Fréttablaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 29
MARKAÐURINN 13MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2007
H É Ð A N O G Þ A Ð A N
CSI-300 hlutabréfavísitalan í kaup-
höllinni í Sjanghæ í Kína náði met-
hæðum á mánudag þegar gengi
hennar hækkaði um 2,6 prósent
og endaði í 4.090,57 stigum. Þarna
rauf vísitalan 4.000 stiga múrinn í
fyrsta sinn.
Gengi bréfa í Kína hefur verið
á hraðri siglingu upp á við síðustu
misserin og þrefaldast í verði frá
áramótunum 2006. Það sem af er
árs hefur gengið tvöfaldast.
Mikil eftirspurn er eftir hluta-
bréfum í Kína. Markaðurinn er
sérstæður að því leyti að almenn-
ingur, jafnt sem háskólastúdentar
sem eldri borgarar, virðist fremur
kjósa að verja sparifé sínu í hluta-
bréf en að leggja inn á bankabók.
Alan Greenspan, fyrrum aðal-
seðlabankastjóri Bandaríkjanna,
varaði á dögunum við að leiðrétt-
ing á gengi hlutabréfa í Kína væri
yfirvofandi og gæti haft áhrif á
helstu fjármálamörkuðum. - jab
Kínverska vísitalan slær met
Nordic Exchange hefur tekið í
notkun þjónustuna OMX Prox-
imity Services. Nordic Ex-
change er sameiginleg þjónusta
OMX-kauphallanna í Helsinki,
Kaupmannahöfn, Stokkhólmi,
Íslandi, Ríga, Tallinn og Vilníus.
Nýja þjónustan á að lágmarka
biðtíma í tengslum við sjálfvirk
viðskipti sem byggja á reikni-
reglum. Þá er henni ætlað að
mæta tilskipun Evrópusam-
bandsins um markaði með fjár-
málagerninga síðar á þessu ári.
Proximity Services gerir
kauphallaraðilum kleift að hafa
viðskiptabúnað sinn tengd-
an viðskipta- og markaðsum-
hverfi Nordic Exchange. Í til-
kynningu frá OMX segir að með
því móti geti Nordic Exchange
tryggt aðilum sínum háhraða-
tengingu fyrir markaðsupplýs-
ingar og viðskipti þar sem bið-
tími er innan við eina millísek-
úndu. Sami biðtími muni gilda
fyrir alla kauphallaraðila í sam-
skiptum milli eigin viðskipta-
hugbúnaðar og viðskiptakerfa
OMX. - hhs
OMX styttir
biðtíma
Þeir sem fá tölvupóst í farsíma
geta nú, með OpenHand-sam-
skiptalausninni, ráðið hvaða gögn
og upplýsingar þeir geyma í tæk-
inu. Þannig getur starfsmaður,
sem fær viðkvæm-
ar upplýsingar og
gögn í símann, valið
að takmarka póst-
inn sem hann geym-
ir þar.
Davíð Stef-
án Guðmunds-
son, markaðsstjóri
OpenHand, segir
fyrirtækið eitt um
að bjóða sveigjanleika sem slík-
an í lausn sinni. Hann segir nýja
útgáfu hugbúnaðarins fela í sér
verulegar nýjungar. „Meðal ann-
ars býður OpenHand viðskipta-
vinum sínum að nýta sér mis-
munandi hringitóna fyrir tölvu-
póst og dagatal. Einnig er hægt
að nota aðrar hljóðskrár, svo sem
tónlistarskrár, til sömu nota. Þá
styður dagatal OpenHand nú enn
betur við mikilvæga atburði með
áberandi áminningu um atburði
framundan,“ segir í tilkynningu
fyrirtækisins. - óká
Takmarka má
viðkvæman póst
Frelsi til athafna
er stærsta lánið
Nánari upplýsingar fást í næsta útibúi SPRON,
í þjónustuveri í síma 550 1400 eða á spron.is
Veldu frelsi
– fáðu ráðgjöf hjá viðskiptastjórum SPRON
AR
GU
S
07
-0
37
3
Við gerum þér tilboð í fjármögnun á
atvinnuhúsnæði
– hvort sem er til kaupa eða endurfjármögnunar. Þú
velur um íslenska og/eða erlenda mynt allt eftir því
hvað hentar þér best.
Stuttar boðleiðir
Þú færð svar innan þriggja virkra daga frá því að þú skilar gögnum.
Síðastliðinn sunnudag lagði Marta
Guðmundsdóttir upp í 600 km
göngu þvert yfir Grænlandsjök-
ul. Markmiðið með göngunni er að
safna fé í baráttuna gegn brjósta-
krabbameini og um leið vekja
konur til umhugsunar um mik-
ilvægi þess að fara reglulega í
krabbameinsskoðun. Sjálf greind-
ist Marta með brjóstakrabbamein
fyrir um tveimur árum og hefur
nú lokið erfiðri meðferð.
Deloitte styrkir Krabbameins-
félagið og Mörtu til fararinnar.
Í fréttatilkynningu frá félaginu
segir að einn helsti hvati fyrirtæk-
isins fyrir þessum stuðningi sé
að nýverið greindust tveir starfs-
menn Deloitte með krabbamein.
Hafi starfsfólk fyrirtækisins vilj-
að sýna þeim stuðning í verki.
Á sumardaginn fyrsta í síðasta
mánuði gekk hátt í tvö hundruð
manna hópur starfsfólks Deloitte
ásamt fleirum á Snæfellsjökul til
styrktar Mörtu. Marta tók þátt í
göngunni á Snæfellsjökul og var
það liður í undirbúningi hennar
fyrir gönguna miklu.
Meðan á göngunni Mörtu stend-
ur verða seld póstkort til styrktar
Krabbameinsfélaginu. Þau mun
Marta undirrita og póstleggja í
Tassilaq þegar hún kemur niður
af jöklinum. Hvert kort kost-
ar 1.000 krónur og renna tekj-
urnar til rannsókna á brjósta-
krabbameini. Kortin eru seld á
vef Krabbameinsfélagsins, www.
krabbameinsfelagid.is og á www.
deloitte.is. Hægt er að fylgjast
með göngu Mörtu á slóðinni http://
martag.blog.is/blog/martag/ - hhs
Deloitte styrkir göngu Mörtu