Fréttablaðið - 09.06.2007, Side 31

Fréttablaðið - 09.06.2007, Side 31
Barbara Ósk Ólafsdóttir, gjaldkeri Ferðaklúbbs- ins 4x4, ferðast um á 38 tommu dekkjum allan ársins hring. „Ég hef verið í jeppamennskunni í ár og keypti mér síðastliðið haust Musso-jeppa árgerð 1999 á 38 tommu dekkjum,“ segir Barbara Ósk Ólafsdóttir, nýráðinn gjaldkeri Ferðaklúbbsins 4x4. Formaður klúbbsins er Agnes Karen Sigurðardóttir og Barbara segir mjög margar konur vera í jeppamennskunni. Jeppinn hennar Barböru var fullbreyttur þegar hún keypti hann og síðan í haust hefur hún verið á fleygiferð á fjöllum. Fram undan er sumarstarf hjá klúbbnum og fyrst á dagskrá er ferð að Heklurótum með garpana í fimm tinda verkefninu. Þar ætla níu göngugarpar að stíga á fimm hæstu tinda í hverjum landshluta fyrir sig. Ferð- in verður farin nú um helgina og tilefnið er landssöfn- un fyrir Sjónarhól, landssamtök langveikra barna. „Meðlimir í fimm tinda verkefninu báðu okkur um aðstoð til að komast á Heklu, sem er síðasta fjallið í ferðinni. Bíllinn þeirra kemst ekki alla leið svo við verðum með tíu til tólf bíla og ferjum þau að Heklu- rótum,“ segir Barbara, sem hlakkar mikið til ferðar- innar. Dagskrá ferðaklúbbsins er öflug allan ársins hring en meðal ferða í sumar nefnir Barbara árlega land- græðsluferð í Þórsmörk í lok júní, sumarhátíð í Vík í Mýrdal í júlí og fjölskylduferð í skála félagsins við Hofsjökul í ágúst. Meðlimir ferðaklúbbsins eru um 4.000 talsins að sögn Barböru og þeim fer stöðugt fjölgandi. „Þetta er heilbrigður félagsskapur sem byggist á útivist, ferðalögum og að láta aðeins reyna á sig,“ segir Bar- bara, sem er sjálf alin upp við mikið bílastúss og ferðalög. „Ég ferðaðist mikið sem barn en langaði alltaf í fjallamennsku. Síðan ákvað ég bara að kaupa mér jeppa og leggja í hann. Ég er búin að ákveða fyrir löngu að verða gömul í þessu,“ segir Barbara. Langflestir meðlimir klúbbsins eiga jeppa en að sögn Barböru á það ekki við um alla. „Um daginn tók ég með mér fjórtán ára strák sem ég þekkti ekk- ert. Hann er forfallinn jeppaáhugamaður og hafði bara samband við okkur. Síðan dreif hann sig með og skemmti sér konunglega. Eina skilyrði klúbbsins er áhuginn,“ segir Barbara. Nánari upplýsingar um Ferðaklúbbinn 4x4 eru á www.f4x4.is. Nánari upplýsingar um fimm tinda verkefnið eru á www.5tindar.is Ætla að verða gömul í jeppamennskunni BORGARTÚNI 29 | 105 REYKJAVÍK | ICELAND | WWW.EXIT.IS | TEL. +354 562 2362 | FAX. +354 562 9662 // Aupair í USA Ógleymanleg lífsreynsla sem þú býrð að alla ævi Að launum fær aupair vasapening, frítt fæði og húsnæði, frítt flug til og frá Bandaríkjunum auk 500 Usd. námsstyrks. Stæsta bloggsamfélagið á Íslandi Tjáðu þig! Bloggaðu með símanum! Hvar sem er og hvenær sem er! Viltu sýn’eikkað? Ný útlit · Myndaalbúm · Símablogg

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.