjölmenningarfélagsráðgjöf Fjölmiðlafræði Fræðslustarf og stjórnun Fötlunarfræði Hagnýt jafnréttisfræði Mat og þróunarstarf Opinber stjórnsýsla Rannsóknaraðferðir félagsvísinda Þróunarfræði Öldrunarfélagsráðgjöf Öldrunarþjónusta Umsóknarfrestur er til 5. júní Inngönguskilyrði eru BA-próf eða sambærilegt próf. Diplómanám er metið inn í viðkomandi meistaranám fái nemendur inngöngu í það. Umsóknareyðublöð og allar upplýsingar eru á heimasíðu deildar: www.felags.hi.is Umsóknum skal skilað til Kolbrúnar Eggertsdóttur, deildarstjóra framhaldsnáms, skrifstofu félagsvísindadeildar, Odda við Sturlugötu, sími 525 4263, tölvupóstfang kolbegg@hi.is Kolefnisjöfnun hljómar vel B A K H J A R LA R : Íslendingar geta orðið fyrsta þjóð heims til að kolefnisjafna útblástursáhrif sam- göngutækja sinna með skógrækt. Það kostar sem nemur einni tankáfyllingu á ári. Ford F ocus Eknir kílóme trar á ári:15 þús. Koltvís ýrings losun: 3 tonn Kolefn isjöfnu n: 4.2 27 kr. Fyrir þ að ver ða gróður sett 2 8 tré. Farðu inn á www.kolvidur.is Mohamed Tatou, 24 ára hollenskur ríkisborgari, og Randiya Keshara Lankathilaka, tvítugur ríkisborgari Srí Lanka, hafa verið sýknaðir af ákæru um að hafa staðið að innflutningi á 834 e-töflum til landsins í nóvem- ber síðastliðnum. Dómurinn segir margt benda „eindregið til þess að [Tatou] hafi óhreint mjöl í pokahorninu“ en þó sé ekki hægt að sakfella hann. Tatou var ákærður fyrir að skipuleggja smyglið og Lankat- hilaka fyrir að veita efnunum viðtöku. Oddgeir Einarsson, verj- andi Tatou, segir að af dómnum megi skilja að hefði ákæruvaldið til vara krafist refsingar fyrir vægara brot, til að mynda hlut- deild í innflutningi efnanna, hefði Tatou sennilega verið fund- inn sekur. Tatou fór ásamt vini sínum til Hollands í október, þaðan sem senda átti fíkniefnin til Íslands, og kenndi Tatou vini sínum um innflutninginn. Mörgum sögum fór af því hver tilgangur ferðar- innar var. Tatou sagðist hafa farið út til að skoða melónu- skurðarvél fyrir tengdaföður sinn, og fékk það stoð í vitnis- burði tengdaföðurins. Vinur Tatous var margsaga um tilganginn, sagði hann meðal annars hafa verið peningaþvætti og loks nefndi hann saklausa heimsókn til móður Tatous. Ákærðu opnuðu pakkann frá Hollandi í sameiningu á heimili þess síðarnefnda, eftir að lögregla hafði skipt innihaldinu út fyrir gerviefni. Þeir voru handteknir á staðnum. Báðir neituðu sök. Í dómnum segir að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að Lankathilaka hafi vitað að fíkni- efni væru falin í pakkanum. Sumt í framburði hans hafi vissu- lega veitt vísbendingu um það að hann hafi mátt gruna það, en á hinn bóginn hafi hann opnað sendinguna þegar fjölskylda hans var heima við, sem þykir ekki bera vott um einbeittan brotavilja. Tatou var sýknaður meðal ann- ars vegna þess að ákæruvaldið byggði málatilbúnað sinn að miklu leyti á vitnisburði vinar- ins, sem dómurinn telur „með slíkum ólíkindum að ekkert sönn- unargildi hafi í málinu, ákærða í óhag. [...] Þótt verulegar líkur séu á því að ákærði hafi engu síður tekið þátt í refsiverðri hátt- semi, tengdri ólögmætri með- ferð fíkniefna verður hann ekki sakfelldur fyrir þá háttsemi, sem honum er gefin að sök í ákæru,“ segir í dómnum. Jónas Jóhannsson dómari hafði sagt ákæruna arfavitlausa við upphaf aðalmeðferðar fyrr í mánuðinum, og baðst undan því að heyra hana lesna upp. Sýknaður með óhreint mjöl í pokahorninu Tveir menn sýknaðir af ákæru um smygl á 834 e-töfl- um. Annar líklega sekur um ólöglega meðferð fíkni- efna. Ákæruvaldið krafðist ekki refsingar fyrir væg- ara brot til vara. Dómari sagði ákæruna arfavitlausa. Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar veitir malbikunar- stöð Hlaðbæjar-Colas aðeins tak- markað leyfi til að reka hreyfan- lega malbikunarstöð en sótt hafði verið um leyfi til rekstrar hennar sem aðalstöðvar. Sigþór Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Malbikunarstöðvar Hlaðbæjar-Colas, segir að tug- milljóna tjón hljótist ef þetta verði niðurstaðan. Tekjutapið í heildina geti numið 200 milljónum króna, eða um fimmtán prósentum af heildarveltunni. Fyrirtækið verði af hagnaði upp á 20-30 milljónir króna. „Við vildum fá að nýta þessa stöð næstu þrjá mánuði. Við höfð- um gert ráð fyrir að vera komnir á nýjan stað í sumar en því hefur seinkað þar sem dregist hefur að afgreiða deiliskipulag hjá Hafnar- fjarðarbæ. Það tekur sex mánuði að reisa nýja verksmiðju þannig að hún tekur ekki til starfa fyrr en um áramót,“ segir hann. Hlaðbær-Colas hefur farið fram á afturköllun ákvörðunar Heil- brigðiseftirlitsins samkvæmt stjórnsýslulögum vegna þess að umhverfisráð Hafnarfjarðar hafi ekki haft allar upplýsingar undir höndum þegar ákvörðunin var tekin. „Starfsemin fer að mestu fram á sumrin þannig að vertíðin er að byrja. Verksmiðjan verður bara á hálfum afköstum ef þetta verður ekki afturkallað,“ segir Sigþór. Talið valda tugmilljóna tjóni Verðlaun voru afhent í átakinu Hjólað í vinnuna í veitingatjaldi Húsdýragarðsins á fimmtudaginn í síðustu viku. Þátttakendur í átakinu voru fleiri en nokkru sinni eða tæplega 6.700 en voru 5.300 í fyrra. Þátttakend- ur hjóluðu 417 þúsund kílómetra eða tíu hringi kringum jörðina. Keppt var í sex flokkum um flesta daga og flesta kílómetra. Starfsmenn Alcan, starfsmenn Verkfræðistofu Sigurðar Thor- oddsen, starfsmenn Síðuskóla, Öskjuhlíðarskóla, Biskupsstofu, Verkfræðistofnunar HÍ og Hafnaskóla voru í fyrsta sæti. Einnig Sjúkraþjálfun FSA, Efnalaug Suðurlands, viðgerða- búðin Heiðrún, Bolungarvíkur- skrifstofur og Salka fiskmiðlun. Veittir voru viðurkenningar- skildir fyrir efstu þrjú sætin. Kringum jörð- ina tíu sinnum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.