Fréttablaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 30
MARKAÐURINN 30. MAÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR14 F Y R S T O G S Í Ð A S T Fjárfestar í fyrirtækjum sem eru álitleg til yfirtöku ættu að vonast eftir að yfirtökufélagið sé almenn- ingshlutafélag en ekki fjárfest- ingarsjóður í einkaeigu (private equity fund). Í nýlegri rannsókn fjögurra bandarískra prófess- ora í fjármálafræðum, sem Inter- national Herald-Tribune greinir frá, kemur fram að almennings- hlutafélög eru mun líklegri til að borga hærra yfirtökuverð en fjár- festingasjóðir. Rannsóknin nær til áranna 1990-2005 þar sem 1.292 kaup- samningar á skráðum bandarísk- um fyrirtækjum voru skoðaðir og greiðsla var í reiðufé. Í 32 prósentum tilvika voru einkafjár- festar á ferðinni en almennings- hlutafélög í 68 prósentum tilfella. Meginniðurstaðan er sú að hlut- hafar í yfirteknu fyrirtækjum fengu 55 prósentum hærra verð þegar almenningshlutafélög tóku þau yfir en fjárfestingarsjóðir. Þar með er sagan ekki nema hálfnuð. Rannsókn prófessoranna sýndi fram á að sterk tengsl væru á milli eignarhalds stjórnenda í al- menningshlutafélögum og hversu hátt yfirverð væri greitt hverju sinni. Þegar undanskilin voru yfirtökufélög þar sem stjórnend- ur áttu minna en fimmtung hluta- fjár var enginn sýnilegur munur á yfirtökuverði fjárfestingarsjóða og almenningshlutafélaga. En af hverju hefur eignarhald stjórnenda eitthvað að segja um það yfirtökuverð sem í boði er? Prófessorarnir benda á að fyr- irtækjastjórnendur sem eiga lít- inn hlut í þeim fyrirtækjum sem þeir fara fyrir séu líklegri til að hafa önnur markmið í huga en að hámarka langtímaarðsemi hlut- hafa. Þar er líklegra að hégómleg markmið á borð við uppbyggingu risafyrirtækja ráði för. Því ættu eigendur fyrirtækja sem boðið hefur verið í að íhuga alvarlega að selja bréf sín þegar almenningshlutafélag vill taka það yfir – að því gefnu að stjórn- endur ráði yfir litlum hlut hluta- fjár. Með því að selja eru fjárfest- ar búnir að tryggja sig ef yfir- tökuáformin detta upp fyrir. Hægt er að finna útdrátt á slóð- inni www.nber.org/papers/w13061. - eþa Fjárfestingarsjóðir í BNA greiða minna Eignarhlutur stjórnenda hefur áhrif á yfirtökuverð. Icebank bætist við flóru fjár- málafyrirtækja við Borgartúnið þegar bankinn flytur höfuðstöðv- ar sínar frá Rauðarárstíg í nú- tímalegra húsnæði á horni Höfða- torgs og Borgartúns í ársbyrj- un 2009. Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Icebank, segir að með þessu stækki bankinn við sig um helming en nýja heimilið er um þrjú þúsund fermetrar. Bygg- ingafyrirtækið Eykt ætlar að byggja nítján hæða turn og legg- ur Icebank þrjár hæðir undir sig. „Við erum mjög spennt að fara þangað. Borgartúnið er að verða miðstöð fjármálafyrirtækja,“ segir Finnur en gárungarnir kalla Borgartúnið Wall Street Íslands. Icebank hagnaðist um 1,8 millj- arða króna á fyrsta ársfjórðungi sem var 280 prósenta aukning á milli ára. Afkomuna má þakka að stærsta hluta innleystum og bók- færðum gengishagnaði í Existu, en bankinn á enn um 56 prósent af stofneignarhlut. Finnur segir að hluturinn hafi verið svo stór að hann jafngilti öllu eigin fénu. „Með því að selja af eignarhlutn- um skapast tækifæri til að þróa bankann í aðrar áttir og takast á við annars konar verkefni.“ Finnur bendir á að góður vöxt- ur sé í grunnstarfsemi bankans. Lánastarfsemin gefur vel af sér og gæði útlána er mikið. Þannig ríflega tvöfölduðust hreinar vaxtatekjur en þær námu um 507 milljónum króna. „Þeir eru ekki margir bankarnir á Íslandi þar sem lánastarfsemin stend- ur undir öllum rekstrarkostnaði. Hún gerir það hjá okkur og gott betur.“ Icebank er ekki smásölu- banki heldur tekur þátt í verk- efnatengdri fjármögnun, meðal annars vegna fasteignaverkefna og fjármögnunar vegna fyrir- tækjakaupa. Forsvarsmenn Ice- bank vilja einnig sækja á mið sem aðrir bankar fást ekki við dags daglega. Það allra nýjasta er stofnun einkafjármagnssjóðs í félagi við Arev verðbréfafyr- irtæki þar sem horft er til fjár- festinga í þroskuðum neytenda- vörufyrirtækjum. „Þetta eru oft fyrirtæki sem þurfa stuðning til að taka skrefið í viðbót. Þarna kemur sjóðurinn til sögunnar en hann getur lagt til fjármagn og aðhald til að hjálpa þeim að taka skrefið enn lengra.“ Eins og komið hefur fram hyggjast eigendur bankans opna fyrir eignarhald og skrá bankann á markað á næsta ári. „Hægt og bítandi erum við að fikra okkur áfram í þá átt að lifa eins og við séum skráð félag.“ - eþa Icebank flytur á „Wall Street“ Fallega var fjallað um veitinga- staðina Hamborgarabúlluna og Sægreifann í grein í Washington Post fyrr í mánuðinum. Greinar- höfundur segir frá upplifun sinni og samferðamanns hans í ætis- leit á götum Reykjavíkurborgar. Segir frá því hvernig þeir hrökkluðust frá hverjum veit- ingastaðnum á fætur öðrum eftir að hafa litið matseðlana augum, eða öllu heldur verð þeirra. Lýsir höfundurinn þeirri upplifun að sjá pakistanskan kjúklingakarrí- rétt verðlagðan á 27 dollara og pitsu á átján dollara. Hann tekur sérstaklega fram að hann hafi ferðast um margar dýrustu borg- ir heims. Verðið á Íslandi sprengi alla skala. Í greininni segir að þeir ferða- félagar hafi verið orðnir heldur framlágir og sársvangir er þeir loksins komu að Sægreifanum. Þar gæddu þeir sér á humarsúpu og hvalsteik og drukku heima- bruggað víkingaöl með. Fyrir það borguðu þeir 45 bandaríkjadali. Á Sægreifanum fengu ferða- langarnir svo fregnir af því að í næsta húsi mætti fá bestu ham- borgara Íslands. Bandaríkja- mennirnir létu ekki segja sér það tvisvar og voru mættir á Hamborgarabúlluna í næsta há- degi. Þar snæddu þeir borgara og franskar úr bastkörfum og drukku mjólkurhristing með. Matinn, myndirnar af popp- stjörnum upp um alla veggi og útsýnið yfir hafið kunnu þeir vel að meta. Máltíðin kostaði þá þrjá- tíu dollara. Tekið er fram í lok greinarinn- ar að Ísland snúist um svo mikið meira en mat. Hins vegar komi fátt í staðinn fyrir góða máltíð á sanngjörnu verði. Matur Sæ- greifans og Hamborgarabúllunn- ar væru „köld kjarakaup í hinni dýru höfuðborg Íslands“. - hhs Sægreifinn og Búllan í Washington Post *Nafnávöxtun í ISK, EUR, USD og GBP á ársgrundvelli fyrir tímabili› 30/03/07 - 30/04/07. Peningamarka›ssjó›ir eru fjárfestingarsjó›ir skv. lögum nr. 30/2003, um ver›bréfasjó›i og fjárfestingarsjó›i. Rekstrarfélag sjó›sins er Rekstrarfélag Kaupflings banka hf. Fjárfestingarsjó›ur telst vera áhættusamari fjárfesting en ver›bréfasjó›ur skv. lögunum. Meiri áhætta fjárfestingarsjó›s er fólgin í r‡mri fjárfestingarheimildum sem geta m.a. leitt til minni áhættudreifingar en í ver›bréfasjó›i. Nánari uppl‡singar um framangreint má nálgast í útbo›sl‡singu e›a útdrætti úr útbo›sl‡singu sjó›sins í útibúum Kaupflings e›a á www.kaupthing.is. P E N I N G A M A R K A ‹ S S J Ó ‹ I R Ávaxta›u betur - í fleirri mynt sem flér hentar 4,8%* ávöxtun í evrum 6,0%* ávöxtun í dollurum 15,5%* ávöxtun í krónum 5,7%* ávöxtun í pundum Kynntu flér kosti Peningamarka›ssjó›a Kaupflings í ISK, EUR, USD og GBP. Sérfræ›ia›sto› vi› fjárfestinga r hringdu í síma 444 7000

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.