Fréttablaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2007
Hæstiréttur hefur sýknað ís-
lenska ríkið af kröfum Ljósmynd-
arafélags Íslands sem vill meina
að fyrir utan þá sem taka myndir í
eigin vegabréf og nemendur í ljós-
myndun sé ljósmyndurum með
iðnréttindi einum heimilt að taka
ljósmyndir í íslensk vegabréf.
Héraðsdómur hafði áður fallist
á kröfu ljósmyndara en Hæstirétt-
ur sneri niðurstöðunni við.
Í dómnum er sagt að útgáfa
vegabréfa sé meðal verkefna sem
stjórnvöldum séu falin með lögum
og því hluti af stjórnsýslu ríkisins.
Við breytinguna á tilhögun útgáfu
vegabréfa var myndataka í vega-
bréf gerð að þætti í útgáfuferl-
inu. Að mati réttarins er mynda-
takan einföld og engin þörf á sér-
kunnáttu ljósmyndara. Rétturinn
féllst því á þær röksemdarfærsl-
ur íslenska ríkisins að myndataka
á staðnum væri órjúfandi þáttur
í verkferlinu og því ekki gerðar
faglegar kröfur líkt og um mynda-
töku í atvinnuskyni væri að ræða.
Samtök iðnaðarins hafa gagn-
rýnt þessa niðurstöðu Hæstarétt-
ar harðlega og vísa þar í iðnaðar-
löggjöfina. Allt frá því hún hafi
verið sett 1927 hafi mikil virðing
verið borin fyrir réttindum iðn-
menntaðra manna og löggjafinn
lagt sig fram um að setja fram
skýrar reglur um lögvarðan rétt
iðnaðarmanna. Telja samtökin að
virðingin sé á þrotum þegar rétt-
arvernd heillar löggiltrar iðn-
greinar, líkt og ljósmyndara, sé
sniðgengin eins og gert sé við út-
gáfu vegabréfa.
Sjá nánar á www.si.is
Ríkið sýkn-
að af kröfum
ljósmyndara
Mannauð fyrirtækja þarf að
efla með öllum ráðum, ekki síst
í gegnum menntakerfið sem er
meginuppspretta þess auðs.
Auka verður þátt atvinnulífsins
í stjórnun skóla sem sinna þörfum
þess fyrir menntaða starfsmenn.
Í því felst sameiginlegur
ávinningur stjórnvalda,
atvinnulífs, skóla
og nemenda.
Úr ályktun Iðnþings 2007.
ummenntun
Samtök iðnaðarins
ogmannauð
Verbúð 8 við Geirsgötu, 101 Reykjavík, Sími 553 1500Opið 7-21 alla daga vikunnar
G S æ g r e i f a n s
Humarsúpa
r i l l ve is l a
Fiskur á grillið
Hin fullkomna
humarsúpa
samkvæmt New York Times