Fréttablaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 30.05.2007, Blaðsíða 6
MARKAÐURINN 30. MAÍ 2007 MIÐVIKUDAGUR6 F R É T T A S K Ý R I N G rá því að þróunaraðstoð var tekin upp í kring- um árið 1960 hafa Vesturlönd lagt í hana á milli sex og sjö- falda Marshall-aðstoð. Árangurinn hefur hins vegar ekki borið þann árangur sem vonir stóðu til um. Flest Afríku- ríki sunnan Sahara standa verr að vígi núna en þau gerðu fyrir 25 árum. Þetta var meðal þess sem kom fram í lokaorðum Sighvats Björgvinssonar, framkvæmda- stjóra Þróunarsamvinnustofnun- ar Íslands, á umfangsmikilli ráð- stefnu um fjárfestingartækifæri í þróunarlöndunum sem haldin var á dögunum. „Vandi Evrópu þegar Marshall-hjálpin barst var ekki þekkingarskortur, heldur fátækt eftir stríðið. Verið var að veita þjóðum aðstoð sem voru nánast allar iðnaðarþjóðir. Í Afr- íku hins vegar er þekking oft ekki til staðar, iðnbyltingin víð- ast hvar ekki komin til sögunnar, þjóðirnar margar og ólíkar og menningin allt önnur en í Evrópu og Ameríku. Sú aðferð sem skil- aði góðum árangri í Evrópu – að hella fjármagni inn í kerfi sem voru í rústum – skilaði sér ekki í Afríku.“ Til marks um þetta má víða í þróunarlöndunum sjá verk- smiðjur sem standa auðar, skip sem liggja við bryggju, skóla sem standa tómir því engir kenn- arar eru til að kenna. Allt endur- speglar þetta misheppnuð verk- efni sem sýna að aðstoð verður að veita út frá forsendum viðtak- andans en ekki gefandans. BREYTT VIÐHORF TIL EINKA- REKSTURS Þróunaraðstoð á Íslandi og víð- ast hvar annars staðar hefur verið að breytast. Áður fyrr var starfsemi einkafyrirtækja í þró- unarlöndum jafnvel litin horn- auga. Stórfyrirtæki voru sökuð um að misnota fátækt vinnuafl í þróunarlöndunum og ekki alltaf að ósekju. Þegar einkaatvinnu- reksturinn blandaðist þróunar- málum var hann oftar en ekki starfræktur fyrir opinbert fé. Þetta hefur breyst. Í dag leita opinberir aðilar í auknum mæli til einkageirans eftir samvinnu í þróunarmálum. Sighvatur segir að hann eigi mikilvægu hlutverki að gegna í þróunarlöndunum, ekki síður en opinberir aðilar. „Það er ekki hægt að útrýma fá- tækt nema með því að skapa hag- vöxt. Það verður enginn hagvöxt- ur ef einkageirinn styrkist ekki. Þar af leiðandi verður fátækt ekki útrýmt nema einkageir- inn eigi þar hlut að máli.“ Þetta skýrir Sighvatur svo að einka- geirinn horfi fyrst og fremst til þess að verkefni séu arðsöm. Séu þau það eru líkur til að þau verði sjálfbær. Þar sem arðsem- issjónarmið liggja yfirleitt ekki að baki opinberri aðstoð ríkir hætta á að hún verði ekki arð- bær. Samvinna hins opinbera og einkaaðila er því mikilvæg. Hið opinbera getur greitt fyrir því að umhverfið sé vinsamlegt einka- geiranum. „Það má segja að hlut- verk hins opinbera sé að búa til hagfellt umhverfi fyrir einka- geirann, svo hann geti byggt upp hagvöxt og þar af leiðandi leit- að leiða til að útrýma fátækt. Reynslan hefur líka sýnt að í mörgum tilfellum nær hagvöxt- urinn ekki til þeirra fátækustu. Opinberir aðilar geta þá miðað beinan stuðning sinn við allra fá- tækasta fólkið sem ekki nýtur góðs af hagvextinum.“ Sighvatur segir fá íslensk fyrir- tæki hafa áhuga á fjárfestingum í þróunarlöndunum. Þau sækist fremur eftir útrás til landa sem þau þekkja vel. Íslensk fyrirtæki sem hafa þekkingu og reynslu af að starfa í þróunarlöndunum séu til, en þau séu mjög fá. Hins vegar séu tækifærin mörg ekki síst meðal fyrirtækja sem starfa á sviði nýtingar á jarðhita, þar sem Íslendingar hafa sérþekkingu. Þá séu jafnframt tækifæri og töluverður áhugi fyrir hendi í sjávar- útvegi. MISGÓÐUR ÁRANGUR AF SAM- STARFI Ragna Sara Jónsdóttir, viðskipta- fulltrúi sendiráðs Íslands í Dan- mörku og mastersnemi í við- skipta- og þróunarfræðum við Viðskiptaháskólann í Kaup- mannahöfn, vinnur nú að loka- verkefni sínu. Þar ber hún meðal annars saman reynslu Dana af þróunaraðstoð við reynslu Ís- lendinga. Danir hafa öðlast tölu- vert djúpstæðari reynslu af þró- unarmálum en Íslendingar, að minnsta kosti er varðar samstarf við einkageirann. Ragna Sara segir þrenns konar leiðir að sam- starfi einkageirans og hins opin- bera hafa verið farnar þar með misgóðum árangri. Fyrsta tegund samvinnu sem hún nefnir er uppbygging einka- geirans. Þess konar verkefni stuðla að því að fyrirtæki í gjafa- landi annars vegar og þróunar- landi hins vegar stundi viðskipti sín á milli. Slík verkefni hafa reynst misjafnlega vel. Meðal annars hefur flutningur þekk- ingar ekki gengið vel í ákveðn- um Afríkulöndum. Það skrifast meðal annars á að ekki hefur verið nægilega mikil þekking á viðskiptaháttum í landinu. Í Dan- mörku og víðar hefur þetta kerfi líka verið gagnrýnt fyrir að virka frekar sem styrkur við dönsk fyrirtæki til útrásar heldur en við fyrirtækið í þróunarlandinu. Vandamál þessarar tegundar samvinnu eru að sjaldgæft er að fyrirtæki sjái sér hag í þess- ari tegund af samstarfi. Á und- anförnum árum hefur því svo- kallað Public Private Partner- ship verið að ryðja sér til rúms. Í þeim tilfellum er ekki verið að biðja fyrirtæki að gefa neitt, hvorki þekkingu sína né fjár- muni. Hugmyndin er þvert á móti að allir græði. Ragna Sara nefnir frægt dæmi af samstarfi Sameinuðu þjóðanna og alþjóð- lega risans Coca Cola Company. Fyrirtækið hefur gríðarlega gott dreifikerfi í Afríku. Fyrirtækið tók að sér að dreifa eyðnilyfjum með Coke-bílnum. Með því bætti fyrirtækið ímynd sína verulega, afskekktir staðir fengu eyðnilyf og allir högnuðust. Þriðja tegund samvinnu er stofnsetning sjóðs sem lánar fyrir- tækjum fé til að hefja starfsemi í þróunarlöndunum. Slíkur sjóður hefur verið starfræktur frá því árið 1967 í Danmörku. Eins sjóði er einnig að finna á hinum Norður- löndunum en ekki hér á landi. Ís- lensk fyrirtæki geta þó meðal annars leitað til Norræna þróun- arsjóðsins og Þróunarbanka Evr- ópu eftir áhættufjármagni. Sjóð- irnir veita ekki einungis lán held- ur einnig ráðgjöf um hvernig eigi að stofna fyrirtæki í þróun- arlöndum. Þá eiga þeir jafnan stóran hlut í fyrirtækinu sjálfir á upphafsstigi þess og veita því að- hald með stjórnarsetu. Ragna Sara segir að þróun- araðstoð þurfi umfram allt að veita á forsendum heimamanna. „Reynslan sýnir að þróunaraðstoð fer út um þúfur ef hún er gerð á okkar vestrænu forsendum. Tækifærin til að markaðssetja og þróa vörur í þróunarlöndun- um eru fjölmörg. Vandamálið er að vestræn fyrirtæki hafa svo takmarkaða þekkingu á mörkuð- unum að mörg þeirra hafa hingað til ekki getað leitað tækifærin uppi, en á þessu eru að verða verulegar breytingar.“ TVÖ NÝ VERKEFNI Á ÍSLANDI Íslensk stjórnvöld vinna nú að tveimur verkefnum þar sem leit- ast er við að tengja fyrirtæki við verkefni í þróunarlöndunum. Annars vegar er um samstarf við Alþjóðabankann að ræða. Bank- inn lánar á milli 15 til 20 millj- arðar Bandaríkjadala ár hvert til ríkisstjórna þróunarríkja til að fjármagna þróunar- og upp- byggingarverkefni. Hann ræður ráðgjafa til starfa í verkefnum sínum á mismunandi stöðum í verkefnahringnum, allt frá því að skilgreina verkefnið, greina það, framkvæma, meta og fylgja því eftir. Í þessi verkefni þarf bankinn sérfræðinga af hinum ýmsu sviðum. Íslensk fyrirtæki hafa hingað til að litlu leyti tekið þátt í verkefnum og útboðum Al- þjóðabankans en gefst með sam- starfinu tækifæri til að kynnast ráðgjafa Alþjóðbankans á nám- skeiðum og kynningarfundum. Hins vegar er um að ræða verkefnið Nordic Business Out- reach sem skrifað var undir 17. apríl síðastliðinn milli utanríkis- ráðuneytisins og Sameinuðu þjóðanna. Í gegnum það sam- starf hefur Ísland aðgang að ráð- gjöf sérfræðinga hjá Sameinuðu þjóðunum. Stefnt er að því að á næstu þremur árum verði fimm samstarfsverkefnum komið á fót við íslensk fyrirtæki, stofnan- ir og samtök sem miða að upp- byggingu á raunhæfu samstarfi opinberra aðila og einkageirans í þróunarríkjum. Verkefnið er til þriggja ára og nemur stuðning- ur ráðuneytisins í heild 150 þús- und bandaríkjadölum eða um 9,3 milljónum íslenskra króna. Fátækt verður ekki útrýmt án einkageirans Að ausa fjármagni inn í þjóðfélagskerfi í rústum hefur ekki reynst eins happadrjúg aðferð í þróunarríkjunum eins og í Evrópu. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir komst að því að þjóðir heims leita nú nýrra leiða við þróunaraðstoð. Fela þær í sér aukið sam- starf hins opinbera og einkaaðila. G ra fik a

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.