Fréttablaðið - 09.06.2007, Side 6

Fréttablaðið - 09.06.2007, Side 6
VÉLASVIÐ | Klettagörðum 8-10 | 104 Reykjavík | Sími 590 5100 |www.hekla.is/velasvid HEKLA er umboðsaðili Perkins á Íslandi Veldu aðeins viðurkennda varahluti „Ég dreg ekki úr því og ég fagna áhuga allra sem vilja taka þátt í samgöngubótum á Íslandi. Því fleiri því betra,“ segir Kristján Möller samgönguráð- herra um orð forvera síns, Sturlu Böðvarssonar, sem fagnaði áhuga Faxaflóahafna á að annast fjár- mögnun og byggingu Sundabraut- ar. Sturla taldi í mars síðastliðnum að ef samningar tækjust við fyrir- tækið væri ekkert því til fyrir- stöðu að framkvæmdir hæfust við fyrsta tækifæri. Undir orð hans tók Geir H. Haarde forsætisráð- herra og sagði framtak fyrirtæk- isins lofsvert. Faxaflóahafnir buðust til að fjármagna og byggja Sundabraut allt frá Kollafirði að Sæbraut og öll tengd mannvirki sem nauðsyn- leg þykja en heildarkostnaður við framkvæmdirnar gætu numið um 25 milljörðum króna, sé miðað við göng frá Sæbraut yfir í Gufunes og fjögurra akreina veg frá Gufunesi í Kollafjörð. Í kjölfarið var stofnaður starfshópur með fulltrúum frá Faxaflóahöfnum og úr samgöngu- og iðnaðarráðuneyt- um. Kristján segir einkaframkvæmd í samgöngumálum spennandi kost: „Því að með nýsamþykktum vega- lögum þarf ekki lengur að gera sérstök lög um hverja einkafram- kvæmd fyrir sig, eins og var þegar ráðist var í gerð Hvalfjarðar- ganga. Það er nóg að getið sé um slíka framkvæmd í samgönguá- ætlun.“ Hann slær þann varnagla að ekki sé hægt að afhenda eitt til- tekið verk til eins framkvæmda- aðila. „Fjármálaráðuneytið er búið að úrskurða að verkefni þurfi að fara í útboð. Það þurfa allir að sitja við sama borð.“ Björn Ingi Hrafnsson, formaður stjórnar Faxaflóahafna, segir sam- starfshópinn vera að fara yfir útboðsskylduna sérstaklega. „Verið er að athuga hvort þarf að bjóða verkið sérstaklega út eða hvort Faxaflóahafnir geti tekið að sér verkið og boðið út einstaka þætti.“ Björn Ingi er þeirrar skoðunar að ef framkvæmdin sé útboðsskyld eigi að gera það án tafar. „Þá bjóðum við einfaldlega í verkið. Aðalatriðið er að Sundabrautin komi sem fyrst.“ Gísli Gíslason hafnarstjóri situr í samráðshópnum fyrir hönd Faxa- flóahafna. Hann segir að vegna þingkosninga hafi ekki þótt ástæða til reglulegra fundarhalda. „Við erum að leita færis á að kynna nýjum samgönguráðherra stöðu málsins og leita svara um hvort fyrri áhugi ríkisins er enn til staðar. Áhugi okkar er enn gríðarlegur.“ Faxaflóahafnir óska svars um Sundabraut Kristján Möller samgönguráðherra tekur undir ánægju forvera síns með tilboð Faxaflóahafna í byggingu Sundabrautar. Hann segir einkaframkvæmdir spenn- andi kost. Áhugi fyrirtækisins er óbreyttur og beðið er svara frá ríkinu. Eru seðlabankastjórar of hátt launaðir? Er söluverð raforku til álvers í Helguvík viðunandi? Utanríkisráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, leiddi í gær umræður um loftslagsmál á fundi utanríkisráð- herra Norður- landanna í Helsinki. Ráðherrarnir ræddu samstarf á norðurslóðum og hvernig efla mætti vettvang Eystrasaltsráðs- ins. Ástand mála fyrir botni Miðjarðarhafs bar einnig á góma, sem og Darfúr-hérað. Fram kom að öll Norðurlöndin ynnu að framboði Íslands til öryggisráðsins fyrir tímabilið og litu á framboðið sem norrænt. Leiddi loftslags- umræðurnar Svissneski stjórnmála- maðurinn Dick Marty fullyrðir, í nýrri skýrslu sem hann vann fyrir Evrópuráðið, að bandaríska leyni- þjónustan CIA hafi starfrækt leynileg fangelsi í Póllandi og Rúmeníu á árunum 2003 til 2005. Hann segir fangelsin hafa verið starfrækt með fullri vitund ráða- manna. Auk þess sakar hann bæði ítölsk og þýsk stjórnvöld um að torvelda honum rannsóknir sínar á leynifangelsum CIA í Evrópu og leynilegan flutning fanga milli landa. Í skýrslu Martys er því meðal annars haldið fram að bæði Abu Zubaydah og Khalid Sheikh Muhammed, sem síðastliðið haust voru fluttir til Guantanamo á Kúbu, hafi verið hafðir í haldi í Póllandi og þar hafi Bandaríkja- menn yfirheyrt þá. Pólsk og rúmensk stjórnvöld segja ekkert hæft í ásökunum Martys. Thomas Steg, talsmaður þýsku ríkisstjórnarinnar, hafnar sömuleiðis alfarið ásökunum um að stjórnin hafi gert Marty erfitt fyrir. Skýrslan var lögð fram á Evr- ópuráðsþinginu í gær. Þingmenn fá skýrsluna nú til meðferðar og afgreiða endanlega gerð hennar með atkvæðagreiðslu í lok júní. Í skýrslunni eru býsna nákvæm- ar lýsingar á slæmri meðferð sem fangarnir máttu þola. Upplýsing- arnar eru sagðar fengnar frá föngum, bæði fyrrverandi og núverandi, mannréttindasamtök- um og fólki sem hefur starfað í fangelsunum. Paris Hilton kallaði á móður sína og hrópaði: „Þetta er ekki réttlátt!“ þegar hún var leidd grátandi út úr dómsal í Los Angeles í gærkvöldi. Dómarinn hafði skipað henni að snúa aftur í fangelsi til að afplána allan 45 daga dóminn sem hún hafði hlotið fyrir skilorðsbrot. Hótelerfinginn, sem er 26 ára, hafði aðeins afplán- að þrjá daga af 45 daga refsingu, sem hafði verið stytt niður í 23 daga. Henni var sleppt úr fangelsinu í fyrradag af heilsufarsástæðum. Hilton hlaut þriggja ára skilorðsbundinn dóm í jan- úar fyrir ölvunarakstur. Hún var stöðvuð ljóslaus án ökuréttinda á 112 kílómetra hraða á klukkustund á götu með 56 kílómetra hámarki í febrúar. Í kjölfarið fékk hún 45 daga dóm fyrir skilorðsbrot. Dómarinn hafði skipað Hilton að koma aftur fyrir rétt eftir að henni hafði verið sleppt. „Ég samþykkti aldrei að sakborningurinn fengi að fara úr fangelsinu til heimilis síns,“ sagði dómarinn. Mannréttindasamtök reiddust þegar Hilton var sleppt úr fangelsi vegna ótilgreindra heilsufarsá- stæðna og sögðu þeim ríku hyglt fram yfir fátækari fanga. Verjendur Hilton kröfðust þess að dómarinn leyfði þeim að útskýra fyrir honum eðli veikinda hennar, en hann sagðist aldrei hafa fengið útskýringar þess efnis frá fangelsinu. Paris Hilton aftur í fangelsið Aðalatriðið er að Sunda- brautin komi sem fyrst. Sænsk yfirvöld munu ekki veigra sér við að ræða slæma frammistöðu Kínverja í mannréttindamálum við Hu Jintao Kínaforseta. Þetta var haft Carl Bildt utanríkisráðherra í gær. Kínaforseti heimsækir Svíþjóð um helgina ásamt sendinefnd. „Mannréttindi verða örugglega umræðuefni þegar við tölum um innanríkismál Kína,“ sagði Bildt. Koma Hu er fyrsta heimsókn kínversks þjóðhöfðingja til Svíþjóðar, en ríkisstjórn landsins hefur gagnrýnt mannréttinda- brot Kínastjórnar opinberlega. Vilja ræða mann- réttindabrot Kína

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.