Fréttablaðið - 30.05.2007, Síða 10
FÉLAGSVÍSINDADEILD
www.hi.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/H
S
K
3
77
86
0
5/
07
Félagsvísindadeild Háskóla Íslands býður spennandi námskost:
15 eininga diplómanám á meistarastigi. Tilvalið nám með starfi.
FARSÆL LEIÐ TIL ÞRÓUNAR
Í STARFI OG MEIRI LÍFSGÆÐA
Afbrotafræði
Alþjóðasamskipti
Atvinnulífsfræði
Áfengis- og vímuefnamál
Fjölmenningarfélagsráðgjöf
Fjölmiðlafræði
Fræðslustarf og stjórnun
Fötlunarfræði
Hagnýt jafnréttisfræði
Mat og þróunarstarf
Opinber stjórnsýsla
Rannsóknaraðferðir
félagsvísinda
Þróunarfræði
Öldrunarfélagsráðgjöf
Öldrunarþjónusta
Umsóknarfrestur er til 5. júní
Inngönguskilyrði eru BA-próf eða sambærilegt próf.
Diplómanám er metið inn í viðkomandi meistaranám fái nemendur inngöngu í það.
Umsóknareyðublöð og allar upplýsingar eru á heimasíðu deildar: www.felags.hi.is
Umsóknum skal skilað til Kolbrúnar Eggertsdóttur, deildarstjóra framhaldsnáms, skrifstofu
félagsvísindadeildar, Odda við Sturlugötu, sími 525 4263, tölvupóstfang kolbegg@hi.is
Kolefnisjöfnun
hljómar vel
B A K H J A R LA R :
Íslendingar geta orðið
fyrsta þjóð heims
til að kolefnisjafna
útblástursáhrif sam-
göngutækja sinna með
skógrækt. Það kostar
sem nemur einni
tankáfyllingu á ári.
Ford F
ocus
Eknir
kílóme
trar á
ári:15
þús.
Koltvís
ýrings
losun:
3 tonn
Kolefn
isjöfnu
n: 4.2
27 kr.
Fyrir þ
að ver
ða
gróður
sett 2
8 tré.
Farðu inn á
www.kolvidur.is
Mohamed Tatou, 24 ára
hollenskur ríkisborgari, og
Randiya Keshara Lankathilaka,
tvítugur ríkisborgari Srí Lanka,
hafa verið sýknaðir af ákæru um
að hafa staðið að innflutningi á
834 e-töflum til landsins í nóvem-
ber síðastliðnum. Dómurinn
segir margt benda „eindregið til
þess að [Tatou] hafi óhreint mjöl
í pokahorninu“ en þó sé ekki
hægt að sakfella hann.
Tatou var ákærður fyrir að
skipuleggja smyglið og Lankat-
hilaka fyrir að veita efnunum
viðtöku. Oddgeir Einarsson, verj-
andi Tatou, segir að af dómnum
megi skilja að hefði ákæruvaldið
til vara krafist refsingar fyrir
vægara brot, til að mynda hlut-
deild í innflutningi efnanna,
hefði Tatou sennilega verið fund-
inn sekur.
Tatou fór ásamt vini sínum til
Hollands í október, þaðan sem
senda átti fíkniefnin til Íslands,
og kenndi Tatou vini sínum um
innflutninginn. Mörgum sögum
fór af því hver tilgangur ferðar-
innar var. Tatou sagðist hafa
farið út til að skoða melónu-
skurðarvél fyrir tengdaföður
sinn, og fékk það stoð í vitnis-
burði tengdaföðurins.
Vinur Tatous var margsaga um
tilganginn, sagði hann meðal
annars hafa verið peningaþvætti
og loks nefndi hann saklausa
heimsókn til móður Tatous.
Ákærðu opnuðu pakkann frá
Hollandi í sameiningu á heimili
þess síðarnefnda, eftir að lögregla
hafði skipt innihaldinu út fyrir
gerviefni. Þeir voru handteknir á
staðnum. Báðir neituðu sök.
Í dómnum segir að ekkert hafi
komið fram sem bendi til þess að
Lankathilaka hafi vitað að fíkni-
efni væru falin í pakkanum.
Sumt í framburði hans hafi vissu-
lega veitt vísbendingu um það að
hann hafi mátt gruna það, en á
hinn bóginn hafi hann opnað
sendinguna þegar fjölskylda
hans var heima við, sem þykir
ekki bera vott um einbeittan
brotavilja.
Tatou var sýknaður meðal ann-
ars vegna þess að ákæruvaldið
byggði málatilbúnað sinn að
miklu leyti á vitnisburði vinar-
ins, sem dómurinn telur „með
slíkum ólíkindum að ekkert sönn-
unargildi hafi í málinu, ákærða í
óhag. [...] Þótt verulegar líkur
séu á því að ákærði hafi engu
síður tekið þátt í refsiverðri hátt-
semi, tengdri ólögmætri með-
ferð fíkniefna verður hann ekki
sakfelldur fyrir þá háttsemi, sem
honum er gefin að sök í ákæru,“
segir í dómnum.
Jónas Jóhannsson dómari hafði
sagt ákæruna arfavitlausa við
upphaf aðalmeðferðar fyrr í
mánuðinum, og baðst undan því
að heyra hana lesna upp.
Sýknaður með
óhreint mjöl í
pokahorninu
Tveir menn sýknaðir af ákæru um smygl á 834 e-töfl-
um. Annar líklega sekur um ólöglega meðferð fíkni-
efna. Ákæruvaldið krafðist ekki refsingar fyrir væg-
ara brot til vara. Dómari sagði ákæruna arfavitlausa.
Heilbrigðiseftirlit
Hafnarfjarðar veitir malbikunar-
stöð Hlaðbæjar-Colas aðeins tak-
markað leyfi til að reka hreyfan-
lega malbikunarstöð en sótt hafði
verið um leyfi til rekstrar hennar
sem aðalstöðvar.
Sigþór Sigurðsson, fram-
kvæmdastjóri Malbikunarstöðvar
Hlaðbæjar-Colas, segir að tug-
milljóna tjón hljótist ef þetta verði
niðurstaðan. Tekjutapið í heildina
geti numið 200 milljónum króna,
eða um fimmtán prósentum af
heildarveltunni. Fyrirtækið verði
af hagnaði upp á 20-30 milljónir
króna.
„Við vildum fá að nýta þessa
stöð næstu þrjá mánuði. Við höfð-
um gert ráð fyrir að vera komnir á
nýjan stað í sumar en því hefur
seinkað þar sem dregist hefur að
afgreiða deiliskipulag hjá Hafnar-
fjarðarbæ. Það tekur sex mánuði
að reisa nýja verksmiðju þannig
að hún tekur ekki til starfa fyrr en
um áramót,“ segir hann.
Hlaðbær-Colas hefur farið fram
á afturköllun ákvörðunar Heil-
brigðiseftirlitsins samkvæmt
stjórnsýslulögum vegna þess að
umhverfisráð Hafnarfjarðar hafi
ekki haft allar upplýsingar undir
höndum þegar ákvörðunin var
tekin.
„Starfsemin fer að mestu fram
á sumrin þannig að vertíðin er að
byrja. Verksmiðjan verður bara á
hálfum afköstum ef þetta verður
ekki afturkallað,“ segir Sigþór.
Talið valda tugmilljóna tjóni
Verðlaun voru afhent í
átakinu Hjólað í vinnuna í
veitingatjaldi Húsdýragarðsins á
fimmtudaginn í síðustu viku.
Þátttakendur í átakinu voru fleiri
en nokkru sinni eða tæplega 6.700
en voru 5.300 í fyrra. Þátttakend-
ur hjóluðu 417 þúsund kílómetra
eða tíu hringi kringum jörðina.
Keppt var í sex flokkum um
flesta daga og flesta kílómetra.
Starfsmenn Alcan, starfsmenn
Verkfræðistofu Sigurðar Thor-
oddsen, starfsmenn Síðuskóla,
Öskjuhlíðarskóla, Biskupsstofu,
Verkfræðistofnunar HÍ og
Hafnaskóla voru í fyrsta sæti.
Einnig Sjúkraþjálfun FSA,
Efnalaug Suðurlands, viðgerða-
búðin Heiðrún, Bolungarvíkur-
skrifstofur og Salka fiskmiðlun.
Veittir voru viðurkenningar-
skildir fyrir efstu þrjú sætin.
Kringum jörð-
ina tíu sinnum