Fréttablaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 18
 30. MAÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR10 fréttablaðið iðnaður Iðnskólanum í Reykjavík var slitið formlega í 103. skipti fimmtu- daginn 24. maí. Alls 243 nemend- ur brautskráðust af tuttugu náms- brautum á átta námssviðum skól- ans. Í kveðjuræðu sinni ræddi Baldur Gíslason skólameistari um þær breytingar sem orðið hafa í háskólaumhverfinu undanfarin ár. Nefndi hann þar fjölgun háskóla og nemenda í háskólanámi. Hins vegar harmaði hann hversu fá ný tæki- færi til framhaldsnáms í starfs- menntagreinum hefðu orðið til hér á landi enda hefði mesta aukningin orðið í hefðbundnu háskólanámi. Margt nýtt hefur verið að ger- ast hjá Iðnskólanum í Reykjavík. Skrifað var undir samning við Vitus Bering University College í Horsens í Danmörku en þar mun iðnmeistaranám í byggingagrein- um við Meistararaskóla IR metið sem fyrsta árið í námi þeirra til byggingaiðnfræðings og bygginga- fræðings. Er talið að þessi samn- ingur opni margar leiðir til frekara samstarfs við skóla í Danmörku. Þá er einnig unnið að samstarfi milli Glasgow School of Art, Mynd- listaskólans í Reykjavík og Iðn- skólans í Reykjavík um nám í keramikhönnun. Um næstu áramót eru fyrirhug- aðar breytingar á rekstrarformi skólans sem verður þá einkarek- inn. Önnur breyting sem er í far- vatninu er að sameina rekstur tveggja skóla, Iðnskólans í Reykja- vík og Fjöltækniskóla Íslands, í einn öflugan starfsmenntaskóla undir nafninu Tækniskólinn. Lagt er upp með að innan Tækniskól- ans verði margir skólar sem hver og einn verði sjálfstæður. Gert er ráð fyrir sterkri tengingu við at- vinnulífið og háskóla með stofnun sérstaks fagráðs við hvern þess- ara skóla. Að sögn Baldurs stefni Tækniskólinn að því að koma upp viðurkenndum fagháskóla. Hvern- ig það verði útfært sé of snemmt að segja. Nýir tímar hjá Iðn- skólanum í Reykjavík Laufey Björg Sigurðardóttir, nemandi á listnámsbraut hönnunarsviðs, hlaut sjö verðlaun fyrir námsárangur á nýafstaðinni útskrift Iðnskólans í Reykjavík. Eins og sjá má átti hún í hálfgerðum vandræðum með verðlaunafjöldann. SPELT Í MYLLUKÖKUR Notkun spelts í stað hveitis hefur aukist mjög undanfarið. Skipt- ir þar mestu sú heilsuvakning sem orðið hefur í samfélaginu sem leggur meiri áherslu á líf- rænt ræktaða og næringarríka matvöru. Myllan hefur nú brugðist við þessari eftirspurn og sett á mark- að kökur, bakaðar úr spelti. Fást þær í þremur bragðtegundum, eplum, múslíi og gulrótum. Myll- an hóf einnig fyrr á árinu fram- leiðslu á samlokubrauði úr spelti. Viðtökurnar við því voru svo góðar að ákveðið var að halda þróun speltvörulínunnar áfram. Innan tíðar er síðan von á pylsu- brauðum úr spelti. Spelt er forn og harðgerð korn- tegund en talið er að uppruna þess megi rekja til Íran fyrir átta þúsund árum. Spelt er nánast eingöngu lífrænt ræktað enda tekur speltið áburði illa.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.