Fréttablaðið - 09.06.2007, Síða 1

Fréttablaðið - 09.06.2007, Síða 1
Segist vera lýðræðissinni Söngkonan Birgitta Haukdal og kvikmynda- frömuðurinn Ásgrímur Sverrisson setjast á rökstóla. Tap Orkuveitu Reykjavíkur á þeim 25 árum sem fyrirtækið hefur samið um að afhenda Norðuráli 100 megavött af raforku vegna fyrirhugaðs álvers í Helguvík nemur um 840 milljónum að núvirði, samkvæmt for- sendum sem Orkuveitan hefur upplýst um. Í því felst að virkjanirnar yrðu niðurgreiddar fyrir utan þær 840 milljónir sem eftir standa. Líklegt er að raforkusalan borgi virkjanafram- kvæmdirnar, sem kosta á milli fjórtán og fimmtán milljarða, upp á um þrjátíu árum sam- kvæmt fyrrnefndum forsendum. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu á fimmtudag er verð á raforku til Norðuráls um 2,1 króna á kílóvattstund. Það staðfesti Guð- mundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitunnar. Það er verð sem tekið var mið af við samnings- gerðina en raforkuverðið tengist heims- markaðsverði á áli og gengi Bandaríkjadals og er því háð markaðsaðstæðum hverju sinni. Óvissuþættir eru nokkrir en samkvæmt upp- lýsingum frá Önnu Skúladóttur, fjármálastjóra Orkuveitunnar, er gert ráð fyrir því að arðsemis- krafan vegna verkefnisins sé að lágmarki tíu prósent. Gert er ráð fyrir því að rekstrarkostn- aður af fjárfestingu verði um 1,5 prósent en heildartekjur um 41,5 milljarðar. Arðsemiskrafan er í hærra lagi sé mið tekið af algengri arðsemiskröfu í áliðnaði, sam- kvæmt upplýsingum frá CRU Group í London, sem sérhæfir sig í rannsóknum og ráðgjöf á áliðnaðinum í heiminum. Meðalarðsemiskrafan á alþjóðlegum markaði er tæplega átta pró- sent. Fastlega má búast við því að virkjanirnar verði notaðar áfram að 25 árum liðnum og samningar um frekari orkusölu endurnýjaðir. Ekki er tekið tillit til hliðaráhrifa út frá þessum forsendum en forsvarsmenn Orkuveitunnar hafa haldið því fram að með virkjunum sé hægt að tryggja ódýrt heitt vatn fyrir almenn- ing og með virkjunum sparist þannig umtals- verðir fjármunir. Borga sig ekki upp á 25 árum Miðað við tíu prósenta arðsemiskröfu borgar raforkusala Orkuveitunnar til Norðuráls ekki upp virkjanirnar vegna fyrirhugaðs álvers í Helguvík á samningstímanum. Arðsemiskrafan er há í alþjóðlegum samanburði. Breski listamaðurinn Katie Paterson hefur gert listunnendum kleift að hlusta á Vatnajökul bráðna með einu símtali. Paterson varð hugfangin af íslensku jöklunum á ferð sinni um landið. Hún kom fyrir hljóð- nema í Jökulsárlóni og í síma má heyra skruðninga, brak og bresti þegar jökullinn molnar og skellur á yfirborði lónsins. Símanúmerið hjá Vatnajökli er 00-44-7758-225698. Símsamband við Vatnajökul Stjórn Actavis telur yfirtökutilboð Björgólfs Thors Björgólfssonar í félagið of lágt. Það endurspegli hvorki virði né framtíðarmöguleika þess. Tilboðið hljóðar upp á 0,98 evrur á hlut. Það nemur um 84 íslenskum krónum. Talsmaður Novators segir forsendur stjórnarinnar skorta. Staðan verði skoðuð þegar þær liggi fyrir. Tilboðið of lágt „Við ætlum að nota þessi hjól þar sem mikill mann- skapur safnast saman, til dæmis á stórum útisamkomum. Við ættum að geta sparað okkur nokkrar mín- útur með því að nota reiðhjólin því oft tekur það sjúkrabíl nokkurn tíma að komast í gegnum mann- þröng,“ segir Jón Knudsen, sjúkra- flutningamaður og varðstjóri hjá Slökkviliði Akureyrar. Slökkviliðið hefur látið útbúa tvö reiðhjól sem sjúkraflutningamenn munu þeysa á um bæinn í sumar. Fyrsta reið- hjólavaktin verður 17. júní. Á reiðhjólunum er allur nauð- synlegur skyndihjálparbúnaður og allt sem þarf til að hefja endur- lífgun, meðal annars hjartarafstuð- tæki og súrefnisgríma. Ekki er ætlunin að flytja sjúklinga á sjúkrahús á reiðhjóli en þessi nýj- ung gerir sjúkraflutningamönn- um kleift að hefja endurlífgun og fyrstu hjálp meðan beðið er eftir sjúkrabílnum. „Þetta verður viðbót við vaktina og á þessum hjólum verða ein- göngu menntaðir sjúkra- og neyðarflutningamenn,“ segir Jón, sem hlakkar til að sjá hvernig búnaðurinn reynist. Neyðarhjálp á reiðhjólum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.