Fréttablaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 5

Fréttablaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 5
MARKAÐURINN Eggert Þór Aðalsteinsson skrifar Gengi stofnfjárbréfa í þremur af stærstu spari- sjóðum landsins hefur tvöfaldast á ekki lengri tíma en frá ársbyrjun. Þetta eru Byr sparisjóður, Sparisjóðurinn í Keflavík og Sparisjóður Kópa- vogs. Sérfræðingar nefna að hugarfarsbreyting hafi orðið í viðhorfi fjárfesta til sparisjóða og stofn- fjárbréfa sem upphaflega er rakið til markaðsvæð- ingar stofnfjár í SPRON. Hér áður fyrr voru stofn- fjárbréf hálfverðlaus pappír. Stofnfjáraukning- ar eru undirliggjandi þáttur í þessari þróun, enda tryggja þær alltaf betra og betra eignarhald stofn- fjáreigenda á sparisjóðum og gefa þannig færi á að auka arðgreiðslur til muna í samræmi við auk- inn hagnað. Sérfræðingur sem Markaðurinn ræddi við benti á að félagsform sparisjóða væri óhent- ugra en hlutafélaga sem veldur því að stofnfjár- bréf væru verðlögð með afslætti í samanburði við hlutabréf bankanna. Þá telja menn að landslag sparisjóða eigi eftir að breyt- ast þannig að þeim fækki og til verði öflugri heildir. Vænt- ingar um samruna sparisjóða og jafnvel sögusagnir um sölu sparisjóða í heilu lagi birtast einnig í þessum gengishækk- unum. Stofnfjárbréf í SpKef hafa hækkað úr 3,48 krónum á hlut í 7,45 krónur á árinu sem jafn- gildir 125 prósenta hækkun að teknu tilliti til ný- legrar stofnfjáraukningar og endurmats stofnfjár. Mikil hækkun hlutabréfa í Existu endurspeglast í verðmætaaukningu sparisjóðsins sem á bæði bein- an og óbeinan hlut þar. Miðað við síðasta viðskipta- gengi SpKef er sparisjóðurinn metinn á 28 millj- arða króna samanborið við 10,9 milljarða í árs- byrjun. Stofnfé í Byr hefur farið úr 70 krónum á hlut í gengið 140 á stofnfjármarkaði sparisjóðsins. Þetta gerir um 110 prósenta árshækkun með viðbættu endurmati. Í maí hefur gengi bréfanna hækkað um þriðjung. Byr er metinn á um 34 milljarða króna og er því tvöfalt verðmætari en í byrjun ársins. Hástökkvari ársins er SPK sem mun hugsanlega sameinast Byr á næstunni. Stofnfjárbréf í spari- sjóðnum ganga ekki kaupum og sölu á skipulögð- um stofnfjármarkaði eins og bréf í stóru spari- sjóðunum. Rétt áður en tilkynnt var um viðræður SPK og Byrs fóru fram viðskipti með stofnfé SPK á genginu 10. Það er um þrefalt hærra verð en snemma á árinu. Markaðsvirði alls stofnfjár í SPK er því um 4,7 milljarð- ar króna. SPRON er eftir sem áður stærsti sparisjóðurinn, bæði talið í eignum og að mark- aðsvirði. Sjóðurinn var met- inn á 66,5 milljarða í nýleg- um viðskiptum, en um þriðj- ungshækkun hefur orðið á gengi stofnfjárbréfa sjóðsins á árinu. Stofnfé tvöfaldast í verði Hugarfarsbreyting hefur orðið hjá fjárfestum til sparisjóða og stofnfjár. Markaðsvirði Byrs og Sparisjóðsins í Keflavík stendur í um þrjátíu milljörðum króna. Á Æ T L A Ð M A R K S A Ð S V E R Ð S T Æ R S T U S P A R I S J Ó Ð A Sparisjóður Virði í milljörðum SPRON 66,0 Byr 34,0 SpKef 28,0 SPK 4,7 Ian Bankier, eigandi verslunar- keðjunnar Whisky Shop, sakar kollega sína, einkum lykilaðila í breska viskýiðnaðinum, um skelfilegt metnaðarleysi þegar kemur að því að matreiða skot- ann ofan í landann. Frammi- staða Breta sé ekki hróssins verð og reyndar ólíðandi í al- þjóðaheimi viskýsins. Hann gagnrýnir bæði kostnaðarsamt dreifingarkerfi í Bretlandi og afslátt í kringum jólasöluna og segir að skammtímahagsmunir ráði för. „Við verðum sérstaklega að endurskoða afsláttarherferðir í kringum jólin,“ segir hann. „Þú heldur jólin ekki hátíð- leg án kalkúns á borðum, leik- fanga fyrir börnin eða flösku af áfengi. Vill fólk afslátt? Er fólk að leita að góðu verði? Nei. En tilboðstímabilið í kringum jólin er niðurnjörvað,“ sagði hann á alþjóðlegri ráðstefnu vínfram- leiðenda í Lundúnum. Bankier er einnig gagnrýn- inn á þátt bresku stórverslana- keðjanna sem haldi framleið- endum í heljargreipum sökum yfirburðastöðu sinna og hirði mesta ágóðann. Ekki fylgir fréttinni hvort Bankier hafi rætt við við ís- lenska bóksala sem margir hverjir eiga erfitt með að sætta sig við verðstríð á jólabókun- um. - eþa Viskýkóngur skammar kollega sína 5MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2007 F R É T T I R BYR - sparisjóður | Sími 575 4000 | www.byr.is Er þitt fyrirtæki að fá það besta sem við höfum að bjóða? Persónuleg og vönduð þjónusta, sérsniðin að þörfum hvers og eins er það besta sem við höfum að bjóða. Með lipru skipulagi og stuttum boðleiðum bjóðum við þér skýrar og einfaldar þjónustuleiðir og þú velur það sem þér hentar hverju sinni. Kynntu þér málið – við leitum lausna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.