Fréttablaðið - 09.06.2007, Blaðsíða 12
Ísland og ímyndir norðurs-
ins er þverfaglegt sam-
starfsverkefni hóps
félags- og hugvísinda-
manna. Markmiðið er að
skýra þætti í sögu ímynda
norðursins og kanna virkni
þeirra í samtímanum - með
sérstöku tilliti til Íslands.
Sumarliði R. Ísleifsson, sagnfræð-
ingur í ReykjavíkurAkademíunni,
er verkefnisstjóri við annan mann
en viðfangsefnið, ímyndir Íslands
á liðnum öldum og allt til samtím-
ans, er kannað af tuttugu manna
þverfaglegum rannsóknarhópi sem
fékk öndvegisstyrk Rannís árið
2007 til þess að rannsaka efnið.
INOR-hópurinn, eins og hann er
kallaður, samanstendur af fræði-
mönnum frá Íslandi, Bandaríkjun-
um, Þýskalandi, Bretlandi og Kan-
ada. Íslenskir þátttakendur eru frá
ReykjavíkurAkademíunni, þar sem
verkefnið hefur aðsetur, Háskólan-
um á Hólum, Háskólanum á Bif-
röst og Háskólanum á Akureyri.
Kannað verður hvernig ímynd-
irnar hafa sprottið fram og breyst í
tímans rás og hvert þær stefna.
Enn fremur mun rannsóknin bein-
ast að lykilatriðum í uppruna og
þróun ímynda Íslands sem hluta
norðursins.
Þegar Sumarliði er beðinn um
dæmi sem útskýrir ímyndarrann-
sóknirnar í hnotskurn grípur hann
niður í sögu af Jóni Ólafssyni Indía-
fara sem var staddur í Kaupmanna-
höfn um miðja 17. öld og hitti
danskan múrara. Sá lést „kunna að
segja hegðan og háttalag fólks í
mörgum löndum, á meðal hverra
var Íslands innbyggjarar, sem
aumlega sáu út í hans texta og
óvandaðri útleggingu. Eg stend svo
fyrir framan mitt borðið og tala eg
til þessa manns, er svo lastlega
hafði þessa lands fólki tiltalað, og
til ályktunar hafði sagt að þetta
fólk mætti ekki fólk heita, heldur
sem svívirðilegustu kvikindi.“
Sumarliði segir þessa lýsingu Jóns
aðeins eitt dæmi af fjölmörgum
um mat útlendinga á Íslendingum
á liðnum öldum. „Jón brást raunar
hart við og slóst við múrarann,
enda hafði hann allt aðrar hug-
myndir um sjálfan sig en danski
múrmeistarinn.“
Að sögn Sumarliða eru grund-
vallarhugtök rannsóknarinnar hug-
tökin ímynd annars vegar og
norðrið hins vegar. „Í hugtakið
ímynd er lagður margs konar skiln-
ingur en í þessari rannsókn verður
fylgt hefðum sem hafa einkum
verið mótaðar í Frakklandi og Hol-
landi innan ímyndafræða. Þar er
litið á ímyndir sem staðlaðar, við-
teknar hugmyndir um aðra, og þá
um leið sjálfan sig. Þeir fræðimenn
sem kanna ímyndir í þessum skiln-
ingi rannsaka þær ekki með hlið-
sjón af því hvort þær séu réttar
eða rangar heldur sem menningar-
lega afurð, sögulega tilurð þeirra,
hvaða hlutverki þær gegna, og ekki
síst hvernig þær mótast í tengslum
við vald af ýmsu tagi.“
Vægi ímynda verður seint
ofmetið. Þær verða til á öllum
sviðum mannlegs samfélags, og
hafa ætíð leikið stórt hlutverk í
samskiptum fólks. Þrátt fyrir það
hefur fræðileg umræða um þessi
efni verið lítil hér á landi en er
mjög vaxandi í nágrannalöndum
Íslands. Sumarliði segir ástæðuna
að á undanförnum tveimur áratug-
um hafi heimsmyndin gjörbreyst.
Sums staðar hafa þjóðernishreyf-
ingar eflst og ný landamæri orðið
til en annars staðar hafa landa-
mæri opnast.
Norðrið hefur frá öndverðu verið
til sem virk hugmynd, síbreytileg
eftir tímabilum og svæðum,
útskýrir Sumarliði. „Grikkir hinir
fornu, Rómverjar og síðar kristin
kirkja tengdu norðrið við villi-
mennsku en litu svo á að suðrið
hefði fóstrað siðmenninguna. Allt
fram um 1800 var algengast að líta
á íbúa Norður-Evrópu, ekki síst
Skandinavíu, sem grimma villi-
menn og einungis hálfmennska.“
Sumarliði segir þetta viðhorf til
norðursins hafa breyst á 17., 18. og
19. öld. „Smám saman var farið að
líta á hið vestur-evrópska norður
sem framsækið, menntað, tækni-
vætt, sterkt og þrautseigt andstætt
hinu afturhaldssama, ómenntaða,
hvikula og veika suðri. Kynþátta-
hyggja ofanverðrar 19. aldar og
fyrri hluta 20. aldar ýtti undir yfir-
burðahugmyndir af þessu tagi.
Aðdráttarafl norðursins varð jafn-
vel enn meira fyrir áhrif rómant-
ísku stefnunnar á 19. öld sem sam-
samaði frelsi, hreinleika og hið
háleita norðrinu.“ Að margra mati
einkenna þessar hugmyndir enn
samskipti norðurs og suðurs í Evr-
ópu og norðurs og suðurs almennt
og verða mikilvægt viðfangefni
INOR-hópsins.
Þessi viðhorfsbreyting hafði djúp-
tæk áhrif á stöðu Íslands. Landið
og íbúar þess urðu hluti af þjóð-
félagsumræðu í Vestur-Evrópu á
ofanverðri 19. öld og fyrri hluta
20. aldar. „Ísland var staðurinn
þar sem fornar germanskar menn-
ingarhefðir og frumkraftar nátt-
úrunnar birtust, eins konar „yfir-
náttúrulegur“ staður. Að mörgu
leyti hefur þessi afstaða til Íslands
sem framandi svæðis lítið breyst
allt til þessa dags,“ segir Sumar-
liði.
Breytt afstaða til Íslands í nálæg-
um löndum hafði áhrif á sjálfs-
mynd Íslendinga og má segja að
forystumenn Íslendinga hafi gert
viðhorf umheimsins að sínum, og
samtímis opnaði umheimurinn dyr
sínar fyrir sjónarmiðum Íslend-
inga á vissan hátt. Þessi viðhorf
urðu meðal annars grunnurinn að
þeirri kröfu Íslendinga að þeir
ættu tilverurétt sem sjálfstæð þjóð
og meginröksemd í sjálfstæðisbar-
áttunni.
„En umrót undanfarinna áratuga
hefur breytt þessum grunni,“ segir
Sumarliði. „Landið hefur misst
stöðu sína sem eitt hernaðarlega
mikilvægasta svæði í heimi, stöðu
sem landið hafði í meira en hálfa
öld. Samhliða hefur samstarf
Norðurlandanna og viðhorf til þess
breyst í kjölfar stækkunar Evrópu-
sambandsins. Alþjóðavæðingin
hefur opnað dyrnar fyrir erlendu
vinnuafli og erlend stórfyrirtæki
láta að sér kveða. Loftslagsbreyt-
ingarnar hafa líka áhrif á ásýnd
norðurslóða og lífshætti þar, auk
þess sem nýjar áherslur verða til
þegar sérkennum svæðisins er
ógnað. Við þessar aðstæður og
umrót breytast sjálfsmyndir og
viðhorf hópa og þjóða hverra til
annarra. Nýjar átakalínur verða
til.“
Hér á landi hefur ágreiningur
um þessi efni birst á ýmsan hátt.
Það á við um umhverfismál, utan-
ríkismál, opinberar þjóðarímyndir,
málefni innflytjenda og kynningar-
mál ferðaiðnaðarins. „Gamalgrónar
sjálfsmyndir sem byggja á sjálfs-
mynd sjálfstæðisbaráttunnar halda
þó velli eins og skýrt hefur komið
fram í umræðum um útþenslu
íslenskra fyrirtækja á erlendri
grundu,“ er mat Sumarliða og segir
hópinn hafa komist að því að
ímyndir Íslands og norðursins eru
fjarri því að vera stöðugar og
óbreytanlegar.
En hvert verður framhald verkefn-
isins og birtingarmynd þeirrar
vinnu? „Rannsóknarhópurinn er að
hittast í fyrsta skipti allur nú um
helgina og þar munum við leggja
línur fyrir framhaldið. Á næstu
þremur árum munum við standa
fyrir fjórum vinnufundum, útgáfu
á tveimur bókum og útgáfu á rann-
sóknarniðurstöðum í lok verkefn-
isins. Á árinu 2008–2009 verður
fyrirlestraröð, um ímyndir og
norðrið. Auk þess verður búið til
kynningarefni í myndrænni fram-
setningu og stefnt að því að bjóða
upp á kvikmyndasýningar þar sem
ímyndir Íslands verða til umræðu,“
sagði Sumarliði í lokin.
Ekki fólk heldur svívirðilegustu kvikindi
Jón brást raunar hart
við og slóst við múrar-
ann, enda hafði hann allt
aðrar hugmyndir um sjálfan
sig en danski múrmeistarinn.
Ríkulegur staðalbúnaður, svo sem sjónvarp,
DVD/CD, örbylgjuofn, ísskápur með frysti,
bakkskynjari, 110 Watta sólarrafhlaða og Alde
hitakerfi í gólfi og rúðum.
Breiðustu og best einangruðu húsin á
markaðnum. Sænsk og sérhönnuð
fyrir norðlægar slóðir.
Polar sænskir eðalvagnar
- sjáðu með eigin augum
Útileguma›urinn er
ný sérverslun me›
allt sem flú flarft til
fer›alagsins, fellih‡si,
hjólh‡si, tjaldvagna,
útifatna›, fylgihluti og
margt fleira. Kíktu við
og skoðaðu úrvalið.
Fossháls 5-7
Sími 551 5600
utilegumadurinn.is
Opið
laugardag 10-17
sunnudag 12-16
Verð frá: 2.799.000 kr.
Hlaðið
aukabúnaði