Fréttablaðið - 09.06.2007, Page 62

Fréttablaðið - 09.06.2007, Page 62
N okkrum dögum áður en leiðtoga- fundur G8-ríkjanna hófst nú í vikunni settist Vladimír Pútín, forseti Rúss- lands, niður með fulltrúum átta virtra fjölmiðla, einum frá hverju aðildarríki G8-hópsins. Blaðamennirnir spurðu Pútín spjörunum úr og ekki stóð á svör- unum. Hann hló þegar hann var spurður hvort hann væri „hreinn og ósvikinn lýðræðissinni?“ „Að sjálfsögðu er ég það, svo sannarlega,“ sagði forsetinn. „Vandamálið er bara að ég er einn á báti, sá eini minnar tegundar í heiminum.“ Svo bætti hann því við, væntan- lega ekki án þess að brosa svolítið undirfurðulega: „Eftir að Mahatma Gandhi lést er engan hægt að tala við lengur.“ Hann hafnaði alfarið að nokkuð væri hæft í því að Rússland væri að breytast í alræðisríki á ný: „Ekki trúa því sem þið heyrið.“ Þess í stað sneri hann vörn í sókn og rakti fyrir heimspressunni bágborið ástand mannréttinda- mála í öðrum heimshlutum, eink- um Vesturlöndum, og vísaði óspart í ársskýrslu mannréttindasam- takanna Amnesty International til stuðnings máli sínu. Í Bandaríkjunum er ástandið „hreinlega skelfilegt,“ sagði Pútín: „Pyntingar, heimilislaust fólk, Guantanamo, fólk sett í fangelsi án réttarhalda og án þess að mál þess sé rannsakað.“ Og ekki er það mikið skárra í Evrópu: „Mótmælendur sæta harkalegri meðferð, gúmmí- kúlum og táragasi er beitt í hverri borginni á fætur annarri, mótmæl- endur eru drepnir á götum úti.“ Pútín viðurkennir fúslega að mörgu sé ábótavant í Rússlandi. En rétt eins og Bush afsakar mannrétt- indabrot í sínum ranni með þeirri ógn sem sögð er stafa af hryðju- verkamönnum, þá afsakar Pútín sig með arfleifð Sovétríkjanna og þeim gífurlegu umbrotum sem fylgdu hruni þeirra. „Við skulum ekki gleyma því að hin löndin í G8-hópnum hafa ekki orðið fyrir jafn gríðarlegum um- breytingum og Rússland hefur gengið í gegnum. Þau hafa ekki upp- lifað borgarastríð, sem við höfum reyndar orðið fyrir í Kákasus.“ Samskipti Vesturlanda og Rúss- lands hafa versnað töluvert upp á síðkastið. Bandarískir ráðamenn hafa æ oftar gripið til harðra orða þegar talið berst að Rússlandi og stjórnarháttum Pútíns, og ýmsir ráðamenn í Evrópuríkjum hafa tekið í sama streng. Mannréttindasamtök hafa tekið undir þessa gagnrýni. Í nýútkom- inni ársskýrslu Amnesty Inter- national, sem Pútín vitnar sjálfur til, er fundið að ýmsu í Rússlandi, meðal annars að grófum mann- réttindabrotum í Kákasushéruðum Rússlands, einkum þó í Tsjetsjeníu þar sem reglulega fréttist af aftök- um án dóms og laga, mannshvörf- um, mannránum og pyntingum, og svo hins vegar að vaxandi þrýstingi sem fréttamenn, mannréttindasam- tök og stjórnarandstæðingar hafa fundið fyrir af hálfu stjórnvalda. Hvorki rússneskir fjölmiðlar né aðrir fjölmiðlar hafa fengið mikla möguleika til að fylgjast með því sem er að gerast í Tsjetsjen- íu. Rússneskir hermenn sem hafa komið þaðan segja að þeir hafi fengið þar frjálsar hendur til að haga sér næstum því eins og þeim sýndist. Rússnesk stjórnvöld halda því fram að stríðinu sé hreinlega lokið, eða svo gott sem, og svo virðist sem ástandið þar hafi róast nokkuð, sem kannski má að hluta þakka því að rússnesk stjórnvöld hafa í aukn- um mæli tekið málstað arabaríkja í endalausum deilum þeirra við Bandaríkin. Hópar íslamskra skæruliða eru þó enn að berjast fyrir sjálfstæði, þrátt fyrir að helstu leiðtogar þeirra séu fallnir, og enn berast frá Tsjetsjeníu frásagnir, þótt stopul- ar séu, af mannfalli og hrikalegum pyntingum. Pútín gerir lítið úr því að fjölmiðl- ar í Rússlandi séu ekki frjálsir, segir það goðsögn eina og bendir á að tugþúsundir fjölmiðla þrífist í Rússlandi; dagblöð, vefsíður, út- varps- og sjónvarpsstöðvar. Hann segir það líka misskiln- ing að stóru sjónvarpsstöðvarn- ar þrjár, þær einu sem meginþorri landsmanna hefur aðgang að, séu ríkisreknar. Formlega er aðeins ein þeirra ríkissjónvarp, þótt ríkið eigi ráðandi hlut í hinum tveimur líka. Ástæða þess að þessir fjöl- miðlar hafa ekki stundað harða gagnrýni á rússnesk stjórnvöld undanfarið segir Pútín einfaldlega þá að stjórnin hafi unnið gott verk á síðustu árum. Ástandið hafi batn- að mjög og því sé einfaldlega ekki undan svo miklu að kvarta. Sömuleiðis segir Pútín það hreina firru að stjórnarandstæðingar megi ekki halda mótmælafundi til að koma skoðunum sínum á fram- færi í fjölmiðlum. „Mótmælendur geta mótmælt frá morgni til kvölds ef þeir vilja,“ segir Pútín, „og auðvitað eiga fjöl- miðlarnir að mæta og ég held að það eigi að fjalla um slíka atburði til þess að fólk geti séð hvað er að gerast og tjáð skoðanir sínar.“ Einu skilyrðin segir Pútín vera þau að þeir sem skipuleggja mót- mæli fari að landslögum, sæki um leyfi til útifunda og haldi sig innan þeirra svæða sem þeim er úthlut- að. Annars „trufli þeir umferð“ og „hindri fólk í að komast leiðar sinnar“. Einn ákafasti talsmaður stjórnar- andstæðinga í Rússlandi um þess- ar mundir, skákmeistarinn kunni Garrí Kasparov, varar hins vegar Vesturlandabúa við að trúa þessum fögru orðum Pútíns um afrek sín og ástandið í Rússlandi. Kasparov segir að George W. Bush Bandaríkjaforseti neiti að horfast í augu við sannleikann um Pútín og um vandamál Rússlands. Kasparov og félagar hans höfðu krafist þess að leiðtogar G8-ríkj- anna væru ekkert að skafa utan af hlutunum og lýstu því einfaldlega yfir að Rússland ætti ekki heima í G8-hópnum „vegna þess að Rúss- land er ekki lýðræðisríki og ekki iðnveldi heldur“. Núna um þessa helgi ætla stjórnar- andstæðingar í Rússlandi enn að láta reyna á rétt sinn til að mót- mæla, og það ekki einu sinni held- ur tvisvar. Í dag hafa þeir skipulagt mótmælasamkomu í Pétursborg og síðan aðra í Moskvu á mánudaginn. Þá kemur væntanlega í ljós hvort eitthvað er að marka orð Pútíns, því skipuleggjendur mótmælanna hafa fengið leyfi fyrir göngunni í Pétursborg en ekki fyrir aðgerðun- um í Moskvu. Lýðræði Pútíns í Rússlandi Vladimír Pútín Rússlandsforseti segist vera einlægur lýðræðissinni og skilur ekkert í þeim ranghugmyndum sem hann segir vaða uppi á Vesturlöndum um stjórnarfarið í Rússlandi. Guðsteinn Bjarnason kynnti sér málsvörn Pútíns. Vandamálið er bara að ég er einn á báti, sá eini minnar tegundar í heiminum. Eftir að Mahatma Gandhi lést er engan hægt að tala við lengur.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.