Fréttablaðið


Fréttablaðið - 09.06.2007, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 09.06.2007, Qupperneq 8
• Orkuveita Reykjavíkur rekur stærstu jarðvarmaveitu í heimi. www.or.is Orkuveita Reykjavíkur auglýsir styrk til konu sem stundar eða hyggst hefja nám í verkfræði eða tæknifræði. Einungis nám til fyrstu prófgráðu í greininni er styrkhæft. Styrkurinn verður veittur um mánaðamótin ágúst-september nk. Umsóknum, með upplýsingum um náms- og starfsferil ásamt staðfestingu á skráningu í nám, ber að skila með rafrænum hætti á vef Orkuveitu Reykjavíkur, www.or.is fyrir 28. júní. ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 3 79 09 0 6. 2 0 0 7 Styrkur til náms í verkfræði eða tæknifræði Hæstiréttur hefur dæmt 33 ára gamla konu, Elísabetu Arnar- dóttur, í fimm ára fangelsi fyrir að skipuleggja innflutning á tveimur kílóum af kókaíni til landsins í ágúst í fyrra. Héraðsdómur hafði dæmt hana í fjögurra ára fangelsi. Þrír samverkamenn henn- ar voru einnig dæmdir til fangelsisvistar. Dómnum þótti ljóst að þátt- ur Elísabetar hefði verið langveiga- mestur þeirra sem aðild áttu að málinu. Að hennar frumkvæði hefðu verið fundnir samverkamenn sem fluttu efnin inn, hún hefði fund- að með öllum málsaðilum og haft milligöngu um að koma skilaboðum út til Spánar um afhendingu efn- anna þar. Hún bar því við að hafa skipulagt smyglið af ótta við ofbeldi af hálfu raunverulegra höfuðpaura, en það þótti ólíkleg skýring. Kókaínið fannst í Leifsstöð í fögg- um nítján ára stúlku, Elvu Hlín- ar Hauksdóttur, sem kom til landsins frá Spáni um London. Hún var dæmd í tveggja ára fangelsi, en hafði í héraði verið dæmd í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi. Með henni í ferðinni var hinn þrí- tugi Friðjón Veigar Gunnarsson, sem dæmdur var í þriggja ára fang- elsi í héraði. Þeim dómi var ekki áfrýjað. Dómur yfir Arnari Sindra Magnússyni, 27 ára, var staðfestur þriggja ára fangelsi. Hann afhenti Elvu og Friðjóni efnin á Spáni. Þá var dómur yfir 22 ára manni, Guðmundi Andra Ástráðssyni, mild- aður úr þemur árum í tvö. Hann var dæmdur fyrir að hafa haft milli- göngu um að útvega fólk til að flytja efnin inn. Leikur tíu ára bræðra með kertaljós fór illa í gær þegar kofi þeirra brann til kaldra kola. Eldurinn kom upp á lóð við Löngu- brekku í Kópavogi og var slökkvi- lið kvatt á vettvang. Í fyrstu var talið að kviknað væri í húsinu og voru tveir dælubílar, ásamt körfu- bíl og sjúkrabíl, sendir á staðinn. Þegar þangað var komið kom í ljós að eldurinn logaði í skúr á lóð- inni og var öllu minni en talið var í fyrstu. Talsverð hætta stafaði þó af bál- inu enda kofinn aðeins örfáum metrum frá húsinu. Að sögn lög- reglu gekk greiðlega að slökkva eldinn. Tíu ára tvíburabræður, Brynjar Arndal og Breki Arndal Brynjars- synir, áttu kofann. Þeir smíðuðu hann sjálfir. Móðir drengjanna, Hólmfríður Þóra Óskarsdóttir, segir fulla ástæðu til að brýna fyrir börnum að vera ekki að leika sér með eld. „Það var ekki ætlun þeirra að kveikja í en þeir voru að leika sér með kertaljós í kofanum og það fór úr böndunum,“ segir Hólm- fríður, sem var vitanlega brugðið við atvikið. „Það sprakk rúða í húsinu og íbúðin fylltist af reyk,“ segir Hólmfríður. Talsverðar skemmdir urðu á lóðinni og er girðingin í kringum garðinn illa brunnin að hluta. Þá skemmdust einnig þakrennur á húsinu auk þess sem nokkrar skemmdir urðu á gróðri. Hólmfríður segir strákana hafa fullan hug á að endurreisa kofann. Fyrst þurfi að hreinsa til í garðin- um og þar verði drengirnir látnir hjálpa til. Birgir Finnsson, sviðsstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir að alltaf sé eitthvað um að börn fikti með eld. „Við fáum reglu- lega útköll þar sem fikt hefur leitt til minniháttar óhappa. Stundum getur það endað illa,“ segir Birgir. Hann segir að stundum komi for- eldrar brennuvarganna með börnin á slökkvistöðina til þess að ræða við slökkviliðsmennina. „Annars höfum við lítið komið að eftir- vinnslunni. Við einbeitum okkur frekar að forvörnum og heimsækj- um til dæmis alla átta ára bekki í grunnskólunum,“ segir Birgir Finnsson. Kofinn brann til kaldra kola Fikt drengja með kertaljós endaði með ósköpum í gær þegar kofi við íbúðarhús í Kópavogi brann til ösku. Rúða í íbúðarhúsinu brotnaði og íbúðin fyllt- ist af reyk. Slökkvilið var kvatt á vettvang. Tyrknesk stórskota- lið sprengdu skotmörk innan landamæra Írak, þar sem talið var að uppreisnarmenn úr röðum Kúrda héldu til. Leiðtogar Kúrda í Írak og Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vöruðu Tyrki við að ýta undir ólgu á svæðinu með aðgerðunum. Ráðherrann sagði að hvorki væri gott fyrir Tyrkland né Írak að hefja meiriháttar árás á Kúrda í Norður-Írak. Fjórir tyrkneskir hermenn fórust í sprengingu við veg rétt norðan við landamærin í fyrrdag. Uppreisnarmönnum var kennt um árásina. Gegn Kúrdum í Norður-Írak Þrír karlar og ein kona voru handtekin í heimahúsi í Reykjanesbæ aðfaranótt fimmtu- dags, grunuð um fíkniefnamis- ferli. Lögregla fann við húsleit tæp tíu grömm af amfetamíni og um 35 grömm af kannabis. Þá fundust sveppir og LSD einnig í íbúðinni. Fjórmenningarnir voru yfir- heyrðir á lögreglustöð í gær og var sleppt að því loknu. Eyjólfur Ágúst Kristjánsson, fulltrúi lög- reglustjórans á Suðurnesjum, segir að málið sé nánast upplýst. Hann vill ekki upplýsa hvort fólkið hafi staðið að fíkniefnasölu en öll fjögur munu áður hafa komið við sögu lögreglunnar vegna fíkniefnamála. Fjögur tekin með hass
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.