Fréttablaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 16
30. MAÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR8 fréttablaðið iðnaður
„Við erum búnir að hanna og fram-
leiða mælitæki, sem mælir vatns-
magn í efnum, á aðeins sekúndu-
broti. Nokkri stórir aðilar úti í
heimi hafa þegar sýnt verkefninu
áhuga og hafa Nestlé og Thoms,
sem framleiðir Anton Berg,
þegar orðið sér úti um eintök,“
segir Ólafur Helgi Jónsson, fram-
kvæmdastjóri Intelscan, frum-
kvöðlafyrirtækis, sem hefur haft
veg og vanda af hönnun mælisins
síðan 1998.
Að sögn Ólafs er mælirinn, sem
kallast vatnsinnihaldsmælirinn
ætlaður fyrir fóður- og matvæla-
markaðinn, til að stjórna fram-
leiðslu og passa upp á vörugæði.
„Mælirinn er notaður til að sjá
hvort vatnsmagn í matvöru er of
mikið eða lítið, en eins og menn
vita minnkar geymsluþol matvöru
ef innihald vatns er óæskilega
hátt,“ segir hann.
Hugmyndin að mælinum varð
til þegar Ólafur starfaði hjá skosku
fyrirtæki fyrir tæpum áratug síðan.
Fyrirtækið lenti í vandræðum með
að mæla raka og að lokum reyndist
ógerningur að leysa úr því að hans
sögn. Það varð til þess að Ólafur
fór að velta fyrir sér aðferðum til
að yfirstíga svipuð vandamál og þá
fór boltinn að rúlla.
„Eftir að hugmyndin varð til
stofnaði ég ásamt fleirum fyr-
irtækið Intelscan utan um hana
árið 2000,“ útskýrir Ólafur. „Við
gerðum viðskiptaáætlun, sem við
lögðum fyrir Nýsköpunarsjóð og
Kaupþing. Þá fékkst fjármagn til
að hanna frumgerð í samvinnu við
fyrirtæki í Edinborg, sem hægt
var að prófa á rannsóknastofu.
Mælirinn gaf góða raun og feng-
ust þá fleiri styrkir svo hægt var
að þróa hann og framleiða fyrir
almennan markað.“ Þetta er þó
ekki í fyrsta sinn sem tæki með
svipað notagildi eru framleidd.
Að sögn Ólafs hefur hins vegar
ekkert þeirra gert sig, sem hefur
komið ákveðnu óorði á vatsinni-
haldsmæla. „Við erum að berj-
ast við þessa neikvæðu ímynd og
erum smám saman að hafa betur í
baráttunni. Það sést af því hversu
góðar viðtökurnar hafa verið hér
sem og erlendis.
Þeim fjölgar stöðugt Evrópu-
löndunum þar sem hann hefur
verið tekinn í notkun og má þar
nefna Bretland, Danmörk, Þýska-
land, Finnland og Ítalíu.“
roald@frettabladid.is
Nýjung sem nýtur víða vinsælda
Ólafur segir heilmikinn tímasparnað
fólginn í notkun mælisins. Maður þurfi
ekki lengur að taka sýni, fara með það í
rannsókn og bíða í tvo til þrjá tíma áður
en í ljós kemur hvort vatnsmagnið er
alltof lítið eða mikið. Niðurstöðurnar
liggi strax fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON