Fréttablaðið - 30.05.2007, Síða 28

Fréttablaðið - 30.05.2007, Síða 28
 30. MAÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR10 fréttablaðið bjartir dagar Útitónleikarnir „Hafnarfjörður rokkar“ verða haldnir á Thors- plani í Hafnarfirði á fimmtu- dagskvöld. Fjölmargir þekktir flytjendur stíga á svið og verður stemningin án efa prýðileg. Magni úr hljómsveitinni Á móti sól kemur fram einn með kassa- gítarinn. „Ég er ekki búinn að ákveða hvað ég ætla að spila. Ætli ég ákveði það nokkuð fyrr en ég er á leiðinni,“ segir Magni. „Ætli ég endi ekki á því að taka eitthvað sem allir þekkja. Ég tek bara trú- badorinn á þetta, persónulega trúbadorinn,“ segir hann og hlær. Hlakkar hann til að spila á útitón- leikunum og hefur engar áhyggj- ur af því ef kalt verður í veðri. „Við í Á móti sól spiluðum 10. janúar á útitónleikum, þannig að maður er vanur ýmsu.“ NÝTT FRÁ MÍNUS Magni hefur leik um kl. átta en hljómsveitin Mínus lýkur kvöld- inu með rokki og róli af bestu gerð. Mínus verður með ný lög í farteskinu enda gaf hún nýlega út sína fjórðu breiðskífu, The Great Northern Whalekill, sem hefur fengið góðar viðtökur. EFNILEGT ÚR HAFNARFIRÐI Aðrar hljómsveitir sem stíga á svið verða Sign, sem kom nýverið heim úr tónleikaferð um Bret- land, Þrumukettir og hafnfirsku sveitirnar Mystic Dragon, Gras- rætur og Æsir. „Þetta eru ungar og upprenn- andi sveitir og þær byrja dag- skrána,“ segir Páll Arnar Svein- björnsson, sem hefur unnið að skipulagningu tónleikanna. „Tón- leikarnir hafa ekki verið með þessu sniði síðan 2003, sem stórir útitónleikar. Við vonumst til þess að það mæti múgur og margmenni á Thorsplanið,“ segir hann. Kynnir tónleikanna, sem hefj- ast klukkan 20, verður Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður á Rás 2, sem er einmitt búsettur í Hafnarfirði. Rokk og ról á Thorsplani Rokksveitin Mínus lýkur útitónleikunum Hafnarfjörður rokkar með þéttri spilamennsku. Hafnfirska hljómsveitin Sign stígur á svið á fimmtudagskvöld eftir vel heppnaða tónleikaferð um Bretland. Magni ætlar að vera einn með kassagítarinn á útitónleik- unum. Hefur hann leik um áttaleytið. SKUNKFUNK - LEE- WRANGLER SARA KEIR DESIGN- ZENTO SKART & TÖSKUR REPEAT DK. - VIA-VAI SKÓR VÆNTANLEGIR ALLT FYRIR LÍKAMANN OG ANDLIT ÚR DAUÐAHAFINU OROBLU - ERMAR- LEGGINGS - HAUSKÚPUKLÚTAR - ARAFAT SLÆÐUR OG MARGT FLEIRA BRAZILIAN TAN BRÚNKUKREM Sumarvörurnar komnar! LOVE LINE KREMIN - MAXIM SVITASTOPPARINN SEM ER AÐ SLÁ Í GEGN Á ÍSLANDI Firði, 2. hæð • Sími 533 3931

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.