Fréttablaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 14
30. MAÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR6 fréttablaðið iðnaður
„Við erum að kynna nýja línu til
sögunnar, hátísku ullarvörur,
sem verða stílaðar inn á ferða-
menn í sumar. Svo er verið að
skipuleggja framhaldið í haust
og vetur,“ segir Bryndís Rut
Logadóttir, sölu- og markaðs-
stjóri Glófa, sem stóð nýlega
fyrir tískusýningu í Kaffi Flóru í
Grasagarðinum í Laugardal.
Að sögn Bryndísar er mikið lagt
upp úr því að hafa ullarfötin ein-
föld útlits, vönduð, klæðileg og í
sumum tilfellum þjóðleg. Þó fer
ekki mikið fyrir munstrum sem
hafa skreytt íslenskar lopapeysur
um áratugaskeið, þar sem Bryndís
segist hafa komist að því að þau
séu ekki mikið í tísku um þessar
mundir.
„Um alíslenska framleiðslu er
að ræða og verður stílað inn á það
í markaðssetningunni,“ heldur
Bryndís áfram. „Íslenskir hönnuð-
ir eiga hugmyndirnar að fötunum,
íslensk ull er notuð í meginhluta
framleiðslunnar og varan búin til í
tveimur verksmiðjum hér á landi,
annarri á Hvolsvelli og hinni á Ak-
ureyri. Við njótum nokkurrar sér-
stöðu hérlendis fyrir þær sakir og
munum þess vegna vekja athygli
á henni.“
Bryndís segir framleiðslu á ull-
arfatnaði hafa verið deyjandi iðn
á Íslandi þegar Glófi kom til sög-
unnar. Með tilkomu fyrirtækisins
hafi hins vegar tekist að blása nýju
lífi í iðnaðinn. Fyrirtækið sé enn
að stækka og sé nú orðið stærst
í ullarbransanum hérlendis. Nýja
línan sé vitnisburður um sóknina
og ríkir mikil eftirvænting með
þróun mála í haust og vetur.
roald@frettabladid.is
Nýju lífi blásið í íslenska ullariðnaðinn
Bryndís Rut Logadóttir, sölu- og markaðsstjóri Glófa, stóð nýlega fyrir tískusýn-
ingu í Kaffi Flóru í Grasagarðinum í Laugardal. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL RÚNARSSON
Áhersla er lögð á að hafa fötin einföld
útlits og því fer ekki mikið fyrir munstrum.
Fötin frá Glófa eru alíslensk framleiðsla. Fötin eru hönnuð og fram-
leidd hérlendis og íslensk ull mestmegnis notuð í framleiðsluna.
Nýja línan er stíluð inn á ferðamenn í sumar. Glófi nýtur að sögn Bryndísar nokkurrar sérstöðu þar sem um
alíslenska framleiðslu er að ræða.
Bryndís kveður nýju línuna saman-
standa af hátísku ullarfatnaði.
Fötin voru hönnuð með
þægindi í huga og fram-
leidd í samræmi við það.