Fréttablaðið - 30.05.2007, Page 8

Fréttablaðið - 30.05.2007, Page 8
 Hvað var urriðinn sem Börkur Birgisson veiddi á stöng í Þingvallavatni mörg pund? Hvað heitir formaður íslensku sendinefndarinnar á fundi Alþjóða hvalveiðiráðsins? Hvað er lið KR í Lands- bankadeild karla búið að vinna marga leiki í sumar? Yfirheyrslur yfir fjórum einstaklingum, sem allir tengjast Baugi Group, vegna ætl- aðra skattalagabrota hafa staðið yfir hjá efnahagsbrotadeild ríkis- lögreglustjóra undanfarna daga og eru nú langt komnar. Skattrannsóknarstjóri kærði fjóra einstaklinga og þrjú fyrir- tæki, sem öll tengjast Baugi á einn eða annan hátt, til ríkislögreglu- stjóra í nóvember 2004. Í bréfi sem Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, sendi ríkislögreglustjóra og fjölmiðlum í október 2006 kemur fram að hann sjálfur sé meðal þeirra sem liggi undir rannsókn. Rannsóknin beinist einnig að Baugi Group og Fjár- festingafélaginu Gaumi, fjöl- skyldufyrirtækis Jóns Ásgeirs. Málið er tvískipt. Ríkislög- reglustjóri rannsakar meint skattalagabrot en yfirskatta- nefnd hefur til meðferðar álita- efni um skattskyldu vegna meintra brota, segir Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota hjá ríkislögreglu- stjóra. Hann segir hugsanlegt að ákvörðun yfirskattanefndar geti haft áhrif á meðferð skattamáls- ins. Verið sé að skoða hvort hægt verði að ljúka málinu hjá efna- hagsbrotadeild óháð yfirskatta- nefnd, eða hvort bíða þurfi niður- stöðu nefndarinnar. Meðferð Baugsmálsins í hér- aðsdómi í febrúar og mars varð til þess að fresta þurfti yfir- heyrslum, segir Helgi, erfitt geti verið að finna tíma fyrir yfir- heyrslur sem henti öllum. Yfirheyrslur sagðar vera langt komnar Aðsókn útlendinga í íslenskunám hjá Mími-símenntun hefur aldrei verið meiri. Árið 2006 sóttu 1.550 nemendur íslensku- nám hjá Mími og kennslustundum fjölgaði um 115 prósent frá árinu áður. Þetta er meðal þess sem kynnt var á ársfundi Mímis í gær. Hulda Ólafsdóttir, fram- kvæmdastjóri Mímis, segir að íslenskukennslan hafi vaxið mikið. „Það er tvennt sem kemur til. Í fyrsta lagi hefur útlendingum fjölgað og hins vegar fengum við nú í fyrsta skipti styrk frá ríkinu og gátum því lækkað gjöldin um helming,“ segir Hulda. Í nóvember á síðasta ári ákvað ríkisstjórnin að verja 100 milljón- um til íslenskukennslu fyrir útlendinga árið 2007. Öllum þeim peningum hefur nú verið varið. Hulda segir mikilvægt að tryggja framtíð íslenskukennslunnar og koma kennslunni í fastari skorður svo auðveldara sé að skipuleggja fram í tímann. Hún er bjartsýn á að tekið verði til í þessum mála- flokki og bendir á að í stefnuyfir- lýsingu Samfylkingar og Sjálf- stæðisflokks sé boðað átak í íslenskukennslu fyrir útlendinga. Mímir er stærsti fagaðilinn á sviði íslenskukennslu en þar er einnig boðið upp á fjölmörg önnur námskeið. Í vetur hafa fjölmargar erlendar konur sem starfa við umönnun á öldrunarstofnunum stundað nám á félagsliðabrú sem er nám á framhaldsskólastigi, sér- sniðið fyrir útlendinga í þessum störfum. Fyrrverandi gjaldkeri starfsmannafélags Norðuráls hefur játað að hafa dregið sér á aðra milljón króna úr sjóðum félagsins. Skessuhorn.is segir frá þessu. Gjaldkerinn gat ekki framvísað neinum reikningum á aðalfundi félagsins 4. maí og við athugun á bankayfirliti félagsins komu í ljós grunsamlegar færslur sem ekki fengust skýrðar. Maðurinn er hættur störfum hjá Norðuráli. Málið hefur verið afhent lögfræðingum til eftir- fylgni, en fram kemur í tilkynn- ingu frá félaginu að fjárhags- staða þess sé enn traust. Játar fjárdrátt úr félagssjóði Nafni Höfða- hrepps verður breytt í Skaga- strönd eftir eina þéttbýliskjarna sveitarfélagsins. Kosið var um þetta í nýafstöðn- um alþingiskosningum. Í boði var annars vegar að hafa Höfða- hreppsnafnið áfram eða breyta því í sveitarfélagið Skagaströnd. Tæp 74 prósent þeirra sem greiddu atkvæði reyndust hlynnt nafnbreytingunni. Höfðahreppur að Skagaströnd

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.